Fréttablaðið - 25.04.2016, Page 62

Fréttablaðið - 25.04.2016, Page 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Ég var alveg ótrú- lega sáttur við við- brögðin sem Ég fÉkk við Webcam. mig langar að gera eins mikið af myndum og Ég get svo Ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að snjó og salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndagerð, ég hef verið að gera stuttmyndir og bíómyndir frá því ég man eftir mér, markmið mitt var allt- af að gera mynd í fullri lengd,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, leik- stjóri og handritshöfundur, spurður út í áhuga hans á kvikmyndagerð en hann er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu mynd sína Snjó og Salóme, en hún er væntanleg í kvikmyndahús í október. Snjór og Salóme er rómantísk gamanmynd sem fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/ off sambandi við besta vin sinn og langverandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju og hún flytur inn. „Já, það er óhætt að segja að mynd- in sé bæði gamanmynd og drama, þar sem við fylgjumst með hvernig Salóme, sem leikin er af Önnu Haf- þórsdóttur, greiðir úr þessari flækju og kemur lífi sínu aftur í rétt horf,“ segir Sigurður og bætir við að Anna hafi einnig leikið aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði. Leikhópur myndarinnar er alls ekki af verri endanum en ásamt krökkunum sem fóru með hlutverk í kvikmyndinni Webcam, fara þau Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Helgason og Ólafía Hrönn með hlut- verk í myndinni. Eins og áður hefur komið fram leikstýrði Sigurður kvik- myndinni Webcam sem frumsýnd var í fyrrasumar. Myndin fékk góða dóma og gekk vonum framar að hans sögn. „Ég var alveg ótrúlega sáttur við viðbrögðin sem ég fékk við Web- cam. Mig langar að gera eins mikið af myndum og ég get svo ég fór strax í að undirbúa næstu mynd og hóf að skrifa handritið að Snjó og Salóme um leið og búið var að frumsýna Webcam. Þetta hefur verið virkilega lærdómsríkt ferli en samt sem áður mjög skemmtilegt,“ segir Sigurður. Fram undan er nóg um að vera hjá Sigurði en hann er meðframleiðandi að kvikmyndinni Tungl sem leikstýrt er af Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. „Ég hef lifað og hrærst í þessum geira í nokkur ár. Ég ætla að gera eins mikið af kvikmyndum og ég get, fram undan eru spennandi verkefni. Meðal annars er ég að framleiða myndina Tungl sem fer í tökur fljót- lega, svo stefni ég á að koma Snjó og Salóme inn á erlendar kvikmyndahá- tíðir. Það er bæði rosalega gott tæki- færi til að kynna myndina og getur skapað ný og skemmtileg tækifæri,“ segir Sigurður fullur bjartsýni á kom- andi tíma. gudrunjona@frettabladid.is Hef brennandi áhuga á kvikmyndagerð Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri, er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjustu kvikmynd sína, Snjó og Salóme. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í október. Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri, ásamt hluta af leikhópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 5 . a p r í l 2 0 1 6 M Á N U D a G U r22 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð 2 5 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 3 -3 4 9 4 1 9 3 3 -3 3 5 8 1 9 3 3 -3 2 1 C 1 9 3 3 -3 0 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.