Bændablaðið - 16.04.2014, Page 7

Bændablaðið - 16.04.2014, Page 7
7Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 mars síðastliðinn hélt Karlakórinn Hreimur sinn árlega Vorfagnað undir yfirskriftinni „Kvöldið er fagurt“. Mér var falið að hafa stjórn nokkra á samkomunni. Auk viðamikils söngs kórsins, voru og til skrauts hagyrðingarnir Björn Ingólfsson, fyrrum skólastjóri á Grenivík, Friðrik Steingrímsson, fyrrum baðvörður í Mývatnssveit og meðlimur í Hreim, og Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri. Milli söngatriða fengu þeir að lauma inn vísum. Upp kom hin áleitna spurning hvort setja ætti kórmeðlimum einhver aldursmörk. Um það orti Björn Ingólfsson svo: Að þeir komist upp á svið og að þeir sjái á blaðið síðan er aðal atriðið að þeir geti staðið. Friðrik Steingrímsson taldi aldursmörk mættu vera ögn rýmri: Neðri mörkin miðast við að mútustand sé búið, efri mörkin andlátið; ekki er það nú snúið. Og Hjálmar læknir vill engar skorður settar: Misjafnt ellin með okkur fór merktir af hennar kífi. Samt geta allir sungið í kór séu þeir enn á lífi. Hagyrðingunum fannst veislustjórinn ekki beint í samræmi við yfirskrift samkomunnar þ.e.a.s. „að kvöldið væri fagurt“. Friðrik skólabróðir minn orti því: Greyið Árni Geirhjörtur við galla á að stríða, eins og þessar eyrkörtur sem ekkert manninn prýða. Hjálmar var ögn háttprúðari, eða þannig: Þeir flíka vilja fegurðinni en fyndið sýnast kann, að hafa ráðið hér sem kynni harðfisksölumann. Nú hef ég kórinn heyrt og séð; hrifinn varð ég enn á ný. Árni syngur ekki með! Ósköp varð ég feginn því. Hjálmari þótti hins vegar fyrrum sveitungi, Friðrik Steingrímsson, falla vel að fegurð kvöldsins: Textinn skýr og takturinn fastur tónverkin þeir endurskapa. Friðrik er langtum fallegastur, það fer‘onum svo vel að gapa. Þrátt fyrir að eiga að helga sig söngnum, þá var Friðrik vokandi yfir hverju því sem aflaga fór við veislustjórn. Mér hafði svo sem ekki verið búin nein aðstaða á sviðinu, og var fullkomlega á hrakhólum með pappíra mína. Oftar en ekki voru gullkorn mín á gólfinu. Þá orti Friðrik: Heyra mátti háan skell hreyfðist við það rykið, er veislustjóra vitið féll sem var þó ekki mikið. Ort var um nokkuð mikil tilþrif söngstjórans Steinþórs Þráinssonar. Björn orti um þann mikla atgang: Stórræðum miklum stendur í Steinþór, og alveg sverja má að limaburðurinn líkist því að langi hann mest að berja þá. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Í Keppt um Gullklippurnar í 101 Það var rífandi stemning á Kex-hostel í Reykjavík þegar rúningskeppnin um Gullklippurnar fór fram á dögunum í samstarfi Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændablaðsins og Kex-hostel. Einvala lið rúningsmanna var mætt í höfuðstaðinn en alls sýndu sex þátttakendur listir sínar. Eftir harða keppni stóð Julio Cesar Gutierrez, Hávarðsstöðum, uppi sem sigurvegari og hlaut hinar eftirsóttu Gullklippur. Fjöldi fólks fylgdist með viðburðinum, sem var haldinn í tengslum við aðalfund og árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda. Rúningsmenn tóku á honum stóra sínum í miðborg Reykjavíkur: Bjarni Bjarnason á Hraðastöðum og Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS. Það var Bjarni sem lagði til sauðfé í keppnina um Gullklippurnar. Julio Cesar Gutierrez, Hávarðsstöðum, kom, sá og sigraði og mundar hér Gullklippurnar. Við hlið hans er ung frænka, Alba Ísey Manzi. Myndir / TB Handhafar hrútaverðlauna ásamt ráðunautum. Frá vinstri: Eyþór Einars- son, Þór Jósteinsson og Sigríður K. Sverrisdóttir frá Skriðu, Sigurður Sigurjónsson frá Ytri-Skógum og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Ófáar sjálfsmyndir voru teknar við réttina. Varaborgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir sýnir ánni árangurinn, sem vafalaust hefur kitlað hégómagirndina. Baldur Stefánsson í Klifshaga sýndi fagmannleg handtök. Kristín Þórhallsdóttir dýralæknir fylgdist með því að allt færi vel fram. Guðrún Dís Emilsdóttir dag- skrárgerðarmaður og Jón Eyjólfs- son á Kópareykjum lýstu keppni. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, keppti um Gull- klippurnar og fékk að auki það verk að snoða þennan unga mann. Portið á Kex-hostel hentaði einkar vel til keppnishalds. Þarna var áður Kexverksmiðjan Frón en nú er þar rekið vinsælt gisti- og veitingahús. Harpa Birgisdóttir, Kornsá, og Sig- ríður Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti voru tímaverðir. Vinnumennirnir Aðalsteinn Orri Ara- son úr Varmahlíð og Bjarni Rúnars- son frá Reykjum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.