Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 54
48
STEPHAN G. STEPHANSSON
SKÍRNIR
í Wpg. að ég held? Fólk hans er nálægt Husawick. Hvernig líður
trúmálum Nýja-Islands, og heldur þú að séra „Rúnki“ leggi
mikið af því undir þá hjálendu af Guðsríki, sem nefnir sig
„íslenzka kirkjufélagið" þegar það stássar ekki með langa titi-
linum af tagl-hnýttu orðunum? Hvað er rætt um skáldskap í
Wpgog N. ísl.?
Þarna færðu spurningar til bréfs-efnis næst, og hef ég þó ekki
lagt mig til, á spurninga-heimskunni nærri út í það sárasta. Beztu
kveðjur, og hlotnist þér góður og langur stúfur af „Nýju Old-
inni,“ tímanum, sem kendur er Guði, meina ég, en ekki blaðinu,
sem Jóni var eignað. -
Vinsamlegast, Stephan G. Stephansson.
Athugasemdir og skýringar: Bréfið hefur utanáskriftina: Jón Kérnesteð,
Esq., Husawick, Man. Möggu okkar rit-Freyju] Margrjet J. Benedictsson
(1866-1956), ritstjóri Freyju. Fúsa vorum Selkirking] Sigfús B. Bene-
dictsson (1865-1951). Stebba Guttormsson] Stephan Guttormsson
(1877-1959), son Guttorms Þorsteinssonar. af „Nýju Öldinni"] Öldinni,
Tímariti til mentunar og fróðleiks, 1-14, Winnipeg, 1893-1896. sem Jóni
var eignað] Jóni Ólafssyni (1850-1916), ritstjóra Aldarinnar.
Tindastóll, Alta, llta maí, 1901.
Jón minn góður.
Eg kem til að láta þig vita, að ég sé enn „uppá þyljum“; en
stutt verður bréfið og efnis-laust. Þökk fyrir bréf, meðtekið fyrir
löngu, en síðan það kom, hef ég verið í manntals-annríki, heim-
flutning, byggingum, sáning og kvefi! Alveg uppgefinn við skrift-
ir, og sunnudaginn í dag, er ég sokkinn í kvennfólk og kaffi-
drykkjur. Helztu fréttir eru innflutningur mikil; nokkrir landar
að heiman, frá Argyle og víðar, og ef til vill, von á fleirum. Yfir
höfuð, líður fólki hér eftir venju. Tíð köld og þur.
Ekkert staklega fallegt hef ég lesið nýlega á íslenzku, nema
kvæði eftir Guðm. Friðjónsson í „Sunnanfara." „Árni“ hans í
„Urðarbás“ er líka eitt þeirra kvæða, sem bóklega framtíð eiga,
stórskorið, en tæplega jafnvel gert. Brotið af „Aldamóta-óð“ Jóns
Ólafssonar, þykir mér bezt af þeim kvæðum. Einars Benedicts-