Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 12
í bókinni, en þar má einnig rekja hvemig
höfundar skiptu efninu með sér, þ.e.a.s. hver
samdi skilgreiningar og skýringar við ein-
staka hugtakaflokka. Síðan koma notkunar-
leiðbeiningar og notkunarvísir, en megin-
hluti bókarinnar er stafrófsröðuð orðaskrá
með lýsingu á, að ég held, rösklega 800
hugtökum en flettiorðin eru fleiri, u.þ.b.
1000, því að nokkuð er um samheiti sem
eiga við sama hugtak. Alls er þessi hluti
bókarinnar um 200 blaðsíður, þar sem upp-
flettiorðið er norskt (bókmál) en til viðbótar
koma jafnheiti á dönsku, finnsku, íslensku,
nýnorsku, sænsku, ensku, frönsku og þýsku.
Aftast fara svo stafrófsraðaðar skrár um
heiti í einstökum jafnheitamálum, í sömu
innbyrðis röð og höfð er í orðsgreinunum.
Aður en ég segi skilið við heildarskipan
bókarinnar langar mig að nefna eitt mikil-
vægt atriði í sambandi við tengsl heita og
hugtaka í fjölmála orðabók af þessu tagi,
atriði sem tekist var á um og endurspeglar
ólíka stöðu uppfletti- eða flettiorðamálsins
annars vegar og jafnheitamálanna hins
vegar og reyndar einnig ólíka stöðu þeirra
innbyrðis. Við flettiorðavalið og fyrstu
atrennu að heitum í skandinavísku málunum
kom fram allmikið af norskum, dönskum og
sænskum samheitum. Mörg þeirra rötuðu
inn í bókina þar sem reglan er sú að annað
heitið er valið sem fullgilt flettiorð (það sem
hér er tilgreint á undan) en hitt er aðeins
vísunarfletta:
begrepsordbok
disambiguering
kondensering
lemma
normativ ordbok
ordforrád
resepsjon
tesaurus
entydiggjpring
tekstfortetting
oppslagsord
preskriptiv ordbok
vokabular
avkoding
Skandinavísku málin eiga hér að vísu ekki
fullkomlega samleið og sjálfsagt hefur
norskan sem flettiorðamál haft mest áhrif að
lokum en mergurinn málsins er sá að frá
skandinavísku sjónarmiði getur verið eðli-
legt að rekja saman samstofna heiti, til-
greina danska heitið prœskriptiv ordbog
undir vísunarflettunni og norska heitinu
preskriptiv ordbok, í staðinn fyrir að steypa
öllum heitunum saman undir aðalflettiorð-
inu, eins og endirinn varð. En fyrrnefnda
framsetningin hefði verið afskaplega óhag-
stæð þeim tungumálum sem ekki eiga sér
samheitatilbrigði við sömu hugtök, og þar er
íslenska skýrt dæmi.
Dæmigerðri orðsgrein í bókinni er þannig
háttað að fremst fer stutt og hnitmiðuð skil-
greining en á eftir fylgir frekari skýring með
frjálsara sniði þar sem gjarna er vikið að
undirhugtökum og tengslum við önnur
skyld hugtök. Oft er vísað til annarra orðs-
greina með skyldu efni en þar á eftir vísað
til viðeigandi efnisgreinar í inngangi og
síðan til flokksnúmers í flokkunarkerfinu.
Þá eru jafnheitin rakin og loks er vísað til
umfjöllunar um hugtakið í ritum og fræði-
greinum. Þar vega þyngst vísanir í þriggja
binda undirstöðurit um orðabókarfræði sem
út kom í Þýskalandi á árabilinu 1989-1991
undir heitinu Wörterbiicher, en það er
fímmta ritið í ritröðinni Handbiicher zur
Sprach- und Kommunikationswissenschaft.
Sjálft hugtakavalið er reyndar að miklu leyti
miðað við þetta rit og byggt á rækilegri
orðaskrá með þýskum, enskum og frönskum
heitum sem fylgir því. Þetta snið er þó ekki
alveg fast, fyrir kemur að skilgreining er
látin duga (sjá t.d. direksjonalitet) eða skýr-
ingin stendur ein án eiginlegrar skilgrein-
ingar (sjá t.d. ordboksbruk).
Eitt af því sem ég held að gefi bókinni
sérstakt gildi umfram það sem almennt tíðk-
ast í fagorðabókum af þessu tagi er flokk-
unarkerfið sem ég nefndi áðan og veitir
heildaryfirsýn um hugtakaforðann. Höf-
undur þessa flokkunarkerfis er Bo Svensén,
en hann er mörgum norrænum orðabókar-
og íðorðamönnum að góðu kunnur, ekki síst
sem höfundur helstu handbókar sem til er
um orðabókarfræði á norrænu máli, Hand-
bok i lexikografi, sem út kom árið 1987.
Þetta flokkunarkerfi reyndist ómetanlegt á
12