Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 14

Kópavogsblaðið - 01.11.2005, Qupperneq 14
NÓVEMBER 200514 Kópavogsblaðið Stórt rússalerki í Kópavogsdal útnefnt Tré ársins 2005 Myndarlegt rússalerki sem er að finna í Kópavogsdalnum austanverðum við Digranes- veg, gegnt Digraneskirkju, hefur verið útnefnt Tré ársins 2005. Það er Skógræktarfélag Ís- lands sem velur tré ársins og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að grósku- miklu starfi í trjá- og skógrækt um land allt. Sérstakur skjöldur verður settur upp við téð. Tréð er 8,76 metrar og ummál trésins í brjóst- hæð 105 sentimetrar. Tréð hefur verið gróður- sett fyrir 1940 að sögn þeirra systra Kristjönu og Hjördísar Fenger, en afi þeirra og amma, John og Kristjana Fenger hófu rækt á þessu svæði upp úr 1936 og reistu þarna sumarhús. Foreldrar þeirra nýttu svo húsið árum saman svo þær systur þekkja þetta svæði vel úr bernsku. Þær segja að undir þessu stóra lerkitré hafi afi þeirra, og síðar fleiri úr fjölskyldunni iðulega drukkið morgun- kaffið. Og ekki megi gleyma að á þeim árum var alltaf sól í Kópavogi! Það segjir kannski mest um öra stækkun Kópa- vogsbæjar að ekki skuli vera nema liðlega 30 ár síðan þarna var sumarbústaður en fjölskyldan dvaldi á þessum árum og allt fram yfir 1960 oft sumarlangt í bústaðnum og fjöldi annarra frum- herja hóf ræktun á þessu svæði sem Kópavogs- búar njóta í dag. Þetta rússalerkið má þó muna tímana tvenna þar sem því var í raun bjargað á síðustu stundu frá eyðileggingu árið 1992 þegar Digranesvegurinn var lagður niður í Kópavogs- dalinn. Það verður nú prýði og perla Kópavogs. Kór Hjallakirkju með aðventu- tónleika á 2. sunnudegi aðventu Fyrsti sunnudagur aðventu er sunnudaginn 27. nóvember, og því fer að styttast í jólaundirbún- inginn. Kirkjukórarnir í Kópavogi taka að sjálfsögðu þátt í þeim undirbúningi með margvíslegum hætti. Aðventan hefst með fjórða sunnudegi fyrir jól. Fjórði og síð- asti sunnudagur aðventu getur því verið aðfangadagur jóla. Litur aðventu er fjólublár, litur iðrunar- innar. Fjólublátt er blandaður lit- ur, samsettur af bláu, sem er táknlitur himinsins, og trú- mennsku og sannleika, svörtu sem er litur sorgar og rauðu sem er litur kærleikans. Aðventa er tími vonar. Þegar skuggar skammdegisins þéttast, kveikjum við aðventuljós, sem vitna um komu ljóssins eilífa sem rýmir burt öllu myrkri. Aðventu- ljósin í gluggunum og aðventu- kransarnir eru í raun bæn: „Kom, Drottinn Jesús.“ Aðventutónleikar Árlegir aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju verða í Hjallakirkju sunnudaginn 4. desember kl. 20.00. Á efnisskránni eru aðventu og jólalög frá ýmsum tímum og ýmsum löndum í fjölbreyttri blön- du. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Undirleikari verður Lenka Mátéová og söngstjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Þessir jólatónleikar eru orðnir fastur liður hjá mörgum, ekki bara þeim sem tilheyra Hjalla- sókn í Kópavogi, og hafa verið mjög vel sóttir. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kakó og piparkökur í lokin. Systurnar Kristjana og Hjördís Fenger við Tré ársins 2005, en það og næsta nágrenni þess geymir margar ljúfar æskuminningar þeirra. Aðeins liðlega tvær vikur í aðventu: Áætlar að fram til ársins 2012 verði hafin bygging 1.500 íbúða til viðbótar Fasteignasalan RE/MAX í Bæjarlind 12, sem hóf starfsemi árið 2003, er hluti af alþjóðlegri sérleyfiskeðju í yfir 58 löndum og er samnefnari fyrir þá sem eru að selja mest í fasteignasölugeir- anum. RE/MAX er stærsta fast- eignasölukeðja í heimi. Þarna geta þeir komið sem vilja nýta sína hæfileika sem fasteignasalar en þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum, það er séð um það fyrir þá. Þeir þurfa ekki að stofna eigin fasteignasölu. Konráð Konráðsson, fram- kvæmdastjóri RE/MAX í Bæjar- lindinni segir að ef veitt sé góð þjónusta komi fólk aftur, og á þeim nótum starfi þeir. Fyrirtækið sé einnig vel staðsett í