Bændablaðið - 16.04.2014, Side 55

Bændablaðið - 16.04.2014, Side 55
55Bændablaðið | Miðvikudagur 16. apríl 2014 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sumarbeit mjólkurkúa Aðstæður til beitar eru mjög breytilegar frá einu búi til annars. Kemur þar margt til, m.a. hve langt er frá fjósi í hentugt beitiland og hversu greið leiðin er í beitilandið. Heppilegt er talið að beitiland mjólkurkúa sé ekki meiri en 1 km. frá fjósi. Við skipulagningu beitar má velja ólíkar leiðir og ekki sú sama sem hentar best alls staðar. Það fyrirkomulag sem valið er þarf að taka mið af aðstæðum á hverjum stað og hve stóran hluta fóðursins beitinni er ætlað að vera. Beitarkerfi eru misjafnlega vinnufrek og dýr í framkvæmd. Mjólk úr kúm sem eru á mikilli og góðri beit er oft með hærra efnainnihald en mjólk úr kúm á innifóðrun. Hún er fitu- og próteinríkari og inniheldur meira af ákjósanlegum fitusýrum og andoxunarefnum. Nauðsynlegt er að kýr hafi alltaf ótakmarkaðan aðgang að fersku drykkjarvatni. Þó svo að stutt sé í fjós og aðgang að vatni þar drekka kýrnar vatn ef það er einnig að finna í beitarhólfinu. Beitarkerfi Til eru ótal útfærslur á beitarkerfum sem byggjast þó í grundvallaratriðum á randbeit eða hólfabeit af einhverju tagi. Oft er þessum aðferðum beitt samtímis. Randbeit er oftast notuð á gæðamikla og verðmæta beit sem er í takmörkuðu magni. Á það t.d. við um grænfóður. Með henni má ná góðri nýtingu beitarinnar sem þó getur orðið á kostnað afurða eftir grip ef of langt er gengið. Árangursrík randbeit er fremur vinnufrek beitarstjórnun. Til hagræðis er gott að hafa beitarlínuna langa svo að ekki þurfi að færa rafstrenginn eins oft. Stykki sem búið er að randbeita bíta kýr ekki aftur sama sumar vegna traðks og kúaskíts eftir beitina. Þegar beitilandinu er skipt niður í nokkur hólf er talað um hólfabeit. Hólfabeit gefur kost á að ná hámarksafurðum eftir grip en á kostnað lakari beitarnýtingar. Með góðri stjórnun má þó ná nærri jafn góðri nýtingu og við randbeit ef beitt er á hvert hólf aftur og aftur en í stuttan tíma í senn. Milli beitarlota getur þurft að snyrta hólfin með því að slá þau. Hægt er að fá hækkunarsett neðan á diskasláttuvélar til að sláttunándin verði hæfileg. Dagleg vinna er minni en við randbeit en meiri kostnaður í girðingum og hliðum. Stöðug beit. Beitt er á stór hólf í lengri tíma, eldri tún, úthagi og há. Lítil vinna og fjárfesting í girðingum til beitarstjórnunar. Lakari nýting beitarinnar. Aðlögun af innifóðrun yfir á beitina Mikill munur er á beit og innifóðrun og því mikilvægt að kýrnar fái góðan tíma til að aðlagast beitinni. Gott er að byrja að láta kýrnar út í nokkurn tíma áður en gróður er tilbúinn til beitar. Í fyrstu er kúnum síðan beitt á eldri tún með fullri gjöf. Það er áramunur hvenær spretta hefst og tún verða tilbúin til beitar og eins hve snemma er hægt að sá grænfóðri. Spretta túna er hæg í fyrstu en eykst með hækkandi hitastigi. Um mitt sumar nær hún hámarki, svo hægir á henni aftur. Það fer því vel á því að með hraðari sprettu aukist hlutur beitarinnar. Beitarframboð er varla nægjanlegt til að fullnægja fóðurþörfum kúnna af gróffóðri fyrr en grasið er komið í um 10 cm. Rannsóknir sýna að át kúa á beit vex með aukinni grashæð í yfir 25 cm. Sé beitargróðurinn lágvaxinn dregur úr áti því þá þurfa