Bændablaðið - 16.04.2014, Síða 50
50 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014
Fréttaskýring – evrumál og ESB
Franski sambandsríkissinninn François Heisbourg varaði Íslendinga við upptöku evru í fyrirlestri í síðustu viku:
Skaut helstu rökin fyrir aðild að ESB í kaf
– segir framkvæmd evruvæðingar vera mistök sem gangi ekki upp og spáir pólitískri sprengingu í mikilvægum ríkjum
Hugsanleg aðild Íslands að
Evrópusambandinu undir
þeim formerkjum að taka upp
gjaldmiðilinn evru er enn í
umræðunni, þrátt fyrir að árum
saman hafi skoðanakannanir sýnt
að meirihluti þjóðarinnar vilji
ekki ganga í Evrópusambandið.
Þær skoðanakannanir voru
reyndar að engu hafðar þegar
ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri-grænna ákvað að sækja
formlega um aðild að ESB í júlí
2009. Þessar aðildarviðræður
voru síðan settar á ís af sömu
ríkisstjórn á vordögum 2013 en
pólitískar deilur um framhaldið
hafa nú klofið þjóðina í herðar
niður. Þjóðaratkvæðagreiðsla
um hvort það eigi að halda
áfram viðræðum eða ekki, á
fyrrnefndum forsendum, yrði að
öllum líkindum sem bensín á það
ófriðarbál sem kynnt hefur verið
upp að undanförnu.
Rökin fyrir inngöngu í ESB og
upptöku evru skotin í kaf
Frá því að sótt var um aðild að ESB
2009 voru helstu, og lengi vel nánast
einu rökin fyrir aðild þau, að íslenska
krónan væri ekki lengur nothæf sem
gjaldmiðill. Því væri eina raunhæfa
leiðin til að skipta um gjaldmiðil að
ganga í ESB og myntbandalag þess í
framhaldinu og taka upp evru. Sömu
aðilar hafa á sama tíma blásið á alla
aðra möguleika eins og hugmyndir
um myntsamstarf væri tekið upp við
Noreg og Kanada.
Það var því afar sérstakt að
heyra það af fyrirlestri franska
prófessorsins François Heisbourg
í Háskóla Íslands í síðustu
viku, að evran gæti gengið af
Evrópusambandinu dauðu.
Heisbourg er mikill sambands-
ríkissinni og einn kunnasti
sérfræðingur Evrópu í öryggis- og
alþjóðastjórnmálum. Hann gaf
á síðasta ári út bókina „Endalok
evrópska draumsins“ sem vakið
hefur töluverða athygli. Heisbourg
kom hingað til lands á vegum
Alþjóðamálastofnunar Háskóla
Íslands og Rannsóknarseturs um
nýsköpun og hagvöxt. Samtökin
Þjóðráð og Heimssýn stóðu einnig
að fyrirlestrinum.
Heisbourg sagðist í fyrirlestri
sínum eiga mjög erfitt með að skilja
rökin fyrir því að Íslendingar taki upp
evru við núverandi aðstæður. Hann
sagðist hafa komið hingað til lands
rétt áður en efnahagskerfið sprakk
í loft upp haustið 2008. Hann hafi
því haft ágætt tækifæri til að meta
stöðuna hérlendis frá þeim tíma. Þó
að hann segðist hvetja Íslendinga
til að ganga í Evrópusambandið
hvatti hann þá líka til að halda sig
víðs fjarri evrunni. Athygli vekur
að það er þvert á þá skoðun sem
endurspeglast í nýlegri skýrslu
Alþjóðamálastofnunar HÍ.
Aðferðarfræði glundroða og ótta
Sú aðferðarfræði sem ESB-
aðildarsinnar hafa beitt til að reyna
að sannfæra Íslendinga um að aðild
sé besta lausnin fyrir Ísland, er mjög
vel þekkt í alþjóðapólitík. Hún
byggir í grunninn á því að skapa fyrst
umræðuglundroða í samfélaginu, ala
á ótta og fá fólk til að trúa því að
ákveðin öfl hafi lausn á hvernig sé
hægt að tryggja fólki öryggi á ný.
Fræðin ganga síðan út á að ef það
tekst að skapa nægan glundroða og
vekja nægan ótta þá sé hægt að fá
fólk til að samþykkja nánast hvað
sem er. Þessi aðferðarfræði kom
t.d. sósíalþjóðernissinnum Hitlers
til valda í Þýskalandi í kjölfar seinni
heimsstyrjaldarinnar og kreppunnar
miklu 1930.
