Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 18

Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 18
svo mikill kjami efnisatriða hlýtur að vera sameiginlegur mörgum tegundum. En hvernig má hugsa sér nýjar aðgangsleiðir þegar menn hafa losnað úr fjötmm staf- rófsins og þurfa jafnvel ekki lengur að kunna stafrófið til að fletta upp, heldur geta blátt áfram ritað tiltekið orð sem þeir vilja fá vitneskju um? Þar em ekki öll kurl komin til grafar og ég ætla síst að gerast neinn spámaður í þeim efnum. En það þarf ekki mikla hugkvæmni til að sjá fyrir sér að auðvelt verður að sópa saman orðum og samböndum sem eiga sér skýr sameiginleg auðkenni, orðum af ákveðnum beygingar- flokki, orðum sem eru mörkuð sem fom- yrði, skáldamáli, íðorðum um tölvutækni eða matargerð o.s.frv. Enn notadrýgra yrði þó að geta virkjað skilgreiningar og merkingarskýringar sem aðgangsþætti. En til þess að svo megi verða þarf að endur- skoða og breyta venjum og aðferðum við gerð og framsetningu merkingarskýringa í íslenskum orðabókum. 3.3 Samrœmdar skýringar Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskir orðabókarhöfundar hafa mjög sett traust sitt á samheiti við gerð merkingarskýr- inga, það sjáum við best í Islenskri orðabók, en margar tvímála orðabækur með íslensku að markmáli bera sömu einkenni, t.d. Dönsk- íslensk orðabók Freysteins Gunnarssonar og reyndar einnig ensk-íslenska orðabókin stóra frá Erni og Örlygi. Slíkur skýringarháttur þykir yfirleitt ófullnægjandi í einmála orða- bók. Rökin eru þau að verið sé að smeygja sér undan því að skilgreina merkinguna en treyst á að notandinn geri sér annað eða önnur orð sömu merkingar að góðu. Stundum virðast samheitaskýringar reyndar vera viðhafðar af einskærri skyldurækni, til að fullnægja réttlætinu fremur en notendum, eins og orð sé ekki gilt eða marktækt í orðabók nema það fái einhverja skýringu, og lausleg samheitaskýring sé þá a.m.k. skárri en engin skýring. Nú er ég ekki að mæla því bót að draga úr merkingarskýringum þar sem þær eiga sannanlega heima en það getur þurft að taka betur mið af raunhæfum þörf- um og eðlilegum forsendum þess hóps sem höfundur sér fýrir sér sem viðmiðunamot- endur. Þá er hvort tveggja til, að orð getur krafist nákvæmrar og hnitmiðaðrar skil- greiningar og skýringar eða eiginleg merk- ingarskýring hefur takmarkað gildi, t.d. þegar auðvelt er að lesa merkinguna úr sjálfri orðmynduninni. I sumum orðabókum er hreinlega kveðið upp úr með að samheiti séu ekki notuð sem skýringarorð og að þeirra sé eftir atvikum aðeins getið sem sjálfstæðs efnisatriðis. Þetta er t.d. yfirlýst stefna í helstu almennum orðabókum um sænskt nútímamál, Svensk ordbok og Nationalencyklopedins ordbok. Hér er mikill efniviður fyrir metnaðar- fulla gagnrýnendur sem geta t.d. sýnt fram á hvemig orð eru skýrð hvert með öðru eða menn hrekjast á milli orða án þess að koma nokkum tíma að skilgreiningu. I íslenskri orðabók er orðinu bjáni t.d. lýst með sam- heitarununni fífl, flón, afglapi, orðið /i/7 fær skýringuna bjálfi, aulabárður, glópur og orðið flón fær skýringuna bjáni, auli, þar erum við sem sagt aftur komin að upphaf- inu. Upplýsingar af þessu tagi eiga auðvitað heima í eiginlegri samheitaorðabók sem getur dregið saman miklu fleiri orð sömu eða líkrar merkingar eins og við sjáum í Islenskri samheitaorðabók Svavars Sig- mundssonar. En vel mætti hugsa sér að haga merkingarskýringum þannig við þessi orð að þau ættu sér sameiginlegt mynstur sem notandinn gæti hagnýtt sér til að tengja orðin saman. Slíkt mynstur gæti ef til vill verið eitthvað í þessa átt: sá sem þykir vera heimskur eða haga sér heimskulega ef við föllumst á að um fullkomin samheiti sé að ræða. En mynstrið gæti sameinað fjöl- breyttara orðafar sem lýtur að umsögn og fordómum um eiginleika manna: 18

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.