Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 2
Menningarstyrkir
Á fundi lista- og menningarráðs
Kópavogs nýverið hlutu eftirtaldir
styrk: Gallerí Lind - tillaga um
stofnun sjóðs til niðurgreiðslu á
vöxtum listaverkalána. Samþykkt
að leggja til 250 þúsund krónur og
verður nánari útærsla í samvinnu
við Sparisjóð Kópavogs. Tillögurn-
ar verða síðan kynntar fyrir
ráðinu.
Jóhann Nardeau - styrkur
v/hljóðfærakaupa 50.000 krónur.
Bryndís Bragadóttir - styrkur
v/sýningar á listbókum sem nú er
í Amtsbókasafninu og kemur síðar
í Bókasafn Kópavogs, 150.000
krónur.
Stefán Helgi Stefánsson - styrkur
v/tónleika í anda Sigurveigar
Hjaltested og Stefáns Íslandi í
Salnum mars/maí 2006, 145.000
krónur.
Karlakór Kópavogs - styrkur
v/þátttöku á Landsmóti ísl. karla-
kóra í Hafnarfirði í október 2005,
100.000 krónur.
Tónlistarskóli Kópavogs - styrk-
ur v/tónleikaferðar til Spánar í maí
2006, 400.000 krónur.
Myndlistarskóli Kópavogs -
styrkur v/vorsýningar 2005,
100.000 krónur.
Irma Gunnarsdóttir - styrkur v/
danssýninga, 150.000 krónur.
Samkór Kópavogs - styrkur
v/starfsemi kórsins, 100.000
krónur.
Auglýsingaskilti
Á fundi skipulagsnefndar 4. sept-
ember 2005 var lagt fram erindi
Handknattleiksfélags Kópavogs,
dags. 24. ágúst sl. varðandi leyfi til
að setja upp flettiskilti í hljóðmön
austan Hafnarfjarðarvegar. Skipu-
lagsnefnd óskaði umsagnar um-
hverfisráðs. Umhverfisráð gerði
ekki athugasemdir við staðsetn-
ingu auglýsingaskiltis við Hafnar-
fjarðarveg að því tilskyldu að þess
sé gætt að skiltið sé utan veghelg-
unarsvæða og lóða á Lundar-
svæði.
Menningarhús
Framkvæmdir við menningar-
hús unga fólksins eru hafnar. Hús-
ið mun rísa gegn Gerðarsafni.
Fyrstu skólflustunguna að húsinu
tók Gunnar I. Birgisson bæjar-
stjóri. Húsið verður um 300 fer-
metrar að grunnfleti. Á hátíðar-
fundi Bæjarstjórnar Kópavogs 11.
maí sl. á 50 ára afmælisdegi bæjar-
ins, var samþykkt að gefa bæjar-
búum þessa gjöf. Húsið verður
íverustaður fyrir ungt fólk sem vill
vinna á menningarlegum nótum,
t.d. viðmyndlist, tónlist eða kvik-
myndalist.
Framkvæmdir á
Lundstúni
Framkvæmdir eru hafnar í
Lundi, sem er nýtt íbúðarhverfi
við Nýbýlaveg. Gömlu húsin í
Lundi hafa flest verið rifin. Í fyrsta
áfanga þessara framkvæmda rísa
tvö fjölbýlishús. Gert er ráð fyrir
að fyrstu íbúðirnar verði afhentar
síðari hluta ársins 2006.
Tré ársins í Kópavogi
Tré ársins hjá Skógræktarfélagi
Íslands stendur handan Digranes-
vegar, gegnt Digraneskirkju. Tréð
stóð við sumarhús Kristjönu Fen-
ger, sem síðar varð eign sona
hennar. Það er þakkarvert þegar
Skógræktarfélag Íslands sér
ástæðu til þess að vernda einstök
tré, ekki síst ef þau eru hluti af
byggingarsögu, eins og raun ber
vitni í þessu tilviki í Kópavogsdal.
Rekstrarsamningur
milli Kópavogsbæjar
og skátafélagsins Kópa
Nýlega var undirtaður rekstrar-
samningur milli Kópavogsbæjar
og skátafélagsins Kópa í Kópavogi.
Kveður samningurinn á um að
Kópavogsbær greiðir Kópum
þriggja milljóna króna verðbættan
rekstrarstyrk árlega og skal styrk-
urinn renna til greiðslu launa
starfsmanna Kópa og til reksturs
skátaheimilisins Bakka í Kópavogi.
Einnig er gert ráð fyrir því að skát-
arnir geti sótt um niðurfellingu
fasteignagjalda vegna skátaheimil-
isins. Samninginn undirrituðu
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og
Þorvaldur J. Sigmarsson skátafor-
ingi í Kópum.
