Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 22

Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 22
menn eigi það inni hjá mér. En það sem ég hef verið að reyna að kynna í þessu erindi getur vonandi orðið til nokkurs stuðnings og vakið til umhugsunar um framvindu og framfarir í íslenskri orðabókargerð og íslenskri orðabókarfræði. Ég geri mér grein fyrir því að maður sér skammt fram á veginn og gerir sér ekki grein fyrir nema fáu einu af þeim kostum sem meðvituðum og áhugasömum orðabókarnotendum fara að bjóðast og enn síður gerir maður sér grein fyrir þeim kröfum sem slíkir notendur fara að gera til orðabókarhöfunda. Það blasir þó við að upplýsingamar takmarkast ekki lengur við hið ritaða orð og kyrrstæðar myndir, hreyfimyndir og hljóð eru komin til sögunnar í bland við orðið, og margs konar ítarefni verður tengt orðabókarlýsingu, alfræðiefni, málfræðilýsing, talþjálfun o.s.frv. Og Norða verður sjálfsagt orðin úrelt á mörgum sviðum fyrr en varir. 22

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.