Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 50
44
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
að geta mín, vel, og furðu rétt skilið. Hún var búin að því, áður
en hún fekk kverið sem ég sendi henni. Ekkert bréf hef ég fengið
frá Winnipeg, nýlega.
Eg fór til Innisfail nýlega. Hafði svo „alkohols“-veizlu um
kveldið hjá „gamla Benza“ með „Bjarna frænda,“ tengdaföður
þínum og Eldon. Þar var glaumur mikill og kveðnar hátt margar
ramstuðlaðar vísur. Svo komst ég til Eldons, drakk þar enn meira
og át flesk; strauk svo heim í húðaregni og náttmyrkri; háttaði
heima, svo hvergi var þur þráður á mér að innan né utan, og
vaknaði næsta morgun: frjálslegur og glanzandi eins og nýsleginn
túskildingur. Þessar taugar eru enn til í mér.
Þér leiðist þarna, Jón minn, sem von er. Það eru flestir á ein-
hvern-hátt „fátækir fjarri sínu.“ En blessaður, láttu þér samt líða
vel. og komdu svo með tímanum aftur, til að láta þér líða betur.
Vinsamlegast, S. G. Stephansson.
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnested,
Esq., Calgary, Alta. Alta] Alberta. Einar hrósar okkur Vestmönnum\
Einar Hjörleifsson Kvaran (1850-1938), rithöfundur og ritstjóri ýmissa
blaða, fyrst í Winnipeg (Heimskringlu, Lögbergs), síðan í Reykjavík og á
Akureyri, lengst ísafoldar, 1895-1901 og 1909. Hér er átt við ritdóm
Einars um Áferð ogflugi eftir Stephan G. Stephansson í Isafold 6 janúar
1900, bls. 1-2. til Matthíasar] Matthíasar Jochumssonar, sbr. bréf Step-
hans G. Stephanssonar til Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar 27. maí 1900
(Bréf og ritgerðir I, bls. 100-102). úr [. . .] grein minni um Manga
Bjarnason] í Heimskringlu 13. apríl 1899, bls. 2-3. „A ferð og flugi“\
Stephan G. Stephansson, A ferð og flugi. Kvæðabálkur, Reykjavík: Jón
Ólafsson, 1900. „Svava“\ alþýðlegt mánaðarrit, 1-6, Gimli, Manitoba,
1895-1904. Gísli] Gísli M. Thompson (1863-1908), útgefandi og ritstjóri
Svövu. „Freyja“] kvenfrelsisblað, 1-12, Selkirk, 1898-1901, Winnipeg,
1902-1910.
Tindastóll, Alta, 10 febr. 1901
Góði vin, Kérnesteð.
Kæra þökk fyrir kvæðið, bréfið og alla viðkynning góða. Ég
hef trassað ögn að svara þér, rétt „uppá sett,“ af því ég sá af