Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 36

Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði. Landvarsla efld á nokkrum svæðum Einnig voru veittar rúmar 14 milljónir króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum í umsjá Umhverfisstofnunar. Verður fjármagnið nýtt til verkefna sem koma eiga til framkvæmda í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki, til gönguleiðarinnar „Laugavegarins“ og við Gullfoss. Jafnframt verður landvarsla og umsjón efld í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki og í Borgarfirði. Fjármunirnir í forgangsverkefni nýtast til að lagfæra og koma í veg fyrir frekari spjöll vegna ágangs ferðamanna. Stofnanirnar vinna að þessum verkefnum með ýmsum aðilum. Þetta eru viðbótarframkvæmdir á nokkrum mikilvægum svæðum þar sem mikið álag er á náttúruna og verndaraðgerðir mikilvægar. Gönguleiðir samtals um 90 km Framlagið sem Skógrækt ríkisins fær til verkefna á Þórsmörk verður nýtt til að greiða fæðiskostnað, fyrir efni, verkstjórn og annan kostnað við framkvæmdir sem unnar verða af sjálfboðaliðum á Merkursvæðinu. Munu hóparnir vinna áfram að uppbyggingu og lagfæringu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í framhaldi af því mikla og góða starfi sem starfsfólk Skógræktar ríkisins og sjálfboðaliðar hafa unnið þar á síðustu árum. Gönguleiðirnar eru samtals um 90 km að lengd og mikið verk óunnið í viðhaldi þeirra. Ýmsir hafa styrkt verkefni þessi undanfarin ár svo sem Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða, Pokasjóður, Ferðamálastofa, Umhverfissjóður Landsbankans o.fl. Leitað hefur verið eftir styrkjum frá fleirum svo hægt verði að gera enn betur. Ferðaþjónustan á svæðinu, sem er undir hatti Vina Þórsmerkur hefur stutt við verkefnið. Nú er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Þórsmerkursvæðið og verða framkvæmdir unnar í samræmi við það. /MÞÞ Aukið fé til gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í sumar: Sex milljónir til verndar og viðhalds Framlagið sem Skógrækt ríkisins fær til verkefna í Þórsmörk verður nýtt til að greiða fæðiskostnað, fyrir efni, verkstjórn og annan kostnað við fram- kvæmdir sem unnar verða af sjálfboðaliðum á Merkursvæðinu. Lagðar verða 6 milljónir króna í gönguleiðir á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði. Sigurður Skúlason skógarvörður á Norðurlandi kvaddur: 27 farsæl ár í Vaglaskógi Sigurður Skúlason, sem gegnt hefur stöðu skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Norðurlandi, lét af störfum um nýliðin mánaðamót, en hann hefur verið skógarvörður með aðsetur í Vaglaskógi í 27 ár. Við starfi hans tekur Rúnar Ísleifsson skógfræðingur. Starfsfólk Skógræktarinnar og Norðurlandsskóga heiðruðu Sigurð á síðasta vinnudegi hans og þakkaði Jón Loftsson skógræktarstjóri honum vel unnin störf. Sagði hann meðal annars að ekki væri hægt að hugsa sér að nokkur maður hefði gegnt starfi skógarvarðar á Norðurlandi betur en Sigurður. Þetta kemur fram á vef Skógræktar ríkisins. Fékk forláta kóreulífvið að gjöf Þröstur Eysteinsson, sviðstjóri þjóðskóganna, tók undir þetta í ávarpi og færði þeim hjónunum Sigurði og Margréti Guðmundsdóttur forláta kóreulífvið, Thuja koraiensis, sem hann hafði ræktað af fræi af tré á Hallormsstað. Kóreulífviður er hægvaxta og verður tíu metra hátt tré eftir á að giska 500 ár og 12 metrar eftir 1.000 ár. Þar er því sáð til framtíðar eins og Sigurður Skúlason hefur gert með störfum sínum á Vöglum og Margrét sömuleiðis. Hún er hins vegar ekki hætt störfum fyrir Skógræktina en heldur áfram að vinna gjaldkera- og skrifstofustörf í Kópavogi þar sem þau hjónin búa nú. Annar lítill kóreulífviður var afhentur hjónunum Rúnari Ísleifssyni og Valgerði Jónsdóttur sem nú flytja í skógarvarðarbústaðinn á Vöglum. Rúnar tók við skógarvarðarstarfinu í byrjun apríl en Valgerður er framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga. Hún hefur reyndar líka tekið við rótgrónu embætti í Vaglaskógi, að sjá um fræbanka Skógræktar ríkisins og uppfæra frælistann. Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, færði Sigurði og Margréti konu hans forláta kóreulífvið að gjöf fyrir vel unnin störf. Sigurður Skúlason þakkar fyrir sig. Rúnar Ísleifsson og Jón Loftsson hlusta. Nýr skógarvörður, Rúnar Ísleifsson, skoðar óværu á lerki ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, starfsmanni á Vöglum. Hallgrímur Indriðason hjá Skógrækt ríkisins slær á létta strengi, en sitjandi eru Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, formaður Skógræktarfélags S-Þingeyinga, og Sigurður Skúlason, fyrrverandi skógarvörður. Bændablaðið – Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 31 þúsund eintökum á 387 dreifingarstaði og 4.000 býli á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.