Fréttablaðið - 25.04.2016, Side 12

Fréttablaðið - 25.04.2016, Side 12
Hvað gerði Gylfi? Gylfi Þór Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea sem mátti þola 4-0 tap fyrir toppliði Leic- ester. Fjarvera Jamies Vardy virtist engin áhrif hafa á meistaraefnin sem þurfa nú fimm stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér titilinn. Í dag 12.55 Arsenal - Liverpool Sport 2 13.00 Roma - Napoli Sport 18.45 KR - Haukar Sport 3 18.50 Tottenham - WBA Sport 2 19.05 FH - Valur Sport 21.10 Messan Sport 21.10 Körfuboltakvöld Sport 3 Domino’s-deild karla, lokaúrslit 19.15 KR - Haukar DHL-höllin Olísdeild karla, undanúrslit 18.30 ÍBV - Haukar Vestmannae. 19.30 Afturelding - Valur Mosf. Nýjast Man. City 4 – 0 Stoke Bournemouth 1 – 4 Chelsea Liverpool 2 – 2 Newcastle Aston Villa 2 – 4 Southampton Sunderland 0 – 0 Arsenal Leicester 4 – 0 Swansea Efst Leicester 76 Tottenham 68 Man. City 64 Arsenal 64 Man. Utd. 59 Neðst Crystal Pal. 39 Sunderland 31 Norwich 31 Newcastle 30 Aston Villa 16 Enska úrvalsdeildin Í KVÖLD KL. 19:05 365.is Sími 1817 Úrslitin í Meistarakeppni KSÍ ráðast í kvöld þegar Íslands- meistarar FH mæta bikarmeisturum Vals. Undirbúningur fyrir átökin í deildinni er í algleymingi og titill núna gæti reynst drjúgt veganesti fyrir sumarið. Ekki missa af Meistarakeppni KSÍ í beinni á Stöð 2 Sport! ÚRSLITIN RÁÐAST Í MEISTARAKEPPNI KSÍ FH–VALUR Víkingur – 6. sæti ÞjáLFARi Milos Milojevic Serbinn er á sínu fyrsta heila tímabili sem aðalþjálfari Víkings. Metnaðarfullur og taktískur þjálfari sem ætlar sér stóra hluti. Víkingsliðið er á pappírnum sterkt og með eitt besta framherja- par deildarinnar. Það getur blandað sér í toppbaráttuna. í besta/versta falli stærsta nafnið sem kom stærsta nafnið sem fór GenGi víkinGs undanfarin sex sumur 2010 B-deild 2011 A-deild 2012 B-deild 2013 B-deild 2014 A-deild 2015 A-deild Gary Martin Treystir á að enski marka- hrókurinn skori fyrir Víking. Hallgrímur Mar Steingrímss. Norðanmaðurinn fór aftur heim í KA á Akureyri. 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 1 12 6 2 spá íþróttadeildar 365 1. sæti ? 5. sæti ? 9. ÍBV 2. sæti ? 6. Víkingur 10. ÍA 3. sæti ? 7. Fylkir 11. Víkingur Ólafsvík 4. sæti ? 8. Fjölnir 12. Þróttur pepsi spáin 2016 Viktor Bjarki Arnarsson er tekinn við fyrirliðabandinu hjá upp- eldisfélaginu af igor Taskovic. Harður miðjumaður sem hefur spilað vel á undirbúningstímabilinu í vetur. ↣ 4 9 olísdeild karla, undanúrslit Haukar - ÍBV 29-24 Markahæstir: Hákon Daði Styrmisson 10/2 (15/3), Elías Már Halldórsson 5 (10) – Theo- dór Sigurbjörnsson 13/3 (17/3), Agnar Smári Jónsson 4 (12). Haukar leiða einvígið, 1-0, en liðin mætast í Vestmannaeyjum í kvöld. Valur - Afturelding 22-25 Markahæstir: Sveinn Aron Sveinsson 6/2 (8/2), þrír með 3 mörk – Pétur Júníusson 5 (7), Jóhann Gunnar Einarsson 5 (9). Mosfellingar leiða einvígið, 1-0, og geta komist í 2-0 forystu á heima- velli í kvöld. olísdeild kvenna, undanúrslit Stjarnan - Haukar 23-19 Markahæstir: Þórhildur Gunnarsdóttir 6 (9), Helena Rut Örvarsdóttir 5 (14) – Maria Pereira 7/3 (16/3), Karen Díönud. 