Bændablaðið - 16.04.2014, Blaðsíða 32
2 LbhI blaðið 2014
Lærði um
þjóðgarða og
verndarsvæði
„Þetta var afskaplega áhugavert og
skemmtilegt nám og alveg yndislegt
að koma á Hvanneyri í staðarlotum,“
segir Jónas Gunnlaugsson sem lauk
BS-gráðu frá LbhÍ í fyrravor. Hann
nam við Náttúru- og umhverfisbraut,
en innan brautarinnar geta nemendur
valið á milli fjögurra áherslna þar sem
Jónas valdi þjóðgarða og verndar-
svæði. Nám á þeirri braut snýst um
viðfangsefnin sem sinna þarf á þeim
vettvangi, en ört stækkandi þjóð-
garðar og verndarsvæði hér á landi
krefjast vaxandi sérþekkingar á þessu
sviði.
Jónas segir að hann hafi alla tíð
verið mikill náttúruunnandi, stundað
skíði og fjallgöngur um árin. Hann
starfaði til fjölda ára í bókabúð í
heimabæ sínum Ísafirði, búð sem
foreldrar hans ráku og hann tók síðar
við ásamt konu sinni. Jónas hljóp í
skarðið með landvörslu á Horn-
ströndum eina viku sumarið 2008.
„Og þá má eiginlega segja að ekki hafi
verið aftur snúið. Mest um vert var að
ég uppgötvaði að það var líf fyrir utan
bókabúðina, veröldin var stærri en
bara búðin,“ segir hann. Næstu sumur
starfaði hann einnig við landvörslu á
Hornströndum og segir starfið hafa
verið sérlega skemmtilegt.
„Í framhaldinu fýsti mig að læra
meira og þá lá beint við að sækja
um á Hvanneyri og fara í þetta sér-
sniðna nám fyrir þá sem áhuga hafa
á þjóðgörðum og verndarsvæðum,“
segir hann en lokaverkefni hans fjall-
aði um gestastofu fyrir friðlandið á
Hornströndum. Hann segir það hafa
verið sér afskaplega hollt að skipta
um starfsvettvang, „mikil andleg til-
breyting,“ eins og hann orðar það og
veganestið frá Hvanneyri sé verulega
gott.
Jónas er rekstrarstjóri í Melrakka-
setrinu á Súðavík og kann starfinu
vel. Hann segir að starfsemi setursins
fari jafnt og þétt vaxandi og gaman
sé að taka þátt í uppbyggingu þess.
„Það er nú svo að störf fyrir þá sem
ljúka námi með þessa sérþekkingu
á þjóðgörðum og verndarsvæðum
eru ekki á hverju strái. Fjármagn til
þessa málaflokks er mjög af skornum
skammti og ekki mörg heilsársstörf í
boði hér fyrir vestan. Sumarstörfin
sem í boði eru við landvörslu eru
einungis 6-7 vikur og því ekki til að
byggja afkomu sína á.“
Ferðamenn virða fyrir sér tilraunareiti með mosadreifingu í Skaftafelli.
Hægt að hraða
landnámi mosagróðurs
á röskuðum svæðum
eftir framkvæmdir
Notkun fræ- og mosaslægju við
endurheimt staðargróðurs í Vatna-
jökulsþjóðgarði er heiti á verkefni
sem nýlega er lokið. Tveir lektorar við
umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla
Íslands, þau Járngerður Grétarsdóttir
og Ragnar Frank Kristjánsson unnu
að verkefninu en markmið þess var
að prófa og þróa aðferðir til að endur-
heimta staðargróður í þjóðgarðinum
í kjölfar rasks.
Nokkrar aðferðir hafa verið not-
aðar hér á landi til að græða upp
svæði með gróðri úr umhverfinu
og hafa þær flýtt fyrir endurheimt
staðargróðurs. Í þessu verkefni var
prófuð sú aðferð að safna og dreifa
mosabrotum og fræslægju, (sem er
nýsleginn gróður að hausti eftir að
fræþroska er náð) til að græða sár í
landi sem hafði myndast m.a. eftir
göngustígagerð.
Tilraunir hófust haustið 2012, efni-
við var safnað í næsta nágrenni við
göngustíga og dreift í tilraunareiti
við stígkanta sem seint gróa af sjálfs-
dáðum. Landnám gróðurs var skráð
síðastliðið vor og haust og skoðað var
hverju dreifing mosabrota og fræ-
slægju skilaði umfram náttúrulegt
landnám gróðurs úr umhverfinu.
Niðurstaðan er sú að hægt er að
hraða landnámi mosagróðurs til
muna með handvirkri dreifingu á
mosabrotum sem safnað var úr ná-
grenninu og hvorki reyndist söfnun
tímafrek né til skaða fyrir mosaþemb-
una. Svo virðist sem mikilvægt sé að
dreifa þunnu lagi af grasslægju eða
heyi yfir mosabrotin til að auka líkur
á lifun þeirra ef undirlagið er erfitt
viðfangs. Annars konar lífræn þakn-
ing getur mögulega gert sama gagn.
Tilraunin með söfnun og dreifingu
fræslægju skemmdist og er því ekki
hægt að segja til um hvort sú aðferð
skili sér við þær aðstæður sem eru í
Skaftafelli, en fram kemur í skýrslu
þeirra Járngerðar og Ragnars að að-
ferðin sé sérlega áhugaverð þar sem
vinna á með uppgræðslu með gróð-
urinn á staðnum.
