Bændablaðið - 16.04.2014, Side 47

Bændablaðið - 16.04.2014, Side 47
47Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Þessar systur sem Guðni Ágústsson er þarna með heita Valdís (til vinstri) og Sigrún Bjarnadætur. Sigrún bjó í Húnakoti í Þykkvabænum en nú á Hellu, en Valdís býr í Reykjavík. Þær prjóna þessa bjórvettlinga fyrir útihátíðir og fleira. Systurnar gáfu Guðna bjórvettling á lokahófi á Klörubar á Kanaríeyjum fyrir skömmu og færðu honum Víking bjór. að auki . Íslenskara gat það ekki verið og sögðu þær við Guðna að ef hann færi á Landsmót Hestamanna á Hellu eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum væri vettlingurinn mikilvægur. „Hún er hlý blessuð ullin og lopavettlingurinn svíkur engan en þær systur selja vettlingana eins og heitar lummur,“ sagði Guðni. í samtali við Bændablaðið við komuna til landsins. Væntanlega tekur hann systurnar á orðinu og skellir sér með bjórvetlinginná Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu í lok júní. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Bústjóri á sauðfjárbú Leitum að öflugum einstaklingi/pari til starfa á sauðfjárbú í Dalasýslu. Um er að ræða fullt starf á sauðfjárbúi með 1.250 fjár og 25 geldneyti. Aðstaða er góð, fjárhús með gjafagrindum og góðri sauðburðaraðstöðu. Sauðfjárbúið er staðsett á Lambeyrum í Dalasýslu sem eru 20 km frá Búðardal en þar er verslun, leikskóli, grunnskóli auk þess sem nýlega er hafin dreifnámskennsla á framhaldsskólastigi. Starfs- og ábyrgðarsvið: Allt sem við kemur daglegum rekstri á sauðfjárbúi, svo sem vinna við gjafir, sauðburð, skýrsluhald, sæðingar, smalamennskur o.fl. Auk þess þarf viðkomandi að sjá um ýmislegt viðhald á útihúsum, vinnu við heyskap, skítmokstur , viðhald girðinga o.fl. Hæfniskröfur: Reynsla af landbúnaðarstörfum og dráttarvélavinnu. Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Sveigjanlegur vinnutími með miklu vinnuálagi á ákveðnum árstímum. Menntunarskilyrði: Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur hinsvegar er jákvætt ef viðkomandi hefur menntun á sviði landbúnaðar. Launakjör, vinnutími og húsnæðismál: Vinnutími er breytilegur með miklu álagi á ákveðnum árstímum. Launakjör samkvæmt samkomulagi en miðað er við föst mánaðarleg laun. Afnot af góðu og nýlega byggðu einbýlishúsi með 4 svefnherbergjum getur verið hluti af launakjörum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en það er þó samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar: Umsóknarfrestur er til 1. maí 2014 og skulu umsóknir sendar skriflega á lambeyrar@simnet. is. Nánari upplýsingar veitir Daði Einarsson í síma 863-7702 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 REYKJAVÍK S: 414-0000 / AKUREYRI S: 464-8600 / www.VBL.is Verð án skóflu kr. 6.990.000 án vsk. Verð með skóflu kr. 7.150.000 án vsk. Skráning kr. 20.000 Verð miðast við gengi DKK 20,8 TIL SÖLU Zetor Proxima 100 96 hestöfl. ALÖ ámoksturstæki með þriðja sviði og „softdrive“ Helsti búnaður Proxima 100 • 4 cl mótor í umhverfisflokki Tier lll með ERG turbinu og intercooler • Án Ad blue eldsneytisblöndunar og flókins rafeindabúnaðar • Mótorhitari • Gírkassi mekanískur 12x12 með vendigír í mælaborði • Tvöföld þurrkúpling • Ökuhraði 40 km/klst • Öflugt framdrif með miðlægu læstu drifi og nafbremsum • Aflútak 540 og 540e sn/min. • Vökvadæla 60 l/min 200 bar • Vökvastýri með sjálfstæðri vökvadælu • Opnir beislisendar Cat ll • Dráttarkrókur og dráttarbeisli • Lyftigeta beislis er 4150 kg • 3 x 2 vökvaúrtök að aftan • Vagnbremsuventill • Vandað ökumannshús með þægilegu vinnuumhverfi • Pústurrör á húshorni • Stillanlegt ökumannssæti • Rúðuþurrkur að framan og aftan með hreinsivökva • Vinnuljós á þaki húss að framan og aftan, aukaljós í grill auk ökuljósa • Dekk 380/70R 24 og 480/70R 34 • Útvarp • Farþegasæti • Þyngd vélar án ámoksturstækja, 3630 kg Bújörðin Skálholt auglýst til ábúðar Kirkjuráð íslensku þjóðkirkjunnar, f.h. kirkjumálasjóðs, auglýsir lausa til ábúðar jörðina Skálholt, landnúmer 167166, Biskupsstungum, sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Ábúðarsamningur verður til fimm ára frá og með 1. júní 2014, með möguleika á framlengingu. Ábúðarsamningnum fylgir starf ráðsmanns á Skálholtsstað, sem gerður verður sérstakur ráðningarsamningur um. Sjá nánari upplýsingar á kirkjan.is ALL BAJA MTZ RADIALS FEATURES Gáfu Guðna bjórvettlinga – og íslenskan bjór að auki í sólinni á Kanaríeyjum Bændablaðið kemur næst út 8. maí

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.