Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 148
142
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
hvorki ný til komin né skaðleg, og áætlaði að auki hvenær þeim mundi
ljúka. I Akademíunni í Flórenz var flutt erindi sama efnis, þar sem einnig
var sýnt fram á að þakka megi þessu þokumistri hina góðu uppskeru í ár.
Því má bæta við, að ofangreind þoka, sem um alla Evrópu hefur verið
talin til sjaldgæfra fyrirbrigða heitustu mánuði ársins, er algeng og venju-
leg á Kopareyju í Kamtsjatkahafi frá miðjum júní til miðs ágúst. Eins og
áður fylgir mistrinu óvenjulega ofsafengið veðurfar. Þann 13. ágúst laust
eldingu niður í St.Markúsarkirkjuna í Romoredo þar sem presturinn,
sem er 84ra ára, stóð og messaði fyrir altarinu. Hann kastaðist í gólfið og
meiddist lítillega á höfði en messuskrúðinn sviðnaði. Bikarinn með vín-
inu og hin vígða Hostia köstuðust einnig í gólfið. Almennt varð þetta þó
prestinum til láns, því nú les hann gleraugnalaust og gengur glaður og
hress um kirkjuna, en átti áður erfitt um gang og hafði gengið með gler-
augu í 50 ár.18
Skaftáreldar
Hinn 5. september birtist loks fyrsta fréttin af Skaftáreldum, í
Kwbenhavns Efterretningerá9
I bréfi frá Islandi dags. 24. júlí er eftirfarandi frétt: Fyrsta hvítasunnudag
brauzt út eldur úr Skaftárfjalli í Skaftafellssýslu, sem olli því að Skaftá
tæmdist og breyttist í grjóturð; 2 kirkjur og 8 stórir bóndabæir hafa
eyðzt. Brennandi efnið breiðist yfir landið eins og vatn, og bræðir allt og
eyðir sem það kemur nálægt. Stærð eldvatns þessa er 7 mílur á breidd og
15 á lengd. Loftið er svo þrungið mistri, reyk, ösku og sandi, að því er
líkast sem landið allt sé þoku hulið. Þar sjást háir klettar sem áður var
flatt land. Hið nýmyndaða land brennur sömuleiðis ennþá.
10. september birta svo Fyens Stifts almindelige Aviser mun
ítarlegri frétt af Skaftáreldum, þ.e. stóran hluta af bréfi Súncken-
bergs kaupmanns til stjórnar Islandsverzlunarinnar, sem fréttin í
Kwbenhavns Efterretningar var byggð á. Fréttin fylgir hér í heild
sinni:
18 Fyens Stifts almindelige Aviser, 76. tbl., 22. sept. 1783: Bréf dags. 17. sept. í
Nederelven.
19 Kwbenhavns allene Kongelig priviligerede Adresse-Contoirs með Posten for-
sendende Efterretninger, 170. tbl., 5. sept. 1783. Þessi frétt er byggð á bréfi frá
J.C. Sunckenberg (1757-1806), kaupmanni í Holmens Havn (Reykjavík).