Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 54

Bændablaðið - 16.04.2014, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Kúagripasæðingar 2013 Framhald Enn höldum við áfram að rýna í sæðingarstarfsemina undanfarin ár. Fróðlegt er að sjá hvernig sæðingar skiptast niður á milli mánaða. Verulegur munur er á fjölda sæðinga milli mánaða en línan er svipuð flest árin. Fram að árinu 2013 var eins og það drægi úr fjölda 1. sæðinga seinni hluta ársins en það breytist á árinu 2013. Trúlegasta skýringin á þeim viðsnúningi er sú að markaðurinn kallaði eftir meiri mjólk og þess vegar eru kýr látnar lifa lengur og þá ekki síður að kvígur hafi verið sæddar yngri en áður. Áfram virðist fækka sæðingum yfir sumartímann. Flestar sæðingar þetta árið eru í desember og síðan í janúar. Eins og alltaf eru þær fæstar í September. Á mynd 1 má sjá fjölda 1. sæðinga eftir mánuðum síðastliðin þrjú ár. Mynd 2 sýnir hlutfallslegan fjölda sæðinga eftir mánuðum. Þar sést betur sú breyting sem verður á sæðingum í lok árs 2013 miðað við fyrri ár. Á mynd 3 má sjá hvernig fanghlutfall er eftir mánuðum. Eins og alltaf er það best yfir sumartímann. Ýmsar ástæður eru fyrir því en kannski eru það mestu fréttirnar að munurinn skuli ekki vera meiri milli mánaða. Það sýnir að bændum tekst almennt að halda kúnum í góðu jafnvægi yfir fóðrunartímann. En það tekst misvel upp eins og sjá má á þessari mynd þá er munur á milli ára mikill. Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ Nautastöð Bændasamtaka Íslands Þá skoðum við hvernig hélt við ákveðnum nautum á árinu 2013. Við byrjum á óreyndum nautum og á mynd 1 má sjá að alls voru 26 óreynd naut notuð í 150 1. sæðingum eða fleiri á árinu 2013. Sambærileg tala fyrir árið 2012 var 28 naut. Á myndinni kemur fram árangur þessara nauta. Meðal fanghlutfall þeirra er 71,1 %, sem telst gott, og hittir á að vera nákvæmlega það sama og fyrir ungnaut árið 2012. Á mynd 2 má sjá að á á árinu 2013 voru notuð 18 reynd naut (20 á árinu 2012) í 150 sæðingum eða fleiri. Árangur þeirra sést á mynd hér fyrir neðan en hann er að meðaltali 62,9%. Það er verulegt fall frá fyrra ári þar sem fanghlutfall var metið 66,5%. Þar ræður töluverðu að nautin úr árgangi 2006 virðast nýtast frekar illa. Bæði Baldi 06010 frá Baldursheimi og Kambur 06022 frá Skollagróf, sem eru nautsfeður, eru metnir með slakt fanghlutfall. Sama gildir um önnur naut í árgangi 2006 eins og t.d. Dynjanda 06024 frá Leirulækjarseli og Víðkunn 06034 frá Víðiholti. 50% 55% 60% 65% 70% 75% 80% 03 01 4 H eg ri 05 00 8 H ry gg ur 05 02 6 Ba ug ur 05 02 8 Vi nd ill 05 03 4 Fr am i 05 03 9 Rö sk ur 05 04 3 Bi rt in gu r 06 00 3 Ko li 06 01 0 Ba ld i 06 02 2 Ka m bu r 06 02 4 D yn ja nd i 06 02 9 H ja rð i 06 03 4 Ví ðk un nu r 07 01 4 Sa nd ur 07 01 7 Rj óm i 07 04 1 H ún i 07 04 6 To pp ur 07 04 7 Lö gu r Mynd 2 Árangur, reynd naut 2013 - 150 eða fleiri sæðingar Árangur óreyndra og reyndra nauta 2013 45% 50% 55% 60% 65% 70% 75% 80% 11 00 2 Ku nn in gi 11 00 4 Sú ga nd i 11 00 7 G ým ir 11 00 8 H at tu r 11 01 0 Af li 11 01 1 St ól pi 11 01 7 Fá ni 11 02 1 O tu r 11 02 2 Va tn ar 11 02 3 Sk al li 11 02 6 Tr os i 11 02 9 D ja ss 11 03 1 St or m ur 11 03 8 G or m ur 11 04 1 Vi nd ur 11 05 0 La xi 11 05 1 Ro ði 11 05 4 Sk el lu r 11 05 8 O tt ó 11 05 9 Kó ng ur 11 06 1 Ö xn da l 11 06 3 Sæ r 11 06 6 Ö lla ri 11 06 8 Ta nd ri 11 07 0 Br yt i 11 07 9 Kj ar ni Mynd 1 Árangur, óreynd naut 2013 - 150 eða fleiri sæðingar Sandur 07014. Dynjandi 06024.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.