Bæjarlind- inni, þar sé fyrirtækjum að fjölga og þar sé næg bílastæði. Einnig njóti þeir auðvitað nálægðarinnar við Smáralindina. „Aðalskipulag Kópavogs til 2012 gerir ráð fyrir 3000 nýjum íbúðum og við erum hálfnaðir með það tímabil svo ætla má samkvæmt því að enn séu um 1.500 íbúðir óbyggðar. Það er mikil aukning og bjart framundan í Kópavogi. Við- skiptavinir okkar eru ekki síður fólk sem býr jafnvel úti á landi en er að leita að íbúð í Kópavogi. Við höfum kynnt okkur vel allar áætl- anir um skóla og aðra þjónustu sem koma okkur viðskiptavinum vel. Hér er góð þjónusta og við verðum vör við að í þetta sækir fólk þegar leitað er að íbúð. Þetta er nánast fólk á öllum aldri. Sumir vilja vera í nágrenni Smáralindar en aðrir vilja njóta nálægðarinnar við Elliðavatn. Svo er enn einn hópur sem vill flytja í gömul og gróin hverfi. Við veitum einnig ráðgjöf ef fólk er óákveðið með stærð og staðsetningu. Samstarf okkar við bygginga- verktaka kemur aðallega á seinni stigum þegar nálgast sölu og af- hendingu íbúðar, en raunar er all- ur gangur á því. Stundum eru hús þrívíddateiknuð áður en þau rísa svo kaupendur geti betur áttað sig á þeim. Lögum samkvæmt þurfa allar íbúðarsölur að fara gegnum löggilta fasteignasala,“ segir Kon- ráð Konráðsson, framkvæmda- stjóri RE/MAX í Kópavogi. Fasteignasalan RE/MAX í Kópavogi: Konráð Konráðsson, framkvæmdastjóri RE/MAX í Bæjarlind 12. Kópavogsbær hefur stækkað og dafnað undir öruggri leiðsögn Framsóknarflokksins. Hér hefur uppgangurinn verið slíkur að ótrú- legt má telja. Sigurður heitinn Geir- dal bæjarstjóri Kópavogs, oddviti okkar Framsóknarmanna, átti með dugnaði sínum og góðum sam- skiptum mikinn heiður að upp- gangi bæjarfélagsins. Andlát Sig- urðar hefur haft mikil áhrif á flokk- inn okkar í Kópavogi, við syrgjum Sigurð og erum ekki söm eftir. Ég veit að margir bæjarbúar vilja að Framsóknarflokkurinn verði hér áfram við stjórn og laugardaginn 12. nóvember munum við stilla upp nýjum lista þegar prófkjörið verður haldið í Smáraskóla. Próf- kjörið er öllum opið sem verða orðnir 18 ára hinn 27. maí 2006 og eiga lögheimili í Kópavogi. Þess er ekki krafist að menn séu flokks- bundir framsóknarmenn. Ég veit að ég er bæjarbúum í Kópavogi nokkuð kunn, þar sem ég hef verið formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs í næst- um 8 ár, varabæjarfulltrúi þetta kjörtímabil og formaður Lands- sambands framsóknarkvenna. Ég er tilbúin til að stuðla að frekari eflingu bæjarfélagsins og veit að reynsla mín af bæjarmálum og þekking á áherslum góðs samfé- lags nýtist mér vel og því býð ég mig fram í þjónustu við bæjarbúa. Mörg málefni eru mér ofarlega í huga til framfara í Kópavogi og vil ég nefna þessi: • Betri almenningssamgöngur innan Kópavogs. • Fasteignagjöld í Kópavogi verði lækkuð. • Íþrótta-, lista-, og tómstunda- skóli verði í dægradvöl við alla grunnskóla Kópavogsbæjar. • Fyrsta skólastigið, menntun í leikskólum, verði gjaldfrjáls. • Aukin áhrif íbúanna um mál- efni bæjarins og auðveldari að- gangur að stjórnkerfinu. • Nýjan framhaldsskóla í Kópa- vog og aukin áhersla á verknám í öllum menntastofnunum bæjarins. • Auðvelda íbúum og fyrirtækj- um að flokka og endurnýta úrgang. • Sérstaklega verði hugað að málefnum eldri borgara bæjarins, m.a. með auknu samráði við þá, t.d. með skipun talsmanns eldri borgara. Kópavogsbær á að vera bær fólksins, sem leggur áherslu á fjöl- skylduna og fólkið í bænum þan- nig að kappkostað verði að fólk fái góða þjónustu og því líði vel í Kópavogi. Það skiptir miklu máli hvern við veljum til forystu. Fram- sóknarflokkurinn í Kópavogi þarf nú á öflugum stuðningi að halda. Ég vil því biðja þig um stuðning með því að merkja við mig í 1. sæti í prófkjörinu hinn 12. nóvember,“ segir Una María Óskarsdóttir. Una María Óskarsdóttir vill auðvelda íbúum aðgang að stjórnkerfinu Una María Óskarsdóttir. Sækist eftir 1. sætinu í prófkjöri Framsóknarflokksins.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.