Fréttablaðið - 25.04.2016, Page 54
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Mekkín Guðnadóttir
áður húsfreyja að Sigtúnum
Eyjafjarðarsveit, síðast til heimilis að
Dvalarheimilinu Hlíð,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn
16. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 26. apríl kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast Mekkínar er bent á
Dvalarheimilið Hlíð.
Bjarni Kristjánsson Elísabet Guðmundsdóttir
Gunnar Kristjánsson Oddný Vatnsdal
Jón Guðni Kristjánsson
Sigrún Kristjánsdóttir Haraldur Hauksson
Helga Sigrún Harðardóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Jónína Magna Snorradóttir
hjúkrunarfræðingur,
Klapparstíg 1, 101 Reykjavík,
sem andaðist 19. apríl, verður
jarðsungin þriðjudaginn 26. apríl nk.
kl. 13.00 frá Hallgrímskirkju.
Þorsteinn Sv. Stefánsson
Davíð Einarsson Kolbrún Edda Aradóttir
Egill Búi Einarsson Helga Sigríður Ívarsdóttir
Sara Davíðsdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Hafsteinn Ágústsson
frá Varmahlíð í Vestmannaeyjum,
lést fimmtudaginn 21. apríl á
Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra.
Útförin fer fram frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum, laugardaginn 30.
apríl kl. 14.00.
Sara Hafsteinsdóttir Þórólfur Guðnason
Svava Hafsteinsdóttir Ólafur H. Sigurjónsson
Aðalheiður Hafsteinsdóttir Sigurður Ingi Ólafsson
Ágústa Hafsteinsdóttir Ástþór Jónsson
Lára Hafsteinsdóttir Einar Birgisson
Örn Hafsteinsson Sólveig Jónsdóttir
Árni Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra eiginkona,
móðir, systir, mágkona,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hervör Jónasdóttir
lést 15. apríl síðastliðinn
á Landspítalanum.
Útförin hennar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 26. apríl kl. 15.
Helgi Ágústsson
Jónas R. Helgason Unnur Árnadóttir
Guðmundur B. Helgason Helga Jóna Benediktsdóttir
Helgi Gunnar Helgason Fríða Ingibjörg Pálsdóttir
Oddfríður S. Helgadóttir Hjalti Daníelsson
Hallgrímur Jónasson Guðbjörg Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Gestur Jónsson
(Donni)
lést síðastliðinn þriðjudag í faðmi
fjölskyldu sinnar. Útför fer fram
miðvikudaginn 27. apríl kl. 13.00
frá Hafnarfjarðarkirkju.
Rósa Arnórsdóttir
Ólafur Örn
Sigrún
Hrafnhildur og Guðjón
Áslaug
barnabörn og barnabarnabörn.
„Ég var búin að hlaupa lengi áður en ég
ákvað að fara að hlaupa maraþon. Og
hafði nú aldrei neitt sérstaklega ætlað mér
að hlaupa maraþon, ég var búin að hlaupa
fullt af hálfum. Svo var góður vinahópur
okkar sem var að fara í hlaupið í Berlín,
ég ákvað að slá til og maðurinn minn sem
var nú eiginlega ekkert farinn að hlaupa
ákvað að koma líka. Það var nú eiginlega
upphafið að þessu.“
Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvann-
berg, forstjóri Lyfjastofnunar, en hún er
fyrsta íslenska konan til þess að klára öll
maraþonin innan World Marathon Maj-
ors keppninnar; í Berlín, London, Tókíó,
New York, Boston og Chicago. Rúna
kláraði röðina í Boston-maraþoninu sem
haldið var mánudaginn 18. apríl.
Rúna hljóp sitt fyrsta maraþon árið
2008 í Berlín, næst tók hún þátt í New York
árið 2009 og síðan árið 2012 í London.
„Svo hljóp ég eiginlega ekkert svolítið
lengi, en í febrúar 2015 fór ég til Tókíó,
Chicago tók ég svo í fyrrahaust og svo var
ég að klára núna í Boston. Ég er sem sagt
búin að taka 3 maraþon á 14 mánuðum,“
segir Rúna.
Spurð út í það hvernig maður fari að því
að undirbúa sig fyrir maraþon segir Rúna
að í rauninni þurfi bara að hlaupa.
„Maður þarf náttúrulega að leggja þetta
dálítið upp og undirbúa sig í að minnsta
kosti þrjá mánuði.“
Rúna segist hlaupa ákveðið mikið á
viku og bæta í eftir því sem nær líði. „Það
mikilvægasta finnst mér vera að maður
ljúki maraþoni þannig að maður klári sig
ekki. Maraþon er í sjálfu sér er ekki mjög
hollt, en það er mjög gaman að hlaupa,“
segir hún.
