Skírnir - 01.04.1992, Blaðsíða 101
SKÍRNIR
ANDLEG ÁST
95
Þegar Kormakur skáld er búinn að kveða vísur sínar heyrir
hann tal Steingerðar og ambáttar hennar: „Ambáttin kvað Kor-
mák vera svartan ok ljótan. Steingerðr kvað hann vænan ok at
pllu sem bezt, - „þat eitt er lýtit á, hárit er sveipt í enninu.“ [-]
Ambáttin mælti: „Svprt eru augun, systir, ok samir þat eigi vel“
(IF VIII:210-211).“ Steingerði líst vel á Kormak og smágalla lætur
hún ekki á sig fá, enda er „jafnaðarþokki" með þeim (IF
VIII:213). I vísu einni virðist hún jafnvel gefa í skyn að hin and-
lega ást skipti hana meiru en líkamleg fegurð (ÍF VIII:223):
21. Brœðr mynda ek blindum,
bauglestir, mik festa,
yrði goð sem gerðisk
góð mér ok skpp, Fróða.
Kormákr segir: „Nú kaustu sem vera ætti; opt hefi ek hingat mínar
kvámur lagðar.“
Þegar halda á brúðkaup þeirra kemur Kormakur ekki (ÍF
VIII:223): „[. . .] svá veik við breytiliga, at síðan þessum ráðum
var ráðit, fannsk Kormáki fátt um,[21] en þat var fyrir þá spk, at
Þórveig seiddi til, at þau skyldi eigi njótask mega.“ Spurningin er
hvort höfundi hafi verið alvara með þessari skýringu, enda má
skilja hegðun Kormaks öðruvísi sé hún skoðuð frá sjónarhóli
amour courtois (þ.e. fin’amors). Steingerður biður Kormak að
„stunda til fpður hennar ok fá hennar“ (IF VIII:223) en Kormak-
ur, sem er af göfugum ættum,22 virðist vilja halda fast við deziri-
er-hugsjónina23 (óendanlega þrá). I hjónabandi yrði ekki lengur
um að ræða hreina ást (fin’amors), sem fælist í ófullnægðri ástar-
þrá, og eiginmaðurinn gæti ekki í krafti slíkrar ástar vaxið að
21 Svipað er háttað um bónorðsför Þorláks helga (1133-1193). Vegna vitrunar
hættir hann við að biðja ekkjunnar góðu, og þykir mönnum hverflyndi hans
kynlegt uns þeir frétta af ástæðunni (Þorláks saga helga: Biskupa sögur
I:93-94;267-268).
22 Sjá ÍF VIII:203-204,215.
23 SjánánarMölk 1982:32-33,106.