Verkefnið hlaut tveggja ára styrk
frá Vinum Vatnajökuls árið 2011, en
fyrra framkvæmdaárið var 2012 og
hið síðara 2013.
Erfðafræðin heillaði Ólöfu Ósk en
lokaverkefnið snýst um erfðafræði sauðfjár
Ólöf Ósk Guðmundsdóttir lauk BS-gráðu í búvís-
indum við LbhÍ vorið 2011. „Búfjárræktin heillaði
mig mikið í náminu og ég tók meðal annars áfanga
í ræktun nautgripa, sauðfjár og hrossa. Í lokaver-
kefninu mínu einbeitti ég mér svo að sameinda-
erfðafræði og rannsakaði erfðafjölbreytileika í
stofni íslensku landnámshænunnar,“ sagði Ólöf.
Er með starfsstöð í háskóla
í Kuopio í Finnlandi
Þegar BS-gráðan var í höfn kenndi Ólöf við LbhÍ,
en ákvað svo að fara framhaldsnám við auðlinda-
deild skólans. „Mín sérhæfing í framhaldsnám-
inu er erfðafræði og kynbætur búfjár. Ég fór í
skiptinám til landbúnaðarháskólans í Uppsölum í
Svíþjóð (SLU) og lærði þar um greiningu á gena-
mengjum og lífgagnafræði. Það var mjög skemmti-
legt að upplifa Svíþjóð og ég get hiklaust mælt með
námi við sænska landbúnaðarháskólann.“
Og nú er Ólöf Ósk komin til Finnlands. „Ég
er með starfsstöð við háskóla Austur-Finnlands
(UEF) í Kuopio. Hér er ég að vinna með prófessor
sem er sérfræðingur í erfðafræði búfjár. Hann er
núna til dæmis að rannsaka orsakir mikillar frjó-
semi í finnsku fé. Ég er aðallega að vinna í mínu
lokaverkefni hér en það snýst einmitt um erfða-
fræði íslensks sauðfjár. Það sem ég er að skoða er
erfðasamsetning stofnsins og svo mun ég skoða
breytileika sem gæti tengst vöðvaþykkt.“
Ólöf sagði að Finnland væri mjög áhugavert
land. Finnar sjálfir eru mjög duglegir og ákveðnir.
Flestir fylgja staðalímyndum okkar um þá og fara
í saunu vikulega á Adamsklæðunum. Það er hefð
sem mjög auðvelt er að venjast! Landslagið hér er
fallegt og ég fékk tækifæri til að heimsækja Lapp-
land sem var alveg frábært. Samarnir í Lapplandi
eru þeir einu sem hafa leyfi til þess að eiga og
rækta hreindýr og stunda hreindýrabúskap sem er
ekki mjög ólíkur sauðfjárbúskapnum á Íslandi.“
En framtíðin? Ólöf sagði að næsta skref væri
að ljúka framhaldsnáminu. „Svo er aldrei að vita
hvert lífið fer með mig. Draumurinn er að vera
viðloðandi búskap, jafnvel í Kjósinni þar sem ég er
uppalin. Svo myndi ég líka vilja vera áfram í starfi
við LbhÍ. Það er mjög mikilvægt að efla námið
sem er í boði þar, sem og rannsóknarstarfið. Ég
vil mjög gjarnan eiga þátt í framtíð skólans sem
ég vona innilega að verði björt,“ sagði Ólöf Ósk
Guðmundsdóttir að lokum.
Á myndinni má sjá Ólöfu með gamlan Siberian
Huskey í Lapplandi.
Búnaðarnám er ótrúlega
fjölbreytt og áhugavert
Búnaðarnám er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi
og lýkur með búfræðiprófi. Markmið búfræðináms er að
auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við
búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf, ekki síst á sviði
rekstrar, bútækni, jarð- og búfjárræktar. Námið gengur oft
undir nafninu Bændaskólinn.
Meðal þess sem fjallað er um í náminu er búfjárrækt,
jarðvegs- og umhverfisfræði, nytjaskógrækt, búvélafræði og
bókhald.
Möguleikar á sérhæfingu í náminu eru einkum á sviði
nautgripa-, sauðfjár- og hrossaræktar. Á Hvanneyri er nýtt
kennslufjós og nýleg fjárhús á Hesti. Þá er skólinn með frá-
bæra aðstöðu til kennslu í hrossarækt og hestamennsku.
Hluti búfræðinámsins felst í námsdvöl á einu af tæplega
80 kennslubúum, sem LbhÍ er með samstarfssamning við.
Þar dvelur nemandinn sem einn af fjölskyldunni í þrjá
mánuði og tekur þátt í daglegum störfum heimilismanna.
Eins og gefur að skilja starfa þeir sem ljúka tveggja ára
námi í búfræði flestir við landbúnaðarstörf en einnig starfa
margir innan stoð- og þjónustugreina landbúnaðarins.
Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði
almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga.
Hluti af tilraunareit í mosa-
dreifingartilraun í stígkanti göngu-
stígs að Skaftafellsjökli.
Jónasi Gunnlaugssyni opnaðist nýr
heimur þegar hann tók að sér land-
vörslu í friðlandinu á Hornströndum
en í kjölfarið ákvað hann að sækja
sér menntun við Landbúnaðarháskól-
ann þar sem sjónum er beint að þjóð-
görðum og verndarsvæðum.