Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014
Fréttir
Stundum talar sumt fólk eins og
íslenskur landbúnaður eigi sér
enga sérstöðu. Þetta er að vísu
mjög þröngur hópur sem þannig
lætur. Staðreyndin er sú að
íslenskir bændur eiga frábæran
heimamarkað og matvælin,
hvort sem er mjólkurvörur,
kjöt eða grænmeti, njóta mikilla
vinsælda neytenda. Best finnum
við þetta þegar eitthvað kemur
fyrir, t.d. olli írska smjörið miklu
uppnámi í vetur. Svo og þegar
eitraðir búfjársjúkdómar hrjá
og steindrepa heilu hjarðirnar
í Evrópu fer hrollur um okkar
fólk. Það áttar sig á að heilbrigðir
búfjárstofnar og holl matvæli eru
auðlind.
Ég dvaldi á dögunum stutta
stund á Grand Kanarí með
Íslendingum. Ég áttaði mig á
að besta smjörið sem ég fékk í
„kaupfélaginu“ þar ytra var það
írska. Ég spurði fólkið hvort það
hefði smakkað þetta smjör. Það
sem kom mér mest á óvart var
það að mjög stór hópur þessa
fólks sagðist alltaf taka íslenskt
smjör með sér út til að njóta þess
að borða harðfiskinn okkar sem
einnig er í farteskinu. Og þegar ég
spurði á fjölmennri hátíð hvort því
þætti fyllti svínahryggurinn sem
það var að borða ekki góður sagði
fólkið einum rómi „það jafnast
ekkert á við íslenska lambið“. Og
margir sögðust alltaf taka skyr
og rjóma með sér út. Ég óska
bændum til hamingju með þessa
góðu stöðu og bið þá að gera
ekkert sem raskar henni. Hluti af
þessari gæfu er mikil fagmennska
hjá matvælafyrirtækjunum og
iðnaðarfólkinu góða sem kann að
gera mat úr góðu hráefni.
Tollverndin er lífsakkeri
landbúnaðarins
Mesta hættan sem nú steðjar að
íslenskum landbúnaði er sú umræða
að allar varnir beri að leggja af. Oft
heyrist að tolla eigi að fella niður
jafnvel einhliða. Og stundum er
talað eins og við séum eina landið
í Evrópu sem býr við tollvernd.
ESB er tollabandalag og við búum
við þá sérstöðu að mjög stór hluti
innfluttra landbúnaðarvara er alls
ekki tollaður til Íslands. En ESB
beitir tollum og verndartollum
til að vernda sína heimamarkaði
í mjög ríkum mæli. Svo kemur
hin umræðan að við eigum ekkert
að óttast og ég heyri vel menntað
fólk halda því fram að tollana
eigi að fella niður einhliða og að
við munum alltaf velja íslenskar
vörur fram yfir innfluttar. En
málið er ekki svona einfalt því
okkar markaður er mjög smár
og hin stóru fyrirtæki væru ekki
lengi að undirbjóða markaðinn
í verðstríði. Veskið ræður miklu
við svona aðstæður, þar og hér.
Umræða um tollalækkun er tilræði
við matvælaframleiðsluna, þar má
enga ákvörðun taka nema ljóst sé
hvaða áhrif hún hefur í raun og
veru á stöðu landbúnaðarins.
Eigum ekki nægan gjaldeyri
Nú berast þær fréttir úr
Seðlabankanum að staðan sé sú á
Íslandi, horft til næstu ára, að það
vanti eitt hundrað milljarða á ári til
að jafna stöðu út- og innflutnings.
Því blasir það verkefni við okkur
að auka framleiðslu í landinu til að
flytja út vörur og afla gjaldeyris.
Enn fremur að framleiða vörur til
að spara gjaldeyri. Landbúnaðurinn
bæði sparar og aflar gjaldeyris.
Landbúnaðurinn framleiðir vörur
á ári hverju fyrir um 60 milljarða
króna. Landbúnaðurinn skapar að
lágmarki 12 til 15 þúsund störf í
landinu. Sveitirnar eru byggðar
fólki um allt land en eru ekki í
eyði. Stærsta málið er í heimi
sem vantar brauð, matvæli til að
fæða börnin sín, að sinna því kalli
að efla landbúnaðinn og auka
framleiðsluna.