Á Íslandi lýsir þetta sér í því
að alið er á þeim ótta að við séum
gjörsamlega ófær um að standa á
eigin fótum og getum ekki rekið
þjóðfélagið sjálf. Krónan sé ónýt og
því verði ekki bjargað nema með því
að ganga í ESB og taka upp evru.
Bandarísk yfirvöld notuðu þessa
sömu aðferðarfræði t.d. til að fá
almenning í landinu til að samþykkja
innrás í Víetnam, Írak, Líbíu og
Afganistan svo eitthvað sé nefnt.
Oftast var farið þá leið að skapa
óstjórnlegan ótta við kommúnista og
síðar talíbana sem bandarísk yfirvöld
bjuggu reyndar til í baráttu gegn
vondum kommúnistum. Yfirvöld
í Washington beittu líka sömu
aðferðarfræði þegar reynt var að fá
almenning í Bandaríkjunum til að
samþykkja botnlausan fjáraustur til
að bjarga bandarískum einkabönkum
eftir hrunið 2008. Sú tilraun mistókst
reyndar í fyrstu atrennu og lög um þá
fjárveitingu voru kolfelld í þinginu.
Samt var ekki stoppað heldur beitt
aðferðinni maður á mann, þar til
sá fjáraustur fékkst samþykkur á
þinginu, án þess meira að segja að
skilyrt væri hvernig peningar til
bankanna væru nýttir.
Angela Merkel kanslari
Þýskalands beitti nákvæmlega
sömu aðferðarfræði þegar hún
sá fram á að þýska þjóðin var að
rísa upp til að andmæla fjáraustri í
bankakerfið. Hún fullyrti þá að mikil
hætta væri því að evran hryndi og
þar með tilurð ESB ef Þjóðverjar
og aðrar aðildarþjóðir samþykktu
ekki stórkostlegar lánveitingar
til Grikkja. Hún náði sínu fram á
elleftu stundu, en samt voru það
ekki í raun Grikkir sem áttu að fá
peningana að lokum, heldur þýskir
og franskir bankar. Þeir höfðu tapað
stór í vanhugsuðum lánveitingum
til fyrirtækja, m.a. þýskra, sem
voru með umsvifamikinn rekstur í
Grikklandi. Þau höfðu m.a. byggt
upp mikla væntingabólu í kringum
gríska ferðamannaiðnaðinn, líkt og
hvíslað er um að sé nú líka að byrja
að gerast á Íslandi.
Samskonar aðferðarfræði var lík
notuð á eftirminnilegan hátt þegar
fyrrverandi ríkisstjórn Íslands
reyndi að fá þjóðina til að taka á sig
Icesave-skuldbindingar sem hún bar
enga ábyrgð á. Það var einungis fyrir
inngrip Ólafs Ragnars Grímssonar
forseta sem ríkisstjórninni tókst ekki
að framkvæma það ætlunarverk sitt.
Tvær skýrslur
Tvær skýrslur hafa komið fram að
undanförnu sem fjalla um stöðu mála
varðandi umsóknaraðild Íslands. Í
því sambandi er vert að hafa í huga
að mjög hefur verið haldið á lofti af
þeim sem aðhyllast aðild, að lítið mál
sé að fá undanþágur fyrir flestum
þeim frávikum sem Íslendingar
vilji gera varðandi sjávarútvegs- og
landbúnaðarmál. Fyrri skýrslan sem
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
vann fyrir utanríkisráðherra var lögð
fram á Alþingi sló þessar röksemdir
þó út af borðinu. Þar sagði m.a.:
„Reynsla annarra þjóða sýnir að
erfitt hefur reynst að fá varanlegar
undanþágur frá sameiginlegri stefnu
Evrópusambandsins enda þýðir aðild
að land tekur upp hina sameiginlegu
stefnu. Hægt er að fá tímabundnar
undanþágur en þær eru teknar upp
í gerðir sambandsins og breytingar
á þeim verða einungis gerðar á
grundvelli þess. Þegar um er að
ræða sérlausnir, sem kann að verða
samið um, þarf að taka skýrt fram í
aðildarsamningi um það ef þær eiga
að verða varanlegar.“
Skýrsla Alþjóðastofnunar
Háskóla Íslands
Seinni skýrslan, sem er upp á 133
síður var kynnt 7. apríl, en hún
var unnin af Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands. Var hún unnin
fyrir félög þar sem forystumenn
hafa opinberlega haldið mjög á lofti
nauðsyn þess að aðildarviðræðum
að ESB verði haldið áfram. Þetta
eru Alþýðusamband Íslands, Samtök
atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands
og Félag atvinnurekenda. Skýrslan
snýst að verulegu leyti um að færa
rök fyrir því að viðræðum við ESB
verði ekki slitið. Á blaðsíðu 5 í
skýrslunni segir m.a.:
„Í viðtölum skýrsluhöfunda við
embættismenn ESB og fulltrúa
aðildarríkjanna kom fram skilningur á
sérstöðu Íslands en á hinn bóginn var
lögð áhersla á að samningaviðræður
væru auðvitað samningaviðræður.
