Bændablaðið - 16.04.2014, Síða 51

Bændablaðið - 16.04.2014, Síða 51
51Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 margítrekaði líka á fundinum að þó hann væri ekki hrifin af þróun evrunnar þá væri hann einlægur stuðningsmaður þess að ESB þróaðist yfir í það að verða einskonar „Bandaríki Evrópu". Heisbourg rifjaði upp tilurð ESB og sagðist viljandi kalla það „verkefni“ sem væri harla óvenjulegt í pólitísku lífi fólks og þjóða. Framvindan markaðist ekki af samhangandi þróun þjóðfélaganna heldur sem fyrir fram markað verkefni. Evrópusambandið væri á sama hátt sérskilgreint verkefni eins og tilurð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var á sínum tíma. Sagði Heisbourg mikilvægt að menn hefðu þetta í huga í umræðu um Evrópusambandið. Hluti að ástæðu fæðingar ESB væri sú staðreynd að menn hafi viljað koma í veg fyrir að reynsla tveggja heimsstyrjalda og Kalda stríðsins að auki myndu endurtaka sig. Hann segir að tíminn sem það tekur að þróa ESB sé ekki hindrun í sjálfu sér. Það hafi t.d. tekið um 70 ára eftir að lýst var yfir sjálfstæði Bandaríkja Ameríku, þar til öll ríkin fengu sama gjaldmiðilinn í formi dollars. Heisbourg sagði að öll tilvist ESB byggði á samstarfi fyrrverandi pólitískra og hernaðarlegra óvinaríkja, Frakklands og Þýskalands. Þar væri gengið út frá því að ef þessi tvö pólitískt ólíku ríki gætu komist að samkomulagi um einhverja hluti væri engin ástæða til að önnur ríki Evrópu gætu ekki samþykkt slíkt hið sama. Skref ESB í átt að Bandaríkjum Evrópu Heisbourg sagði einnig að árið 1989 hefðu orðið tímamót í þróun ESB. Það hafi verið kreppan sem kölluð hafi verið lok kalda stríðsins og sameining þýsku ríkjanna. Bæði Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hafi lagt blessun sína yfir þetta, sem leiddi til enn nánari samskipta ríkjanna. Á fundi í byrjun desember 1989 hafi verið gerð grundvallarsamþykkt um að Evrópusambandið yrði bæði efnahagslegt og pólitískt ríkjasamband. Þýskaland samþykkti að leggja niður þýska markið og þess í stað yrði tekinn upp evra sem sameiginlegur gjaldmiðill frá 1995. Sagði Heisbourg að rökin sem lögð hefðu verið fyrir þýsku þjóðina hefðu verið að evran yrði reist á forsendum þýska marksins. Þar með hefði verið tekið nýtt skref í átt að Bandaríkjum Evrópu. Andstaða við sambandsríkjahugmyndina í Frakklandi Heisbourg segir að frá þessum tímapunkti hafi ESB verið rekið á forsendum efnahagslegs samruna en pólitíski hlutinn lagður til hliðar. Með því hafi verið gerð grundvallarmistök. Síðan hafi Maastricht-samningurinn frá 1992-1993 komið í kjölfarið, sem samþykktur hafi verið í Frakklandi með mjög naumum meirihluta. Það hafi þýtt að mikil andstaða hafi verið í Frakkalandi við sambandsríkjahugmyndina, ólíkt afstöðu Þjóðverja sem vildu herða ferlið. Því hafi krafturinn fyrir pólitískri sameiningu í raun endað þarna. Eigi að síður hafi útþensla ESB haldið áfram í krafti efnahagssjónarmiða. Allt hafi leikið í lyndi fram yfir aldamótin 2000, fjöldi aðildarríkja hafi tvöfaldast og efnahagsvöxtur verið 2-3%. Fyrsta óveðursskýið var innrásin í Írak Benti hann á að gallinn í myntsamstarfinu hefði hins vegar falist í togstreitu vegna vaxtamunar og ólíkra aðstæðna á milli nýju ríkjanna og Þýskalands. Fyrsta óveðursskýið á pólitískum himni ESB hefði verið styrjöldin í Írak 2003. Þá hefðu Bretar þurft að taka á kvörðun um hvort þeir færu út í innrás í Írak með Bandaríkjamönnum. Það hefði þýtt að þeir drægju sig um leið út úr öllu hernaðarsamstarfi á vegum ESB. Það varð ofan á og Bretar drógu hermenn sína frá Evrópu. Heisbourg líkti hernaðarsamvinnu ESB án Breta við það að vera með evruna án Þjóðverja. Frakkar og Hollendingar kusu gegn nánari pólitískum samruna Hann segir að