Hvert eru Samtök atvinnulífsins
að fara?
Nú hafa þau forkastanlegu
vinnubrögð átt sér stað að Samtök
atvinnulífsins hafa sent frá sér
tíu spora framtíðarsýn sem er
þannig orðuð að það er eins og
Samtök verslunar og þjónustu
hafi samið þau ein síns liðs.
Þau fara í meginatriðum gegn
hagsmunum landbúnaðarins.
Landbúnaðarfyrirtækin eru
stórir aðilar í SA og biðja aðeins
um eitt: að staða landbúnaðar-
fyrirtækjanna sé virt og þau séu
með í ráðum þegar rætt er um
stöðu atvinnugreinarinnar og
stefnumörkun sett fram. Hvort sem
það eru tollarnir, sem eru ákveðið
lífsakkeri. Með niðurfellingu
þeirra stæði íslenskur landbúnaður
berskjaldaður.
Þegar opinber verðlagning
er til umræðu eða annað sem
að landbúnaðinum snýr ber
SA að virða þá viðlits sem eru
í samtökunum og kynna þeim
drauma sína eða skoðanir. Þarna
hefur trúnaðarbrestur átt sér stað
sem ber að ræða af alvöru.
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri SAM:
„Það jafnast ekkert á
við íslenska lambið“
Snjóflóð stórskemmdi 50 ára stafafurureit í Fnjóskárdal:
Trén líklega ónýt á um tveimur
þriðju hlutum reitsins
Hálfrar aldar gamall furureitur í
Þórðarstaðaskógi í Fnjóskárdal
stórskemmdist í snjóflóði sem féll í
kjölfar stórhríðarinnar sem var dagana
20. og 21. mars. Hvort hægt verður að
nýta viðinn af brotnu trjánum kemur
ekki í ljós fyrr en snjóa leysir.
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær
snjóflóðið féll en Sigurður Skúlason,
fráfarandi skógarvörður á Vöglum,
man ekki eftir því að flóð hafi fallið á
þessum stað áður að því er fram kemur
á vef Skógræktar ríkisins. Beggja
vegna við hafi hins vegar fallið spýjur.
Þetta flóð kom úr gili ofan skógarins,
fór niður milli hóla og breiddi úr sér
þar fyrir neðan. Sigurður segir að víða
í skóginum séu merki um snjóbrot
enda snjóþungur vetur í Fnjóskadal
og mikið fannfergi í skóginum núna.
Við fyrstu sýn virðist sem um tveir
þriðju reitsins hafi skemmst segir í
frétt á skógræktarvefnum.
Upphaflega kvæmatilraunareitur
Reiturinn sem skemmdist í
umræddu snjóflóði var upphaflega
kvæmatilraun með fjórum kvæmum
af stafafuru, Bennet Lake, Canmore
S., Upper Lake Creek og Carcross.
Skógræktarfólki þykir skaði
ef einhver þriggja síðasttöldu
kvæmanna hafa alveg þurrkast út í
flóðinu en Sigurður segir nokkra von
fólgna í því að flóðið skyldi falla á
norðanverðan reitinn. Þar er mest
af Bennet Lake kvæminu sem til er
annars staðar í ræktun. Hin kvæmin
eru suðlægari kvæmi og sjaldgæfari
hérlendis. Það er því meira tjón ef
eitthvað af því hefur farið alveg
forgörðum í flóðinu.
Hreinsun skógarins verður mikið
og erfitt verk
Stafafuran í reitnum var grisjuð
fyrir tveimur árum og þá mældust
trén 10-12 metra há. Sigurður segir
ómögulegt að sjá fyrr en snjóa leysir
hvort viðurinn úr þessum trjám er
nýtanlegur. Ef bolirnir eru heillegir
og hægt að saga þá niður í þriggja
metra langa búta má selja þá til
Elkem á Grundartanga en erfiðara
verður að vinna verðmæti úr þessu
eftir því sem trén eru meira brotin.
Ljóst er, segir Sigurður, að hreinsun
skógarins verður mikið og erfitt verk,
jafnvel hættulegt. Þegar trjábolir
liggja þvers og kruss þarf að fara
að með ítrustu gát við hreinsun og
skógarhögg.
