Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 42

Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar þakkaði Sigurgeir Hreinssyni fráfarandi formanni sambandsins vel unnin störf í þágu eyfirskra bænda á aðalfundi þess nýverið. Sigurgeir hefur samtals setið í stjórn BSE í 24 ára, þar af var hann formaður þess í 13 ár. Hann kom fyrst inn í stjórn árið 1986 og sat til ársins 2001, eftir örstutt hlé kom hann aftur inn í stjórnina árið 2005 og var þar til á liðnu ári, 2013 þegar hann lét af búskap og tók við stöðu framkvæmdastjóra BSE. Hann var formaður þess á sama tíma, frá 2005 til 2013 og einnig á árunum 1996 til 2001. Sigurgeir og Bylgja Sveinbjörns- dóttir eiginkona hans fengu áletraðan skjöld frá sambandinu þar sem honum eru þökkuð störf í þágu eyfirskra bænda en einnig „þökkuðu bændur Bylgju sérstaklega fyrir lánið á Sigurgeir í áraraðir,“ eins og Árni Arnsteinsson í Stóra-Dunhaga, stjórnarmaður í BSE, komst að orði. Þess má geta að Sigurgeir og Bylgja hlutu landbúnaðarverðlaun Bændasamtaka Íslands árið 1999 og nautgriparæktarverðlaun BSE 2004. „Sigurgeir hefur um langt skeið sinnt hagsmunum eyfirskra bænda og gert það vel, hann hefur lengi verið í brúnni í okkar sambandi auk þess að vera fulltrúi okkar á Búnaðarþingi og á fundum á vegum Landssambands kúabænda,“ segir Árni. Snemma beindist áhugi Sigurgeirs að búskap. Ungur að árum gat hann rakið ættir bæði kúa og kinda langt aftur í tímann og kunni góð skil á búi foreldra sinna. Það lá því beint við að hann aflaði sér frekari menntunar á því sviði með því að fara í Bændaskólann á Hvanneyri þaðan sem hann útskrifaðist sem búfræðingur árið 1977. Hófu búskap á Hríshóli 1981 Sigurgeir og Bylgja hófu búskap á Hríshóli árið 1981, fyrstu 16 árin í félagsbúi með foreldrum Sigurgeirs. Á Hríshóli var byggt nýtt fjós árið 2003 með nýjustu tækni innan dyra s.s. mjaltaþjóni og ýmsu fleiru. Árið 2008 kom Elmar sonur þeirra inn búskapinn með þeim. Sigurgeir og Bylgja hætta búskap vorið 2013. Hríshólsbúið hefur lengi verið með afurðahæstu kúabúum héraðsins og nokkrum sinnum í efsta sæti. Svipaða sögu er að segja af sauðfjárbúskapnum. Frá Hríshóli hafa komið á annan tug kynbótanauta inn á sæðingastöð og mörg hver reynst vel. Mjög virkur í félagsmálum Sigurgeir hefur verið mjög virkur í félagsmálum bænda. Hann var m.a. í undirbúningsnefnd fyrir stofnun Félags eyfirskra kúabænda 1985. Hann var einnig í fyrstu stjórn Félags sauðfjárbænda við Eyjafjörð 1985 og í fyrstu stjórn Kornræktarfélagsins Akurs 1997. Þá sat hann í stjórn BSE 1986-2001 og aftur 2005-2013, þar af formaður 1996-2001 og 2005-2013. Síðan framkvæmdastjóri BSE. Sigurgeir var fulltrúi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á aðalfundum Stéttarsambands bænda og einnig fulltrúi BSE á Búnaðarþingi. Hann sat í Kynbótanefnd Bændasamtaka Íslands í nautgriparækt, var í Fagráði í nautgriparækt og varaformaður í stjórn Landssambands kúabænda 2009-2011. Þá varð hann formaður stjórnar Bjargráðasjóðs 2013. /MÞÞ Hvatningarverðlaun BSE fóru til loðdýrabúanna Dýrholts og Rándýrs: Ósvikinn áhugi einkennir rekstur loðdýrabúanna Hvatningarverðlaun Búnaðar- sambands Eyjafjarðar 2013 fengu tvö loðdýrabú á svæðinu; Dýrholt ehf. í Dalvíkurbyggð og Rándýr ehf. í Grýtubakkahreppi. Að því fyrrnefnda standa hjónin Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson en því síðarnefnda hjónin Bergdís Hrönn Kristinsdóttir og Tómas Jóhannesson. Rándýr ehf., er elsta loðdýrabú landsins þó það hafi ekki alltaf verið rekið af núverandi eigendum en í það bú komu fyrstu minkarnir sem til landsins voru fluttir í desember árið 1970. Tómas hóf ungur að starfa á búinu, strax á upphafsárum þess og því má segja að hann hafi verið viðloðandi reksturinn alla tíð. Mest tæplega 30 loðdýrabú í Eyjafirði, nú eru þau tvö Lítil fjölgun var í loðdýraræktinni fyrsta áratuginn, en í kjölfar þess að tekið var upp kvótakerfi í hefðbundnum búgreinum í kringum árið 1980 fóru bændur í auknum mæli að huga að öðrum búgreinum sem kynnu að koma í stað þeirra hefðbundnum og eða að bæta upp þann samdrátt sem varð í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu. Loðdýraræktin var þá sú búgrein sem helst var litið til í því sambandi. Mikil uppbygging varð á næstu árum í greininni og í Eyjafirði var loðdýraræktin sterkust í nágrenni Dalvíkur annars vegar og í