Bændablaðið - 16.04.2014, Page 45

Bændablaðið - 16.04.2014, Page 45
45Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is • FARMER L 850 – 3 skeri • FARMER M 850 – 4 skeri • FARMER M 950 – 4 skeri • FARMER MS 950 Vario – 4 skeri • FARMER MS 950 Vario – 5 skeri TIL AFGREIÐSLU STRAX PLÓGAR FRÁ SÁRASPREY FYRIR ÖLL DÝR · Einstaklega græðandi · Hægir á blæðingu · Dregur úr sársauka og kláða · Myndar filmu og hlífir sári · Vinnur gegn bakteríu- og sveppamyndun · Íslensk framleiðsla NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2012 Siglufjörður · Sími 460 6900 · info@primex.is · www.primex.is Fæst hjá dýralæknum, hesta- og búvöru- verslunum um land allt Hreindýraveiðar: Nær 80 á biðlista eftir veiðileyfi Hreindýrum hefur fjölgað mjög á Íslandi á síðustu áratugum og veiðar á hreindýrum hafa einnig aukist. Þrátt fyrir stórauknar veiðar telja margir að þær dugi samt ekki til að halda stofninum inna skynsamlegra marka. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, hafa veiðar aukist verulega frá 1995 þó dregið hafi umtalsvert úr veiðum aftur á síðustu þrem árum. Árið 1995 voru veidd 329 hreindýr og voru veiðarnar á svipuðu róli næstu árin. Það var ekki fyrr en 1999 að veiðarnar komust í 409 dýr og voru komnar í 553 dýr árið 2003. Síðan jukust veiðarnar ört og árið 205 voru veidd 855 hreindýr, 1037 dýr árið 2006 og 1283 dýr árið 2007. Metveiðar árið 2009 Efnahagshrunárið 2008 varð verulegur kippur í veiðunum, en þá voru felld 1529 dýr. Árið 2009 voru svo felld 1549 dýr sem er það mesta sem veiðst hefur. Á árinu 2010 voru svo felld 1.229 dýr og 1.001 árið 2011. veiðarnar fóru svo niður í 993 dýr árið 2012, en endanlegar tölur fyrir 2013 liggja ekki fyrir hjá Hagstofunni, en heimilt var að veiða 1.229 dýr á síðasta ári. Þar af var heimild gefin fyrir veiðar á 606 törfum og 623 kúm. Reiknað er með að talan verði svipuð í ár. Gríðarlegur áhugi á veiðum Áhuginn á veiðunum skortir ekki og í fyrra barst 3.581 gild umsókn og varð því að draga um hverjir hrepptu hnossið. Árið 2013 var annað árið sem veiðimenn þurftu að hafa lokið skotprófi áður en þeir máttu halda til veiða. Á árinu 2012 gátu menn fengið endurgreitt veiðileyfi ef þeir skiluðu inn leyfinu ef þeir stóðust ekki skotprófið. Talsvert mun hafa verið um slíkt. Um það var þó ekki að ræða í fyrra, þar sem öllum átti þá að vera ljóst að þeir þurftu að fara í gegnum skotpróf til að fá veiðileyfið. 78 veiðimenn voru á biðlista í byrjun apríl Síðasti greiðsludagur staðfest- ingargjalds hreindýraveiðileyfa fyrir árið 2014 var 31. mars sl. Þeir sem ekki greiddu fyrir 1. apríl misstu þá tilkall til leyfisins og Umhverfisstofa gat þá úthlutað örðum leyfinu. Þann 10. apríl voru samtals 78 á biðlista eftir að fá leyfi til veiða á 9 veiðisvæðum. Það er ekki ókeypis að stunda hreindýraveiðar því veiðileyfi kostar 20.000 krónur fyrir hverja kú og 33.750 fyrir tarf. Þá á eftir að tala kostnað við byssu og annan búnað, ferðalög gistingu og veiðileiðsögn. Hreindýr á Klausturseli.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.