Sjaldan séð annað eins
Sigurður segir reyndar að
stafafurureiturinn í Þórðarstaðaskógi
sé ekki það eina sem bíði hreinsunar í
sumar. Víða hafi tré brotnað undan snjó
í skógum Fnjóskadals í vetur. Hann
segist sjaldan hafa séð annað eins á
27 ára ferli sínum sem skógarvörður
á Vöglum enda fannfergið með mesta
móti í dalnum núna. Jafnfallinn snjór
mældist 153 sentímetrar við Vaglir á
mánudagsmorgun í liðinni viku.
/MÞÞ
Hálfrar aldar gamall furureitur í Þórðarstaðaskógi stórskemmdist í snjó óði
sem féll í kjölfar stórhríðarinnar sem var dagana 20. og 21. mars.
Fullt af heitu vatni fannst á Bergstöðum
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar
hefur gefið Vegagerðinni leyfi
til að taka efni úr tíu námum
sveitarfélagsins, alls um 42.000
rúmmetra, til að fara út í
lagfæringar á Kjalvegi í sumar.
„Í venjulegu árferði heflum við
bara slóðann sem þarna er. Við
höfum hins vegar tekið kafla og kafla
í nokkrum áföngum frá Slitlagsenda
sunnan við Grjótá og norður að Hvítá
að búið er að lyfta veginum örlítið
upp úr landi án þess að lagfæra plan
eða hæðarlegu að nokkru marki. Með
því móti helst ástand vegarins betra
í lengri tíma eftir heflun, þar sem
hann er þá ekki lengur niðurgrafinn
eins og slóðinn sem fyrir er. Vatn
nær því að renna af veginum en ekki
eftir honum eins og í lækjarfarvegi,“
segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri
Vegagerðarinnar, en til stendur að
fara út í töluverðar framkvæmdir á
Kjalvegi í sumar.
„Já, það stendur til að fara í heldur
lengri kafla en venjulega, allt að 10
km frá Hvítá inn að Árbúðum. Áætlað
er að fara í þessar framkvæmdir í
sumar þegar frost leysir. Það verða
starfsmenn og tæki Vegagerðarinnar
ásamt aðkeyptri vinnu frá verktökum
sem vinna þetta verk,“ segir Svanur
enn fremur.
/MHH
Vegagerðin ætlar að laga Kjalveg í sumar
– Efni verður tekið úr tíu námum í Bláskógabyggð
Þeir sem aka Kjalveg hafa þurft að kljást við mikið ryk og nánast samfellt
þvottabretti og grjótbarning sem veldur stórtjóni á ökutækjum. Mynd / HKr.
„Við duttum heldur betur í
lukkupottinn því bormenn
Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða voru að finna hjá okkur um
hundrað gráðu heitt vatn, sem er að
gefa okkur 20 til 25 sekúndulítra.
Þetta er frábært og mun m.a.
nýtast okkur í ferðaþjónustu,
ræktun og fleira og fleira hér á
jörðinni og í næsta nágrenni,“ segir
Gunnar Skaptason, athafnamaður
og einn eigenda Bergstaða í
Biskupstungum.
Þetta er í fyrsta skipti sem
heitt vatn finnst á þessum stað í
Biskupstungum, eða í eystri tungunni
svonefndri við Tungufljótið. Vatnið
fannst á 972 metra dýpi.
„Hér hefur verið talað um
að bora eftir heitu vatni síðustu
fjörutíu ár en það hefur aldrei neinn
þorað fyrr en núna. Ég vil þakka
Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi
og starfsmönnum bordeildar
Ræktunarsambands Flóa og Skeiða
fyrir þeirra vinnu, allir þessir aðilar
hafa staðið sig frábærlega í þessari
vinnu,“ bætti Gunnar við. /MHH
Bormenn Ræktunarsambandsins, frá vinstri: Sveinbjörn Jóhannsson frá
Snorrastöðum í Laugardal og Johnny Símonarson, ásamt Halldóri Jónssyni
og Gunnari frá Bergstöðum. Mynd / MHH
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Hafa áhrif um land allt!