Grýtubakkahreppi. Sennilega voru refabú í Eyjafirði flest 17 árið 1985 og minkabúin voru 18 árið 1988. Á nokkrum búum voru báðar tegundir loðdýra og heildarfjöldi búa á þessum tíma hefur því verið tæplega 30. Ekki þarf að fjölyrða um þá erfiðleika sem greinin gekk í gegn um frá því um 1990 og næstu 15 ár þar á eftir. Árið 1991 voru skráð loðdýr í Eyjafirði 3.210 í 5 sveitarfélögum, en tæpum áratug síðar, árið 2000 voru 2.554 dýr á 7 búum. Árið 2010 hafði orðið sú breyting að einungis 2 loðdýrabú voru starfrækt í firðinum. Annars vegar Dýrholt í Svarfaðardal og Hörgárdal þar sem voru skráð 2.150 dýr og Rándýr í Grýtubakkahreppi með 2.260 dýr. Á báðum þessum búum eru einungis minkar. Taka fullan þátt í uppbyggingu greinarinnar Einar E. Einarsson ráðunautur RML í loðdýrarækt segir í umsögn um búin tvö að á þeim tíma sem hann hefur starfað sem ráðunautur í loðdýrarækt, frá árinu 1999 hafi búin verið til fyrirmyndar varðandi rekstur og góðar afurðir. Þrautseigja „Ef skoðuð er útkoma þeirra á gæðalistum okkar eða útkoma úr einstaka skinnasýningum má líka sjá að þau liggja bæði í hópi þeirra búa hér á landi sem hafa hvað besta framleiðslu. Oft er sagt að þrautseigja einkenni marga bændur en þeir aðilar sem standa að þessum búum eru heldur engin undantekning á því. Bæði búin liggja fyrir utan þéttustu kjarnana í minkarækt en hafa samt sem áður ekki látið það á sig fá og tekið fullan þátt í uppbyggingu greinarinnar með öðrum minkabændum, sem sannar að áhugi þeirra er ósvikinn,“ segir í umsögn Einars. /MÞÞ Ábúendur á Syðri-Bægisá, þau Helgi Steinsson og Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir, hlutu sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar árið 2013, en þau voru afhent á aðalfundi sambandsins nýverið. Veitt í ellefta sinn Verðlaunin voru veitt í ellefta sinn og samkvæmt sömu reglum og ávallt hafa gilt. Byggt er á niðurstöðum skýrsluhalds hjá þeim búum sem hafa eitt hundrað eða fleiri fullorðnar ær á skýrslum. Tekið er tillit til þriggja þátta, reiknaðs kjötþunga eftir fullorðna kind, gerðarmats og hlutfalls milli vöðva- og fitueinkunnar. Þá má sami aðili ekki fá verðlaunin nema á tíu ára fresti. Í ár var einmitt liðinn áratugur frá því að verðlaunin voru síðast veitt ábúendum á Syðri-Bægisá. Helstu niðurstöður úr skýrslum fyrir árið 2013 varðandi búið eru þær að fullorðnar ær voru 140, meðalkjötmagn eftir kind voru 28,5 kg. Veturgamlar ær voru 32, meðalkjötmagn eftir hverja veturgamla á voru 13,7 kg. Metnir dilkar voru 177 talsins, fallþungi var 17,4 kg, gerðarmat 10,7, fita 7,6 og hlutfall gerð/fita 1,41. Flest verkfæri kynbótastarfsins hafa verið nýtt Fram kom við afhendingu verðlaunanna að ábúendur á Syðri- Bægisa væru ágætt dæmi um bændur sem með elju og dugnaði ná árangri. Ötullega hefur verið unnið að kynbótum á sauðfé og góðum aðbúnaði sem eftir er tekið. Dilkar hafa verið vænir og feikivel gerðir. Snyrtimennska einkennir jafnframt búið að Syðri-Bægisá. Flest verkfæri kynbótastarfsins hafa verið nýtt og Helgi hefur verið í forsvari fjárræktarfélagsins í sinni sveit og haldið uppi ágætu starfi. Búið að Syðri-Bægisá er því gott dæmi um að þegar menn tileinka sér hinar bestu aðferðir í kynbótum, fóðrun og umönnun eigins búpenings uppskera menn í samræmi við það. /MÞÞ Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar 2013: Árangur næst með elju og dugnaði Anna Baldvina Jóhannesdóttir, sem rekur loðdýrabúið Dýrholt í Dalvíkurbyggð ásamt Skarphéðni Péturssyni manni sínum, tekur við hvatningarverðlaunum Búnaðarsambands Eyjafjarðar úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur, formanns sambandsins. Verðlaun voru veitt á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar á dögunum. Frá vinstri eru Helgi Steinsson, Syðri Bægisá, sem hlaut sauðfjárræktarverðlaun, Anna Baldvina Jóhannesdóttir frá Dýrholti í Dalvíkurbyggð sem hlaut ásamt loðdýrabúinu Rándýri í Grýtubakkahreppi hvatningarverðlaun BSE og Guðmundur Guðmundsson, sem stendur ásamt eirum að félagsbúinu Hallandi, en búið hlaut nautgriparæktarverðlaun BSE að þessu sinni. Hríshólshjónum þökkuð vel unnin störf Bylgja Sveinbjörnsdóttir og Sigurgeir Hreinsson hlutu viðurkenningu frá stjórn BSE á aðalfundi sambandsins, en Sigurgeir hefur sinnt stjórnarstörfum á vegum þess í rúmlega tvo áratugi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.