Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 17

Málfregnir - 01.12.1997, Blaðsíða 17
öðrum efnisatriðum, svo að í orðabók, sem á að hafa alhliða notkunargildi, getur verið eðlilegt að birta orðastæður undir báðum liðum eða tveimur flettiorðum. En þegar fyrst og fremst er hugsað til málbeitingar þar sem notandinn vill sjá orðafar sem bundið er ákveðinni setningarlegri stöðu og hlutverki er það kjamaliðurinn sem er hinn virki aðgangsþáttur. Það er sú stærð sem notandinn gefur sér, það sem birtist sem stoðliður hefur notandanum annaðhvort verið ókunnugt um eða, og það er kannski algengara, hann sækist eftir frekari vitn- eskju, fleiri orðastæðum en hann man eftir í svipinn. Þetta er meginsjónarhomið við skipan efnisins í Orðastað eins og sumir kannast ef til vill við. Þar hefur orðsgreinin/erð t.d. að geyma fjölmargar orðastæður þar sem ferð er kjamaliður en stoðliðurinn er sögn eða sagnarsamband (ráðast til ferðar (með e-m), létta ferðinni o.s.frv.). I lýsingu annarra nafnorða ber meira á lýsingarorðum sem stoðliðum, t.d. í orðsgreininni svipur (vera alvarlegur/ábúðarmikill/íbygginn/... á svip- inn). Atviksliðir em svo eðli málsins sam- kvæmt dæmigerðir stoðliðir þegar kemur að lýsingu sagna og lýsingarorða. En þessu víkur allt öðmvísi við gagnvart orðtökum. Þar em ekki sömu röklegu tengsl milli liðanna svo að meiri óvissa er um hvar orðasambandinu er skipað. Notandinn verður því oft að þreifa fyrir sér þótt reynslan kenni honum að fremsta eða gild- asta nafnorð sé að jafnaði vænlegur aðgangsþáttur, en það getur komið fyrir að hann rekist á tiltekið orðtak í tveimur eða jafnvel fleiri orðsgreinum, kannski með ofurlítið mismunandi skýringum. En aðal- vandinn er þó ekki þessi, heldur sá að hér er ekki að sama skapi raunhæft að eitthvert orðið í sambandinu sé notandanum nær- tækur aðgangslykill þegar lokatakmarkið er ekki að ganga úr skugga um merkingu eins tiltekins orðtaks, heldur að fá yfirsýn um orðafar sem fellur að ákveðnu merkingar- hlutverki, geta gripið til orðtaks sem hæfir ákveðnum aðstæðum. Hér getur merkingin ein verið fullvirkur aðgangsþáttur, notand- anum dugir ekki að sjá eitt orðtak, fleiri kunna að vera í boði og því þarf hann að geta skoðað allt sem kemur til greina, vegið orðasamböndin og metið og valið eftir eigin smekk. Við slíkar aðstæður hugsa margir til orðabóka en árangurinn vill oft verða lítill í samanburði við fyrirhöfnina þótt glöggir notendur geti vissulega náð furðulangt með því að þreifa sig áfram. 3.2 Föst eða sveigjanleg skipan Þau vandræði, sem hér geta orðið, eru tengd tveimur meginþáttum sem hafa veitt orða- bókarhöfundum aðhald og verið þeim leiðarljós um aldir, reyndar oftar en ekki tryggt að þeir hafa á endanum lokið verkum sínum. Hér á ég annars vegar við stafrófs- skipanina, hins vegar kröfuna um tak- mörkun og þéttingu orðabókartextans. Sú meginbylting, sem nú virðist vera í aðsigi og sem reyndar er hafin að nokkru leyti, er ef til vill ekki fyrst og fremst bundin tölvu- tækninni sem slíkri heldur því að nú er að losna um þá fjötra sem þetta aðhald hefur í rauninni lagt á höfunda og notendur. I stað kröfunnar um fasta skipan flettiorða og efnisatriða innan orðsgreina, óhagganlega takmörkun flettiorða og þéttingu textans er að koma fram krafa um fjölbreytni upplýs- inga, sveigjanlegan aðgang að upplýsing- unum og innra samræmi í meðferð efnis- atriðanna. Innra samræmi er þá ekki bara hugsjón og metnaðarmál höfunda og almennur gæðastimpill heldur einfaldlega áþreifanleg nauðsyn til að greiða fyrir notk- uninni. Eg tók tvær ólíkar tegundir orðasambanda sem dæmi til skýringar á því að notendum þurfa að standa til boða margar mismunandi leiðir að upplýsingum í orðabókum, eftir notkunartilefni. Tölvugeymd orðabókar- upplýsinga á vafalaust eftir að hafa áhrif á og umbreyta tegundarflokkun orðabóka, ólíkar tegundir geta átt samleið í einu safni sé séð fyrir öllum notkunarþörfum. Svo og 17

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.