Eiginmaður Rúnu, Friðrik Ármann
Guðmundsson, er líka mikill hlaupagarp-
ur, en hann var fyrsti íslenski maðurinn til
þess að klára maraþonin sex. Hann kláraði
síðasta hlaupið í Chicago í fyrra.
„Friðrik kláraði röðina á undan mér,
hann var í Boston-hlaupinu árið 2013,
þegar sprengjan varð. Þá var ég ekki að
hlaupa en ég hefði líklega ekki náð að
klára, af því að hlaupinu var hætt og ég
hefði verið á þeim tíma. Við vorum ekki á
staðnum þegar sprengingin varð en þetta
var mjög hrikalegt, sérstaklega daginn
eftir.“
Alls hefur Rúna tekið þátt í níu mara-
þonum, en auk stóru sex hefur hún
hlaupið í París, Feneyjum og Flórens.
Spurð hvort hún ætli að hlaupa hérna
heima segist hún ekki viss.
„Ég á heima vestur í bæ, og eins og ég
sagði þá þarf maður að hlaupa ansi mikið
til þess að æfa sig fyrir maraþon. Þá byrja
ég alltaf vestur í bæ og fer út á Nes, og þá er
ég búin að hlaupa talsvert mikið af mara-
þonleiðinni. Það er ekkert nýtt við það,
mér finnst mjög gaman að sjá nýjar borgir
og prufa eitthvað nýtt. Við hjónin höfum
notað þetta mikið til þess að ferðast og sjá
heiminn með fjölskyldunni.“ – sbv
Hjón fyrst Íslendinga til
að hlaupa maraþonin sex
Rúna Hauksdóttir Hvannberg er fyrsta íslenska konan til þess að klára öll sex maraþon
innan World Marathon Majors keppninnar. Hún nýtur þess að sjá nýjar borgir. Eigin-
maðurinn, Friðrík Guðmundsson, er fyrsti íslenski karlinn til að hlaupa maraþonin sex.
Rúna Hauksdóttir Fannberg er fyrsta íslenska konan til þess að ljúka
öllum hlaupum í World Marathon Majors röðinni.
Rúna og maðurinn hennar, Friðrik Ármann Guðmundsson, eru bæði
búin að ljúka hlaupunum sex. Hér eru þau eftir síðasta hlaup Rúnu.
1507 Þýski kortagerðarmaðurinn Martin Waldseemuller er fyrstur
til að nota heitið Ameríka á heimskorti sínu, Universalis Cosmo
graphia.
1792 Fallöxi er fyrst notuð í Frakklandi þegar stigamaðurinn Nico
las Pelletier er tekinn af lífi.
1915 Eldsvoði verður í Reykjavík er Hótel Reykjavík og ellefu önnur
hús við Austurstræti, Pósthússtræti og Hafnarstræti brenna og
tveir menn farast.
1944 Óperettan Í álögum, eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn Svein
björnsson, er frumsýnd. Þetta er fyrsta íslenska óperettan.
1945 Rauði herinn umlykur Berlín.
1953 Grein birtist í vísindatímaritinu Nature um byggingu kjarn
sýrunnar DNA. Höfundarnir eru Watson og Crick, sem síðar fengu
Nóbelsverðlaun.
1971 Um það bil 200 þúsund manns mótmæla Víetnamstríðinu í
höfuðborg Bandaríkjanna, Washington.
1990 Hubblegeimsjónaukanum er komið fyrir á sporbaug um
jörðina af geimferjunni Discovery.
1991 Bifreið er ekið upp á Hvannadalshnúk í fyrsta skipti.
2015 Jarðskjálfti 7,8 að stærð skellur á Katmandú í Nepal. Nærri
8.000 manns láta lífið og yfir 100 þúsund missa heimili sín.
Merkisatburðir
Við hjónin höfum notað
þetta mikið til þess að
ferðast og sjá heiminn með
fjölskyldunni.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg,
forstjóri Lyfjastofnunar
Fólk ber eigur sínar 2 dögum eftir að jarðskjálftinn skellur á Nepal.
NoRdic PHotos/AFP
2 5 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r14 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B l a ð i ð
tímamót
2
5
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
3
3
-4
D
4
4
1
9
3
3
-4
C
0
8
1
9
3
3
-4
A
C
C
1
9
3
3
-4
9
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K