ESB myndi aldrei gefa ádrátt um
eftirgjöf í neinu málefni fyrirfram.
[feitletrun blm.]“
Höfundar skýrslunnar telja
mikinn hag af því fyrir Íslendinga
að taka upp evru. Um það segja þeir
m.a.:
„Þegar allt þetta er dregið saman,
auk þess að taka tillit til þess mikla
viðskiptaábata sem alþjóðleg og
greiðsluhæf mynt getur sannanlega
fært smáþjóðum, verður ekki önnur
ályktun dregin en að upptaka
evru með aðild að myntbandalagi
Evrópu muni fela í sér gríðarlegan
velferðarábata fyrir Ísland,“ segir
m.a. í skýrslu Alþjóðastofnunar.
Í skýrslu Alþjóðamálastofnun
ar HÍ er hamrað á nauðsyn þess
að taka upp evru hér á landi og að
evran geti verið lykillinn að afnámi
gjaldeyrishafta. Þá sé upptaka
evrunnar ekki eins mikið mál og
andstæðingar hafi viljað vera láta,
því það þurfi ekki að taka nema þrjú
ár að taka upp evru.
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingar, lagði út af skýrslunni
á Alþingi og túlkaði hana svo að þar
kæmi fram að Ísland gæti „tekið upp
evru mjög fljótt eftir aðild að ESB“.
„Aðild að evru er ekki fjarlægur
möguleiki eftir mjög langan tíma,"
sagði Árni Páll.
Upptaka evru tæki að lágmarki 8
ár og hugsanlega 14 ár
Niðurstöður skýrsluhöfunda og
formanns Samfylkingarinnar
eru vissulega athyglisverðar, en
ljóst að skoða verður þær í víðara
samhengi. Margsinnis hefur
nefnilega komið fram að upptaka
evru í gegnum inngöngu í ESB
er ferli sem tekur mörg ár. ESB-
aðildarsinninn Friðrik Jónsson,
sem m.a. hefur starfað hjá Alþjóða
gjaldeyrissjóðnum í Washington
DC, er þó greinilega talsvert
jarðbundnari en skýrsluhöfundar og
Árni Páll. Hann er m.a. með BA og
MA í alþjóðasamskiptum og MBA
í alþjóðaviðskiptum og segir m.a. í
bloggi sínu 8. apríl sl.:
„Með einfaldri bjartsýnis-
stærðfræði aðildarsinnans mín þá
lítur ferlið að upptöku Evru á Íslandi
í besta falli svona út: 2-3 ár að klára
samning, 2 ár að klára samþykkt
aðildarsamnings á Íslandi og í ESB,
2-3 ár að verða aðili að ERMII og
2-3 ár að verða aðili að evrunni. Það
eru að lágmarki 8 ár (ef núverandi
ríkisstjórn setur allt af stað aftur á
morgun) en líklega nær 11 árum – og
ef viðræður fara ekki í gang aftur
fyrr en eftir lok þessa kjörtímabils –
jafnvel 14 árum. Það þýðir að Ísland
gæti kannski tekið upp evruna árið
2028…!“
Nafnlausir heimildarmenn og
trúverðugleikinn
Það hefur einnig vakið mikla athygli
að í skýrslu Alþjóðastofnunar
Háskóla Íslands, sem er undir hatti
æðstu vísindastofnunar þjóðarinnar,
skuli ítrekað vera vitnað í nafnlausa
heimildarmenn um stöðu viðræðna.
Þá er líka áhugavert að skoða þá miklu
áherslu sem Alþýðusamband Íslands,
Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð
Íslands og Félag atvinnurekenda,
hafa lagt á að Ísland gangi í ESB,
enda kostuðu þau gerð skýrslunnar.
