Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 96
90
GUDRUNLANGE
SKÍRNIR
54. Uggik lítt, þótt leggi,
landvprðr, saman randir,
várat virðar stœri
vellauðigr, mér dauða,
meðan skerjarðar, Skarði,
skorð man ek fyr norðan,
hvpss angrar sú, sessi,
sótt, Þórketils dóttur. (ÍF VIII:268)
56. Brim gnýr, brattir hamrar
blálands Haka strandar,
allt gjalfr eyja þjalfa
út líðr í stað víðis.
Mér kveðk heldr of Hildi
hrannbliks an þér miklu
svefnfátt; sprva Gefnar
sakna mank, ef ek vakna; (ÍF VIIF269-270)
62. Sýn berr mér í mína,
men-Gefn, of þat svefna,
nema fági dul drjúga
drengr, ofraðar lengi,
at axllimar yðrar,
auð-Frigg, muni liggja,
,hrund‘, á heiðis landi
hlíðar mér of síðir. (ÍF VIII:275)
Fyrrnefnt arabískt skáld, Jamll al-’Udhrí, á að hafa elskað
stúlku sína, Buthania, vonlaust í hartnær tuttugu ár, og það eftir
að hún var gift öðrum. Jamíl lét sér nægja strjála samfundi við
sína heittelskuðu, jafnvel að sjá hana aðeins álengdar eða heyra
bara eitt orð af vörum hennar. Athyglisvert er þó að kossar og
faðmlög samræmdust hreinleika ástar þeirra.11 Hliðstæður við
þetia er að finna í sögu Kormaks. Hann er tryggur í ást sinni til
dauðadags, hittir Steingerði við og við og mikið er þá um kossa:
23. [...]
þá kysstak mey, miklu
mest, daglengis flestan. (ÍF VIIF228-229)
11 Sjá nánar Denomy 1945:186-188.