Sundlaug Kópavogs
breytt
Bæjarstjórn Kópavogs hefur sam-
þykkt að ráðist verði í miklar breyt-
ingar á sundlauginni við Rútstún.
Framkvæmdir eru þegar hafnar. Um
er að ræða elsta hluta sundlaugar-
mannvirkjanna, sem í daglegu tali
ganga undir nafninu „barnalaugin“.
Á þessu ári eru áætlaðar 100 millj-
ónir í verkið. Rífa á gömlu timbur-
klefana við laugina og byggja nýja
búningsklefa, útiklefa, eimbað og
heita potta. Nauðsynlegt er að ráð-
ast í þessar endurbætur því í ljós
hefur komið að 40 ára gamalt lauga-
kerfi gömlu laugarinnar þarf að end-
urbæta. Sama gildir um búninga-
klefana, þeir eru orðnir gamlir og
fúnir. Aðal sundlaugin verður opin
áfram og reynt verður að halda
truflunum í lágmarki.
NÓVEMBER 20052 Kópavogsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík
Sími: 511 1188 • 561 1594
Fax: 561 1594
Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298
Netfang: borgarblod@simnet.is
Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933
Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is
Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson
Umbrot: Valur Kristjánsson
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dreifing: Íslandspóstur
1. tbl. 1. árgangur
Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavognum.
S T U T T A R
B Æ J A R F R É T T I R
Rekstarafgangur notaður til nið-
urgreiðslu skammtímaskulda
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar
2005 hefur verið endurskoðuð.
Áætlaður rekstrarafgangur sam-
stæðureiknings A og B hluta
Kópavogsbæjar eykst úr 1056
milljónumkróna í 2210 milljónir
króna, eða um rúm 100%. Sem
hlutfall af skatttekjum eykst því
rekstrarafgangurinn úr því að
vera 13% í 28% en þetta hlutfall
endurspeglar svigrúm Kópavogs-
bæjar til að fjárfesta og greiða nið-
ur skuldir. Þessi rekstrarbati
skýrist aðallega af hagnaði af út-
hlutun byggingarréttar. Kópa-
vogsbær hefur á undanförnum
árum gjaldfært allan kostnað
vegna landakaupa og samninga
við lóðahafa á óskipulögðum
svæðum, án þess að tekjur hafi
komið á móti. Má segja að þessar
fjárfestingar séu nú að bera
ávöxt með úthlutun lóða í nýjum
hverfum.
Gert er ráð fyrir að heildarskuld-
ir Kópavogsbæjar muni lækka um
2,1 milljarð króna miðað við upp-
runalega áætlun 2005 eða úr 12,8 í
10,7 milljarða króna. Með þessum
umsnúningi verður heildarskuld á
íbúa með lífeyrisskuldbindingum
komin niður úr 531 þúsund krónur
á íbúa, í 480 þúsund krónur á íbúa
og verður það með því lægsta sem
gerist á höfuðborgarsvæðinu.
Sterk staða Kópavogsbæjar í
samanburði við önnur sveitarfélög
endurspeglast líka í endurskoðuðu
eiginfjárhlutfalli sem hækkar úr
34% í 42% eða úr 7.9 milljörðum
króna í 9,4 milljarða króna. Við
þetta má svo bæta að efnahags-
reikningurinn er ekki íþyngdur af
skuldbindingum vegna einkafram-
kvæmda eins og tíðkast víða. En
Kópavogsbær hefur löngum álitið
slíka fjármögnunarleið slæman
kost og telja má víst að fjár-
hagstaða bæjarins er sterkari fyrir
vikið.
Rekstrar- og framkvæmda-
kostnaður hefur hækkað
Þrátt fyrir góðan rekstrarbata,
þá hefur rekstrar- og fram-
kvæmdakostnaður hækkað um-
fram væntingar. Launakostnaður í
grunn- og leikskólum reyndist um
150 milljónir króna hærri en ráð
var fyrir gert, en kjarasamninga-
gerð við leikskólakennara var ekki
lokið þegar vinnu við fjárhagsá-
ætlun 2005 lauk á árinu 2004.
Framkvæmdakostnaður fór um
300 milljónir króna fram úr áætl-
un við einstök verk þar sem
samið var um að flýta fram-
kvæmdum vegna örrar uppbygg-
ingar. Þetta á við um eftirfarandi
framkvæmdir: Leikskólann
Baugakór, Salaskóla, Kóraskóla,
Sundlaug Sölum, Unglingahús,
Gatnagerð á hafnarsvæði, breikk-
un Smárahvammsvegar, gatna-
gerð Kórahverfi, gerð Vatnsenda-
og Rjúpnavegar og innlausn lóða.