Þá hafa þessi samtök notið dyggs
stuðnings áhrifamanna í pólitík og
vísindasamfélagi varðandi rökin um
nauðsyn þess að taka upp evru. Þar
má t.d. formann Samfylkingarinnar,
prófessora við Háskóla Íslands eins
og hagfræðiprófessorinn Þórólf
Matthíasson og hagfræðidoktorinn
Gylfa Magnússonar og fyrrverandi
viðskiptaráðherra. Hann sagði m.a. í
viðtali við Reuters snemma árs 2009
þegar verið var að undirbúa grunninn
að aðildarumsókn:
„En ef við viljum trúverðugan
gjaldeyri með trúverðugan
seðlabanka að baki honum þá virðist
sem svo að evran sé rökréttasta
skrefið.“
Dómsdagsspárnar sem
ekki rættust
Talandi um trúverðugleika er
mönnum hollt að skoða þann þátt
sérstaklega í ljósi umræðunnar að
undanförnu. Flestir fyrrnefndra aðila
voru t.d. í hópi þeirra sem lögðu
áherslu á að íslenskur almenningu
tæki á sig alla ábyrgð af Icesave-
brölti Landsbanka Íslands í Bretlandi.
Banka sem var einkabanki og alls ekki
rekin á ábyrgð íslenska ríkisins. Einn
helsti talsmaður þeirrar hugmyndar
var doktor Gylfi Magnússon
þáverandi viðskiptaráðherra sem
sagðist ekki geta hugsað þá hugsun
til enda ef Icesave-samningur
þáverandi ríkisstjórnar við Breta og
Hollendinga yrði felldur. Í viðtali á
Stöð tvö þann 26. júní 2009 mælti
hann þessi fleygu spádómsorð:
„Kúba norðursins“
„Þá væri bara einfaldlega allt í
uppnámi. Öll samskipti okkar
við erlend ríki, áætlun Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins, lánasamningarnir
frá Norðurlöndum og raunar líka
bara hversdagslegir hlutir eins og
alþjóðleg bankaviðskipti.“ Og
fréttamaður spyr: Hér myndi sem
sagt allt stöðvast? - „Við værum bara
eiginlega búin að einangra okkur
frá umheiminum og komin aftur á
Kúbustig, við yrðum svona Kúba
norðursins.“
„Lífskjör hér hrynja gjörsamlega“
Þórólfur Matthíasson sem einnig
hefur haft sig talsvert frammi í
ESB og evrumálinu fór mikinn
í samtali við Stöð tvö varðandi
tilraun ríkisstjórnarinnar til að knýja
Íslendingar til að gangast í ábyrgð
fyrir Icesave. Hann sagði að allt færi
hér á verri veg ef Íslendingar neituðu
að borga Icesave:
„Við erum búin að fá ítrekun á
greiðslur eins og á Icesave og við
sinnum þeim ekki. Þá gerist það
að lánveitendur okkar vilja ekki
láta meira fé af hendi rakna og
þá hrynur krónan. Hún fer niður
fyrir allt sem við höfum nokkurn
tíma þekkt og lífskjör hér hrynja
gjörsamlega. Atvinnuleysi eykst,
þannig að við erum að horfa upp á
alveg hrikalega sviðsmynd. Ég bara
vona að það komi ekki til þess að
slíkar sviðsmyndir rætist.“
Allir vita hvernig fór. Forsetinn
tók málið úr hendi ríkisstjórnarinnar
og lét þjóðina um að ákveða hvað hún
vildi gera varðandi Icesave. Skemmst
er frá að segja að samningarnir voru
kolfelldir í tvígang og dómsdagsspár
fræðimannanna rættust ekki.
Um áreiðanleika orða Þórólfs
Matthíassonar prófessors um málefni
landbúnaðarins þarf varla að fjölyrða
hér. Margt af því sem hann hefur
skrifað og rætt um í fjölmiðlum, í
skjóli „akademísks frelsis“, hefur
ítrekað verið hrakið. Nú síðast af
framkvæmdastjóra Landssambands
kúabænda.
Tilurð ESB byggð á
sérskilgreindu verkefni
Fyrirlestur François Heisbourg
var um margt áhugaverður og
lýsti hann þar vel tilurð og þróun
Evrópusambandsins. Hann
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
François Heisbourg með bók sína Endalok evrópska draumsiins.