kýrnar að fara um stærra svæði til að fylla sig. Fræðilega er talað um að íslenskar kýr ættu að geta mjólkað 20-22 kg mjólkur af beit. Ekki er þó raunhæft að ætla þeim að mjólka meira en 16-18 kg við venjulegar aðstæður þó beitin sé góð og skipulag hennar gott. Ekki ætti að draga úr kjarnfóðurgjöf á hámjólka kúm með beit og ekki minnka hana of hratt hjá öðrum kúm í byrjun beitartímans. Til að nýta sem best afurðagetu mjólkurkúa á beit er nauðsynlegt að gefa þeim verkað gróffóður með beitinni allt sumarið. Þannig er áhrifum af fóðurbreytingum sem geta orðið þegar skipt er á milli beitarhólfa og milli túnbeitar og grænfóðurs haldið í lágmarki. Einkenni beitargróðurs snemma sumars Lystugleiki plantna hefur áhrif á fóðurupptöku á beit. Kýr velja gjarnan tegundir eins og hvítsmára ef hann er í túninu. Vallarýgresi, vallarfoxgras, hávingull og vallarsveifgras eru allt lystugar grastegundir. Snemma á sprettustigi eru grös með háan meltanleika (orkuríkt), próteinrík og lystug. Þau innihalda hins vegar lítið af tréni og geta af þeim sökum haft óæskileg áhrif á vambarumhverfið. Það er því nauðsynlegt að gefa verkað gróffóður sem inniheldur hæfilega mikið tréni með beitinni. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar beitin er stór hluti fóðursins. Vanti tréni í fóðrið er hætta á að kýr fá efnaskiptasjúkdóma eins og súra vömb. Næringargildi grasa lækkar eftir því sem líður á sumarið og þau þroskast, þau verða grófari, tréni eykst en próteininnihald og meltanleiki lækkar. Með aukinni sprettu og þroskastigi þarf að varast að ofmeta ekki gæði beitarinnar og skipta tímanlega yfir á orkuríkari beit, há eða grænfóður. Lækkun á próteini með aukinni sprettu er mun hraðari en á orku og þarf að hafa það í huga við val á kjarnfóðri. Breytilegt er milli grastegunda hve hratt prótein lækkar, t.a.m. er hún hraðara hjá vallarfoxgrasi en vallarsveifgrasi. S tór i r skammtar af köfnunarefnisgjöf á beitiland geta valdið mjög háu próteininnihaldi grasa fyrst eftir áburðargjöf. Það getur leitt til þess að kýr fái annað hvort þembu eða nítrít eitrun. Gjöf á verkuðu gróffóðri með beitinni á að hindra að það gerist. Í byrjum beitartímans er kúm hætt við graskrampa sem er afleiðing af magníumskorti. Einkum er hætta á þessu fyrstu dagana eftir áburðargjöf með kalíáburði. Er þá mikið kalí í grösunum sem hindrar nýtingu á magníum. Grænfóður til beitar Til að fá góða beit þegar líður á sumar og fram á haust er nauðsynlegt að grænfóður sé megin hluti beitarinnar. Ýmsir kostir eru í boði við ræktun grænfóðurs til beitar. Fljótsprottnar tegundir má rækta til beitar snemma sumars. Árferði ræður mestu um hvenær þær eru tilbúnar til nýtingar en það flýtir fyrir ef hluta grænfóðursins er sáð eins snemma og færi gefst. Byrja má að beita á grænfóðrið þegar það hefur náð 10-20 cm hæð. Sumarrýgresi, bygg, sumarhafrar og vetrarrýgresi geta verið komin í þessa hæð 40-60 dögum eftir sáningu. Tíminn ræðast af árferði og eins hve snemma er sáð. Tíminn er heldur lengri ef snemma er sáð vegna þess að hitastig er þá lægra. Sumarrepja þarf aðeins lengri tíma til að ná 20 cm hæð. Bygg, hafra og sumarrepju þarf að randbeita og gott að byrja ekki of seint á því vegna þess að þessar tegundir geta verið fljótar að spretta úr sér. Fyrir þessar tegundir má miða við að 30-35 kúm