annað óveðursskýið hafi hrannast upp þegar ESB ákvað að setja pólitíska samrunann aftur á dagskrá 2005 og það var kallað stofnanasáttmáli. Fyrirbærið hafi verið endurspeglun á því sem gert var í Bandaríkjunum upp úr 1780 til að styrkja ríkjasambandið með því að undirbúa sameiginlega stjórnarskrá. Í Evrópu komu strax upp miklir hnökrar þegar tvö stofnendaríkjanna, Frakkaland og Holland, kusu gegn stjórnskipunarlegum samningi. Þriðja pólitíska óveðursskýið var heimskreppan 2008 Heisbourg sagði að þriðja óveðurskýið hafi svo verið heimskreppan 2008 sem átt hafi upphaf sitt í Kaliforníu. Þá hafi verið álíka efnahagsskekkja í kerfinu í Evrópu og olli hruninu í Bandaríkjunum. Gallinn var að það hafi skort nauðsynlega innviði í Evrópu til að takast á við evruvandann. Spánn hafi verið gott dæmi um að efnahagskerfið gengi ekki upp. Þar hafi verið gríðarlegur vöxtur fyrir hrun sem allir hafi litið á sem jákvæðan hlut. Sama átti við um Írland og Grikkland. Gjá hefur myndast milli ríkjanna í norðri og suðri Hann segir að nú sé staðan nú orðin sú að á Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi hafi velviljinn í garð ESB fallið um 20% og haldi áfram að falla. Þar spili inní mikið atvinnuleysi og gjá hafi myndast milli ríkjanna í norðri og suðri sem sé stórhættulegt. Mikið atvinnuleysi á Spáni og á Ítalíu sé nú búið að vera viðvarandi í 5-6 ár. Þegar slíkt gerist verði ekki auðvelt að fá fólk sem hefur jafnvel aldrei á ævinni fengið vinu til að fara út á vinnumarkaðinn. Árangurinn sé mikill samdráttur í efnahag viðkomandi ríkja. „Evran getur aldrei orðið markmið samruna ESB“ Möguleikarnir felast að mati Heisbourg m.a. í því að setja framtíð Evrópusambandsins ofar framtíð evrunnar, því evran geti aldrei verið megin markmið samruna ríkjanna. „Ef það á hins vegar að bjarga evrunni, þá verður að innleiða stefnu, sem mun snúa íbúunum gegn Evrópusambandinu eða gegn því frjálsræði sem ríkir innan ESB. Þá eru menn um leið klárlega að gera eitthvað rangt eins og við höfum verið að sjá gerast í einstökum ríkjum innan ESB.“ Þarna á Heisbourg við það að til að bjarga evrunni þarf að setja verulega aukna fjármuni úr ríkissjóðum ESB ríkjanna, flytja þá í bankakerfið og úr vösum almennings. Slíkt muni almenningur aldrei samþykkja og því snúast gegn ESB. Björgun evrunnar þýðir stórhækkuð framlög evruríkjanna „Möguleikarnir varðandi evruna út af fyrir sig eru þrír. Einn er að klára að mynda sambandsríki Evrópu. Til þess þyrftu aðildarríkin að samþykkja að vísa meiri völdum til Brussel og að leggja ESB til 10% landsframleiðslunnar í skatttekjur til að mynda skattagrunn sambandsins.“ Sagði Heisbourg vandann vera að pólitíkusar sem töluðu fyrir slíku í Róm, París eða Berlín myndu ekki einu sinni fá að ljúka málin sínu. „Slíkt mun ekki gerast á næstu tíu til tuttugu árum.“ Hann segir að vegna þess að fjármálamenn hafi margir brennt sig illa í árásum á evruna í byrjun kreppunnar, þá muni menn hafa svigrúm með evruna í nokkur ár, þangað til fjármálamennirnir fari aftur á kreik. „Á næstu árum mun verða pólitísk sprenging í mikilvægum ríkjum“ Hann segir að fulltrúar á Evrópuþinginu séu að verða mjög þreyttir á að ráðstafanir sem gerðar hafa verið séu litlu að skila. Efnahagsvöxtur sé sáralítill. Atvinnuleysi sé fast í um 12% á evrusvæðinu. „Einhvers staðar, einhvern tíma á næstu árum mun verða pólitísk sprenging í mikilvægum ríkjum.