Þessum frávikum hefur að hluta
verið mætt með hagræðingu í rek-
stri og framkvæmdum þar sem
því verðu við komið, en að hluta
með aukafjárveitingu.B laðaútgáfa á Íslandi er margslunginn, en jafnframt fjöl-breytt. Fjögur dagblöð koma út sem berast sum hver tillandsmanna hvort sem þeir vilja eða ekki. Nokkur blöð
sem ekki koma út daglega, jafnvel mánaðarlega, koma út og oft-
ast er efni þeirra og dreifing bundið við ákveðið landsvæði eða
sveitafélag. Í Kópavogi koma út nokkur blöð sem gefin eru út af
stjórnmálaflokkunum. Þau eru ekki fréttablöð í þess orðs fyll-
stu merkingu þar sem þau beina augunum fyrst og fremst að
því sem bæjarfulltrúar eða þingmenn viðkomandi flokks eru að
gera, eða vilja láta fara frá sér á prenti til „síns fólks.“ Slíkar
langlokugreinar eru oftar en ekki fjarri því að vera skemmilestr-
arefni. Trúverðugleiki skrifa í slíkum blöðum ristir oft ekki
djúpt hjá póltitískum andstæðingum, og reyndar fleirum sem
taka því sem þar er á borð borið fyrir lesendur með miklum
fyrirvara.
Í Kópavogi búa 27 þúsund manns og löngu orðið tímabært að
hér sé gefið út fréttablað sem flytur fréttir af því sem er að
gerast á líðandi stund. KÓPAVOGSBLAÐIÐ, sem nú kemur út í
fyrsta sinni, mun í framtíðinni flytja fréttir af því sem er að
gerast í því bæjarfélagi landsins sem örast hefur vaxið og einna
mestu þjónustu hefur veitt sínum íbúum og þeim sem hingað
vilja flytja. KÓPAVOGSBLAÐIÐ verður einnig gagnrýnin fjölmið-
ill, hvort heldur sem það eru bæjaryfirvöld, fyrirtæki, félaga-
samtök eða einstaklingar sem eiga í hlut. Sú gagnrýni verður
þó ekki einhliða, þ.e. þeir sem taldir eru gagnrýni verðir fá að
bera hönd fyrir höfuð sér, halda uppi vörnum. KÓPAVOGS-
BLAÐIÐ verður einnig opið öllum þeim sem vilja tjá sig um
hvaðeina sem þeim liggur á hjarta. Ábendingum, efni, aðfinnsl-
um eða öðru er rétt að beina beint til ritstjóra.
Ritstjóri blaðsins býr í Kópavogi og hefur starfað við blaða-
mennsku í aldarfjórðung. Hér er því byggt á mikilli reynslu sem
vonandi skilar sér inn á síður blaðsins. Útgefandinn, BORGAR-
BLÖÐ, hefur einnig langa reynslu í útgáfu, m.a. í útgáfu á blöð-
um í Reykjavík sem byggja á svipuðum grunni og KÓPAVOGS-
BLAÐIÐ fer af stað á. Blaðinu verður dreift í öll hús í Kópavogi.
Þetta blað ber eðlilega nokkurn keim af því að framundan er
prófkjör hjá Framsóknarflokknum. Vinstri grænir eru með
forval 26. nóvember nk. en ekki er vitað nú hverjir sækjast þar
eftir setu á framboðslista. Sjálfstæðisflokkurinn verður með
prófkjör 21. janúar og þá mun efni blaðsins eflaust bundið að
einhverju leiti því sem frambjóðendur flokksins vilja koma á
framfæri. Það sama verður uppi á teningunum þegar lokað
prófkjör Samfylkingarinnar verður á þorranum.
Kópavogsbær varð 50 ára á þessu ári. Því hefur verið fagnað
með ýmsum hætti. Menningarstarfsemi er mikil og vaxandi í
bænum, og nægir að nefna mikið og metnaðfullt sýningar- og
tónleikahald Gerðarsafns og Salarins. Hér skal einnig minnt á
mikla og óeigingjarna starfsemi kóra í bænum, s.s. Samkórs
Kópavogs, Kvennakórs Kópavogs, Karlakórs Kópavogs auk
fjölda barna- og unglingakóra að ógleymdum kirkjukórunum.
Það ætti að vera metnaður bæjaryfirvalda að styðja myndar-
lega við bakið á starfsemi þeirra. En betur má ef duga skal.
Geir A. Guðsteinsson
Fyrir alla
Kópavogsbúa
Fjárhagsstaða Kópavogsbæjar traust