Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 31

Málfregnir - 01.04.1989, Qupperneq 31
s Islensk málnefnd 25 ára Á þessu ári verða liðin 25 ár frá stofnun Islenskrar málnefndar. Aðalhvatamaður að stofnun hennar og fyrsti formaður var Halldór Halldórsson prófessor. Nefndin var stofnuð 30. júlí 1964 með bréfi þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa P. Gíslasonar. í bréfinu segir að ráðu- neytið hafi ákveðið að setja á stofn málnefnd, sem hafi þessi meginverkefni: 1. Að annast nýyrðastarfsemi þá, sem hingað til hefur farið fram á vegum ráðuneyt- isins með atbeina orðabókarnefndar Háskól- ans. 2. Að gegna svipuðu leiðbeiningar- og málverndarhlutverki og málnefndirnar ann- ars staðar á Norðurlöndum og hafa samstarf við þær. Reglur um starfsemi íslenskrar mál- nefndar voru fyrst settar í mars 1965, og þar var henni fengið víðtækt hlutverk. En lengst af hefir hún verið fáliðuð og fátæk og ekki haft neina aðstöðu til að rækja hlutverk sitt sem skyldi. Úr því tók að rætast með setningu málnefndarlaganna 1984 og þar með stofnun íslenskrar málstöðvar, sem tók til starfa við gildistöku þeirra í ársbyrjun 1985. Öllu fyrr verður varla sagt að nefndin hafi haft skilyrði til að láta eitthvað að sér kveða. En mikið vantar á að hún sé nógu öflug. Enn þarf hún á miklu meiri fjárveitingum eða fjárstuðn- ingi að halda, og hún þarf að fá fleiri vel menntaða og áhugasama málræktar- menn til liðs við sig. Verkefni hennar eru fleiri og stærri og vandasamari en flesta grunar. Nefndin hefir ekki uppi ráðagerðir um að gera mikið úr aldarfjórðungsafmæli sínu. f>ó vonast hún til að geta á þessu eða næsta ári gefið út ofurlítið rit þar sem rakin verður saga hennar þessi 25 ár. Þá má geta þess að um það leyti sem verið var að ganga frá efni þessa blaðs til prentunar efndi nefndin til málþings undir heitinu „íslenskt mál og menning á öld gervitungla“. Með því framtaki vildi hún minnast afmælis síns og jafnframt leggja lið málræktarátaki menntamála- ráðuneytisisns, sem frá hefir verið skýrt opinberlega í fréttatilkynningu frá 28. mars sl. Einn liður þessa átaks, sem ríkisstjórn- in hefir samþykkt, er stofnun málræktar- sjóðs í vörslu íslenskrar málnefndar. Hug- myndinni um hann var fyrst varpað fram á fundi nefndarinnar 14. júní 1983, og síðan hefir ýmislegt verið gert til að vekja áhuga á henni. Nú hefir menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, tekið þetta mál upp sem einn lið í málræktarátaki sínu, og eru miklar vonir við það bundnar. Þegar er farið að ræða í alvöru undirbúning löggjafar um stofnun slíks sjóðs sem yrði bæði fram- kvæmda- og verðlaunasjóður. Ef myndar- lega og skynsamlega verður á málum haldið er vart hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf handa Islenskri málnefnd en stofnun málræktarsjóðs, sem henni yrði trúað fyrir. - BJ 31

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.