Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.04.2016, Qupperneq 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Vorið markar tímamót í íþróttalífi landsmanna. Vetraríþróttir víkja fyrir sumaríþróttum. Á þeim tímamótum er heppilegt að ljá máls á nokkrum atriðum er tengjast kynjajafnrétti. Eins og þekkt er njóta kynin jafns réttar samkvæmt stjórnarskránni og lögum landsins. Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuld- bundið sig á alþjóðavettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþróttamála. Í g) lið 10. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum – sem Ísland er aðili að – kemur fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum til að tryggja þeim sömu réttindi og körlum á sviði mennt- unar og skulu sérstaklega tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu tækifæri til þess að taka virkan þátt í íþróttum og líkamsrækt. Í c) lið 13. gr. sama samnings segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum á öðrum sviðum efnahags- og félagslífs til að tryggja á grundvelli jafnréttis karla og kvenna sömu réttindi, sérstaklega rétt til þess að taka þátt í tómstundastörfum, íþróttum og öllum greinum menningarlífs. Auk samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum hefur íslenska ríkið undirritað yfirlýsingu Evrópuráðsins sem mætti nefna Íþróttasáttmáli Evrópu (European Sports Charter). Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. hans skal engin mismunun á grundvelli kynferðis heimil varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkun. Á Íslandi styrkir ríkið og sveitarfélög íþróttafélög og -sam- bönd með margvíslegum hætti. Í ljósi innlendrar löggjafar og alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins má ætla að ríkinu beri skylda til að sjá til að fjárútlát til íþróttafélaga og -sambanda séu í samræmi við lög og þau markmið sem ríkið er bundið af. Því verður að spyrja hvort ekki sé skynsamlegt að íþróttafélög og -sambönd verði skylduð með lögum til að útskýra hvernig þau ráðstafa opinberum styrkjum með tilliti til kynjajafnréttis. Auk þess verður að spyrja hvort ekki sé æskilegt að hið opinbera stöðvi eða hægi á fjárútlátum til íþróttafélaga og -sambanda sem standa sig ekki í jafnréttismálum. Slíkt fyrirkomulag væri í samræmi við lífsspeki hins enskumælandi heims sem segir „put your money where your mouth is“. Jafnrétti í íþróttum Minna þekkt er að íslenska ríkið hefur skuldbundið sig á alþjóða- vettvangi til að tryggja kynjajafnrétti á sviði íþrótta- mála. Dr. Bjarni Már Magnússon Dr. Hafrún Kristjánsdóttir lektorar við HR Sú var tíðin á Íslandi að heiður þótti fólginn í því að vera skattakóngur eða -drottning þjóðarinnar. Að vera sá einstaklingur sem greiddi mest allra til uppbyggingar og samneyslu samfélagsins. Þetta viðhorf átti sinn þátt í því að byggja upp og efla innviði íslensks samfélags á ótrúlega skömmum tíma frá sjálfstæði og þéttbýlismyndun. En nú er öldin bók- staflega önnur því einhvers staðar á leiðinni virðist okkur hafa fatast flugið allverulega. Á árunum eftir aldamót og fram að efnahagshruni myndaðist hér undarleg stemning. Peningar virtust vera upphaf og endir alls í samfélagi sem er í raun ekki hægt að kenna við neitt annað en græðgi. Það var klappað og stappað og forsetinn sagði við heim- inn: „You ainʼt seen nothing yet.