“ Hann segir það nánast borðleggjandi. Ekki sé eins augljóst að á meðan menn hafi verið að innleiða margvíslega þætti sem stuðla eigi að auknum samruna, þá hafi menn á sama tíma verið að vinna að endurreisa bankakerfið á grundvelli einstakra ríkja. Nefnir hann sem dæmi að stóru bankarnir fjórir í Frakklandi sem áður hafi verið á alþjóðlegum markaði, spili nú á innanlandsgrunni. Sama hafi gerst í Þýskalandi og ítalska bankakerfið hafi í raun aldrei farið út úr þessum þjóðlega fasa. Spánn sé svo ótrúlegt dæmi út af fyrir sig og þar hafi sama þróunin átt sér stað. Heisbourg segir niðurstöðuna vera þá að það sé tæknilega og rekstrarlega tiltölulega auðvelt sé fyrir þessi lönd að ganga út úr evrusamstarfinu þegar og ef þau telja það skynsamlegt. Með öðrum örðum evruríkin eru á fullu að undirbúa það að evran líði undir lok og ætla þá að vera tilbúin til að taka upp eigin gjaldmiðla að nýju. Evran eykur á vandann Heisbourg segir að vegna þess hversu miklum fjármunum er búið að verja í evrukerfið þá muni menn reyna að halda því áfram. Staðreyndin sé hins vegar sú að evran auki á vandann í samskiptum ríkja í frjálsu flæði vinnuafls milli landa. Bendir hann á Svíþjóð og Danmörku sem dæmi þar sem þeim ríkjum gangi vel vegna þessa að þau eru enn með sinn eigin gjaldmiðil. Með öðrum orðum að evran sé ekki að skila tilætluðu hlutverki sínu. Hvað varðar mögulega gliðnun og flótta ríkja úr ESB sagði hann: „Ég veit ekki hvað gerist með Skotland og ekki heldur með Bretland og Evrópusambandið þó ég telji að Bretar muni áfram vera innanborðs." Ísland í verstu mögulegri stöðu „Ég held að þið hafið sett ykkur í verstu mögulegu stöðuna. Þið eruð að fullu tengdir evrópska efnahagskerfinu með innleiðingu reglna með öllum sínum skyldum án þess að vera í Evrópusambandinu. Ef eitthvað fer úrskeiðis mun Evrópusambandið fyrst taka tillit til sinna eigin aðildarríkja. Þegar hlutirnir fóru á versta veg 2008 þá urðuð þið fyrir barðinu á Bretum og Hollendingum en höfðuð enga talsmenn innan sambandsins. Meðan þið eru í evrópska efnahagssvæðinu er betra fyrir ykkur að vera í ESB. Ég veit þó ekki hvort það sé gott fyrir ykkur að fara sömu leið og Svisslendingar sem eru ekki inna evrópska efnahagssvæðisins heldur með beina gagnkvæma samninga við sambandið. Þar eigi Svisslendingar í talsverðum erfiðleikum með að höndla þá samninga en ESB eigi þó erfitt með að hunsa Svisslendinga vegna landfræðilegra stöðu þess ríkis. Þá stöðu hafi Íslendingar ekki enda með íbúafjölda sem er ekki nema 1/25 af íbúafjölda Sviss og efnahagskerfi í sömu hlutföllum." Hann sagði einnig að Pólland hafi hagnast verulega í kreppunni með því að vera aðili að ESB en halda sínum gjaldmiðli og vera ekki í evrusamstarfinu. Íslendingar eiga ekki að innleiða evru Heisbourg sagðist vilja ráðleggja Íslendingum að horfa ekki til innleiðingar evrunnar. Hann sagðist ekki vita hvort slíkt reyndist ómögulegt í viðræðum um inngöngu í ESB, en á það yrði þá að láta reyna. Ísland hefði sterk rök fyrir því í ljósi kreppunnar að standa utan evrusvæðisins. Grikkir hefðu verið betur settir án evru Benti hann líka á stöðuna í Grikklandi þar sem ESB hefði gengið of langt með innleiðingu evrunnar. „Ef þeir hefðu ekki haft evruna hefðu hlutirnir ekki orðið eins erfiðir og þeir urðu. Það hefði ekki orðið auðvelt, eins og við vitum af reynslunni af flöktandi vaxtamun, en við hefðum aldrei þurft að horfa upp á sex ára samdrátt, fjölda atvinnuleysi og hættu á kerfishruni annan hvern mánuð eins og við höfum þurft að horfa upp á.“ Írar verr settir með evruna Þá benti hann einnig á að Írland hafi verið fórnarlamb evrunnar í vissum skilningi, sem hafi drifið áfram fasteignabólumyndunina og spillingu. Því hafi Írar verið verr settir með evruna en án hennar. Hins vegar hafi Írar noti aðstoðar vegna þess að þeir voru aðilar að ESB og hafi ekki verið hlunnfarnir af aðildarþjóðunum eins og Íslendingar vegna áfalla sem þeir urðu fyrir. „Það hefði ekki verið eins auðvelt að sniðganga ykkur ef þið hefðuð verið aðilar að ESB. Ég held að Bretar hefðu ekki þorað að gera það sem þeir gerðu gagnvart ykkur með því að setja á ykkur hryðjuverkalög ef þið hefðum verið aðilar að ESB.