dugi hálfur hektari og hann þarf að beita á um 15 dögum. Rýgresistegundirnar hafa það fram yfir aðrar grænfóðurtegundir að þær gefa góðan endurvöxt. Orkuinnihald sumarrýgresis lækkar hratt eftir skrið en vetrarrýgresi heldur orkugildinu betur við aukinn þroska. Til þess að hafa alltaf í boði úrvals beit á rýgresi má slá það þegar sprettan er orðin of mikil og nýta svo endurvöxtinn til beitar. Vetrarrepja er sú grænfóðurtegund sem best hentar til beitar síðla sumars og á haustin. Vetrarrepju sem er sáð í byrjun maí má jafnvel byrja að beita í júlí í 15-20 cm hæð eða snemma í ágúst í 20-30 cm hæð. Ef sáð er seint í maí eða byrjun júní er hún kannski tilbúin til beitar síðast í ágúst og komin í 30-50 cm hæð. Mikilvægt er að kýr sem eiga að mjólka vel og er beitt er á vetrarrepju hafi einnig aðgang að túni til beitar og að þær séu fóðraðar á heyi með beitinni. Fóðurnæpa hentar vel til haustbeitar. Hún þarf heldur lengri sprettutíma en vetrarrepjan. Sumir sem hafa reynt að rækta næpur til beitar hafa gefist upp á því. Ástæðan er sú að í byrjun kunna kýrnar ekki átið á næpunni og þurfa þær tíma til að komast upp á lag með það. Aðlögun af beit yfir á innifóðrun Þegar styttist í að hætt verði að beita kúnum undir haust þarf tímanlega að minnka hlut beitarinnar í heildarfóðri kúnna. Til að forðast of skarpa fóðurbreytingu þarf að gefa þessu nokkurn tíma. Ef haustbeitin er fóðurkál eða fóðurnæpa og beitt er lengi fram eftir hausti er æskilegt að beitin hafi ekki of mikið vægi í fóðruninni þar sem allra veðra er von og dagar á beit geta jafnvel fallið niður. Eins skal ekki beita kúnum á kál eftir frostnótt fyrr en líður á dag vegna hættu á að kýrnar verði fyrir nítríteitrun. Mikilvægir minnispunktar • Gefa góðan aðlögunartími frá innistöðu til beitar og frá beit til innistöðu. • Gott framboð beitar allan beitartímann, bæði magn og gæði. • Beita á gott sáðgresi fyrri hluta sumars og grænfóður seinni hluta sumars. • Alltaf sé aðgengi að hágæða viðbótarfóðri. • Alltaf sé aðgengi að hreinu drykkjarvatni. • Kýrnar hafi þurrt svæði til að liggja á og jórtra. • Hafa fjósið opið fyrir kýrnar. • Verja kýrnar fyrir sólbruna. • Láta kýrnar ekki standa úti og híma í vondu veðri. Eiríkur Loftsson Ábyrgðamaður í jarðrækt hjá RML el@rml.is Ársfundur Byggðastofnunar mánudaginn 28. apríl 2014 Miðgarði, Skagafirði. Dagskrá ársfundar: Kl. 13:00 Setning fundarins, Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:05 Ávarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Kl. 13:20 Þóroddur Bjarnason, ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:35 Aðalsteinn Þorsteinsson, skýrsla forstjóra Byggðastofnunar. Kl. 13:50 Afhending „Landstólpans“ samfélags- viðurkenningar Byggðastofnunar. Í tengslum við ársfund Byggðastofnunar 2014 verður haldin málstofa með yfirskriftinni „Hvernig má svæðaskipta Íslandi með tilliti til byggðaaðgerða“. Málstofan hefst klukkan 14:00. Að loknum framsögum verða umræður og fyrirspurnir. Málstofunni lýkur ekki síðar er klukkan 16:00. Allir velkomnir. Mikill munur er á beit og innifóðrun og því er mikilvægt að kýrnar fái góðan tíma til að aðlagast beitinni. Lystugleiki plantna hefur áhrif á fóðurupptöku á beit. Kýr velja gjarnan tegundir eins og hvítsmára ef hann er í túninu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.