“ Það voru orð að sönnu en þó ekki eins og til var stefnt. Íslensku bank- arnir hrundu með slíku brambolti að heimurinn hafði vart séð annað eins. Peningarnir voru horfnir út í veður og vind. Eða hvað? Uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum sem hafa verið opinberaðar að undanförnu virðast helst vera vísbending um að þeir fiski sem róa til Panama. Íslendingar hafa sett enn eitt metið og að þessu sinni í eign aflandsreikninga í skattaskjólum, sem eins og Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, benti nýverið á í pistli á bloggsíðu sinni um þjóð- félagsmál, er ekki til góðs. Indriði tíundar þar eðli skattaskjóla og hversu skaðleg þau eru í raun sam- félagi þeirra sem í þau leita með sitt fjármagn með einum eða öðrum hætti. Að ekki sé hægt að eiga í opnum alþjóðlegum viðskiptum án aðkomu skatta- skjóla er auðvitað bábilja og fyrirsláttur þeirra sem vilja sannfæra sjálfa sig og aðra um að allt sé þetta með eðlilegum hætti. Allt virðist þetta vera dapurleg afleiðing af hugsunarhætti sem virðist hafa haldið innreið sína í íslenskt samfélag á fyrstu árum aldarinnar. Að réttur einstaklinga til þess að græða peninga væri öllu æðri og það jafnvel á kostnað velferðar sam- borgara sinna og samfélags. Ef okkur á að takast að snúa þessari óheillavænlegu þróun við verða allir þeir sem kusu að fara þessa aflandseyjaleið með sitt fjármagn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Að svara skýrt og skilmerkilega hvaðan þetta fé er komið og hver tilgangurinn hafi verið með því að halda því fjarri því samfélagi þar sem það var skapað og hefði átt að vera borgurum þess til góðs. Fjölmiðlar, bæði þeir sem hafa Panama-gögnin undir höndum sem og aðrir á borð við Fréttablaðið, hafa þegar kallað eftir svörum við þessum spurningum og þjóðin bíður þeirra svara sem henni ber að fá. Stjórnvalda er hins vegar að sjá til þess að lokað verði fyrir alla slíka viðskiptahætti og gerninga í framtíðinni. Stjórnvald sem sættir sig við það að afmarkaður hópur stórefnafólks geti tekið fé úr umferð með þessum hætti er ekki stjórnvald sem rær öllum árum að velferð allrar þjóðarinnar. Svör óskast Ef okkur á að takast að snúa þessari óheillavæn- legu þróun við verða allir þeir sem kusu að fara þessa aflandseyja- leið með sitt fjármagn að gera hreint fyrir sínum dyrum. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS HVAÐ FÆR STJÖRNURNAR TIL AÐ SKÍNA SKÆRAR? Galin grillveisla Hópurinn Beinar aðgerðir boðaði til mótmæla við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þann 1. maí. Nokkru síðar, eftir að viðburðurinn var fordæmdur af stórum hópi fólks, var honum breytt í svokölluð meðmæli og tekið fram að hann yrði fjöl- skylduvænn og börnum Bjarna boðið í veisluna. Meðmælendur ætla sér sum sé að hittast við heimi Bjarna og grilla. Fólki er enn brugðið og viðburðinum er jafn harkalega andmælt og áður þrátt fyrir að heitinu hafi verið breytt. Enda er þetta gjörsamlega galin aðgerð og gróf innrás í frið- helgi einkalífs fjölskyldu Bjarna. Siðferðislega rangt Þeir sem boða til aðgerðanna koma ekki fram undir nafni enda erfitt að ímynda sér að fólki finnist í raun og veru réttlætan- legt að ógna fjölskyldu Bjarna með þessum hætti. Mótmælendur söfnuðust saman við heimili ráða- manna árið 2009. Heiða B. Heið- arsdóttir steig fram og lýsti því yfir á Facebook-síðu viðburðarins að sér þætti vænt um ef atburðinum yrði sleppt. Hann gerði ekkert nema skaða málstaðinn og væri engum til sóma. Hún sagðist enn skammast sín fyrir þátttöku sína árið 2009. Viðbrögð Heiðu eru til sóma. Það er siðferðislega rangt og lúalegt ofbeldi að veitast með þessum hætti að fjölskyldum þeirra sem mótmælin beinast að. kristjanabjorg@frettabladid.is 2 5 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r10 s k o ð U N ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -5 C 1 4 1 9 3 3 -5 A D 8 1 9 3 3 -5 9 9 C 1 9 3 3 -5 8 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.