4 (11/1). Staðan í rimmunni er jöfn, 1-1, en næsti leikur verður á miðvikudag. Fram - Grótta 19-20 Markahæstir: Ragnheiður Júlíusdóttir 6/2 (18/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/1 (4/1) – Lovísa Thompson 6 (12), Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/2 (14/3). Grótta er með 2-0 forystu í rimm- unni og þarf einn sigur í viðbót. domino’s-deild kvenna, lokaúrslit Snæfell - Haukar 75-55 Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/6 frá- köst/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmunds- dóttir 12/11 fráköst, Berglind Gunnars- dóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 4, Alda Leif Jónsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Haukar: María Lind Sigurðardóttir 22, Hel- ena Sverrisdóttir 19/16 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Shanna Dacanay 2, Dýrfinna Arnardóttir 2. Snæfell á enn möguleika á sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð eftir að hafa tryggt sér oddaleik í úrslita- rimmunni gegn Haukum. Þetta verður í sjötta sinn í sögu Íslands- mótsins þar sem úrslit þess ráðast í oddaleik. nánar á vísi sund Aðeins eitt Íslandsmet var bætt í einstaklingsgrein á Íslands- meistaramótinu í 50 m laug um helgina. Það á sér þó eðlilegar skýringar enda besta sundfólk Íslands búið að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og er nú í æfingum sem taka mið af því að toppa á Evrópumeistaramótinu í London í næsta mánuði. Þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fengu því enga hvíld fyrir mótið um helgina. Þær tvær síðarnefndu eru þó ánægðar með afrakstur helgarinnar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég hef náð að synda hratt. Bæði hraðar og ekki hraðar en ég bjóst við en miðað við hvar ég er stödd í mínum æfingum þá er þetta mjög fínt,“ sagði Eygló. HM gaf góð fyrirheit Anton Sveinn bætti Íslandsmet sitt í 200 m fjórsundi á laugardag en hann átti einnig stigahæsta sundið sem var í hans sterkustu grein, 200 m bringusundi. Anton Sveinn, Eygló Ósk og Hrafnhildur áttu öll tíu stigahæstu sund mótsins. Anton Sveinn og Kristinn Þórarinsson unnu fimm gullverðlaun hvor um helgina en Eygló Ósk vann sjö gull og Hrafnhildur sex. Hrafnhildur komst í úrslit í tveimur greinum á HM í Rússlandi síðasta sumar og vonast til að gera það aftur á EM. „Miðað við hvernig ég stóð mig á HM síðasta sumar, miðað við aðra Evrópubúa, þá ætti ég að standa nokkuð vel. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM,“ sagði Hrafnhildur. Spennandi að fá nýja greiningu Eygló Ósk hefur unnið að því í vetur að vinna úr sundgreiningu sem hún fór í í Frakklandi í lok síð- asta árs. Samkvæmt greiningunni átti hún með réttum breytingum inni miklar bætingar í sínum greinum – jafnvel heimsmetstíma. „Sami maðurinn og tók mig í greininguna mun koma til lands- ins í vor og þá fæ ég að vita hvort ég hafi náð að bæta tæknina. Það verður spennandi. Ég vona að mér takist að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á. Þá veit maður aldrei hvað gerist.“ eirikur@365.is Á góðum stað fyrir EM Ólympíufararnir standa vel fyrir stórmót sumarsins en þeir höfðu mikla yfirburði í sínum greinum á Íslandsmeistaramótinu í sundi um helgina. Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM. Hrafnhildur Lúthersdóttir 2 5 . a p r í l 2 0 1 6 m á n u d a G u r12 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 3 -4 8 5 4 1 9 3 3 -4 7 1 8 1 9 3 3 -4 5 D C 1 9 3 3 -4 4 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.