“ Evran hefur leitt til sundrungar Sagði hann að evran hafi neytt forysturíki ESB þjóðanna til að taka upp stefnu sem hefur samdráttar- og sundrungaráhrif, bæði innan landa og á milli landa. Lýðræði og traust hafi minnkað sem rekja mætti til þess hvernig spilað hafi verið úr hlutunum eftir kreppuna. Íbúar innan ESB líti enn á sín eigin lönd sem grundvöll lýðræðisins en ekki ESB. Kosningaþátttaka í öllum kosningum Evrópuþingsins hafi stöðugt farið minnkandi á síðustu 35 árum eða úr 60% og sé nú komin niður í um 40%, þrátt fyrir inngöngu nýrra ríkja þar sem hún er hlutfallslega mikil. Óvíst hvað muni gerast í kosningum í maí. Sagði hann þær kosningar æði tvíbentar. Um leið og það væri nauðsynlegt fyrir lýðræði ESB að hugarfar breyttist og kosningaþátttaka ykist, þá óttaðist hann að aukin kosningaþátttaka muni leiða til þess að öfgastefnur og öfgaflokkar fái aukið vægi á Evrópuþinginu. Þetta var tilraun sem mistókst „Þetta var tilraun sem mistókst. Við verðum að hætta við þessa tilraun,“ sagði Heisbourg og átti þar við evruna. Miðað við þessi orð virðist vera hrein fjarstæða fyrir Íslendinga að nota þau rök að nauðsynlegt sé að gerast meðlimur í ESB til þess að geta gengið í myntbandalag ESB. Rangar fullyrðingar um að evran sé mikilvægasta myntin Önnur rök fyrir aðild að ESB og upptöku evru sem haldið hefur verið að Íslendingum, er að það sé eina skynsamlega leiðin vegna þess að lang stærsti hluti viðskipta Íslendinga fari fram í evrum. Þessi rök eru líka haldlaus þar sem fullyrðingin er einfaldlega röng samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands sem Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins vakti athygli á fyrir skömmu. Í þeim gögnum kemur fram að 56% útflutnings frá Íslandi frem fram í dollurum, en einungis 27% í evrum. Það eru einmitt útflutningstekjurnar sem skipta aðal máli fyrir hagkerfið. Þá er 36% innflutningsins gerður í dollurum og 32% í evrum. Þess má einnig geta að 7% útflutningsins er greiddur með íslenskum krónum og 3% innflutningsins. Þannig hafa hver rökin af öðrum fyrir mikilvægi þess að taka upp evru hér á landi reynst ýmist haldlaus eða byggð á röngum fullyrðingum. Rangar fullyrðingar um hátt matvælaverð Harðir aðildarsinnar að ESB hafa líka hvað eftir annað haldið á lofti háu verði á matarkörfunni á Íslandi. Þess vegna sé brýn nauðsyn á að ganga í ESB. Hér séu nær allir hlutir miklu dýrari en í Evrópu og þá ekki síst landbúnaðarafurðir. Þetta er einnig rangt ef mark er takandi á tölum Eurostat, hagstofu ESB. Lítið fer þar svo umræðu um þróun mála í Evrópusambandinu sjálfu og hvaða áhrif upptaka evru á Spáni og á Ítalíu hafði til stórhækkunar verðlags. Hundruð milljóna lögð í að sannfæra Íslendinga Afar hávær hópur hefur síðan, með dyggri aðstoð frá ESB og með liðsinni fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins, Timo Summa, reynt að telja Íslendingum trú um mikilvægi aðildar. Hefur ESB eytt hundruðum milljóna í þessa vegferð hér á landi. Reynt hefur verið að slá á gagnrýni um aukna samþjöppun valds og að ESB stefni í að verða sambandsríki. Eins og fram kom í erindi Heisbourg er takmarkið hins vegar einmitt að búa til sambandsríki eða „Bandaríki Evrópu“ eins og hann nefndi það. Þá bendir margt til að enn meiri samþjöppun valds sé líka nauðsynleg ef myntsamstarf ESB ríkjanna á að geta gengið upp. Greinilegt er á orðum François Heisbourg að ef Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið, þá verði menn að finna einhver önnur rök fyrir því en að brýn nauðsyn sé á inngöngu til að taka upp evruna.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.