Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 13.09.1978, Blaðsíða 8
Fjórðungsþing Vestfirðinga í Króksfjarðarnesi Stutt ágrip úr skýrslu formanr Úr skýrslu framkvæmdastjóra: Þarf mjólk til daglegrar neyslu, undanbragðalaust Landbúnaður á Vestfjörðum er annað aðalmál þessa þings. Það er sá málaflokkur, sem Fjórðungs- sambandið hefur af veikum mætti reynt að sinna hvað helst, með því að leitast við að gera úttekt á aðstæðum og í framhaldi af því að freista þess að vinna að skiln- ingi opinberra aðila á því, að um- bóta og aðstoðar sé þörf. Liggja því fyrir hjá Fjórðungssamband- inu margvíslegar upplýsingar um stöðu mála á einstökum bæjum, víðast hvar á Vestfjörðum, en segja verður eins og er, að upplýs- ingar þessar eru nú farnar að eld- ast, og þyrftu endurnýjunar við, ef hafa ætti þær til viðmiðunar. Ég verð fúslega að viðurkenna, að mér finnst hafa orðið sorglega lítill árangur af þessu starfi, þegar frá er talin hin opinbera fyrir- greiðsla til Ínn-Djúpsáætlunar og framkvæmda í Árneshreppi í Strandasýslu. Þegar því sleppir, finnst mér að gætt hafi algjörrar tregðu hjá opinberum aðilum. hvað auka fjármagnsfyrirgreiðslu snertir, .enda þótt skilningur á þörfinni fyrir framkvæmdir hafi e.t.v. verið fyrir hendi. Flér kann að valda nokkru um það ástand, sem ríkir í markaðsmálum land- búnaðarins, þegar á heildina er litið; - að ekki er nægur, innlendur markaður fyrir alla framleiðslu landbúnaðarins, og það, sem af- gangs er, selst erlendis einungis fyrir nokkurn hluta þess verðs, sem þyrfti. Sé hins vegar litið á Vestfirði útaf fyrir sig, er ekki hægt að segja að um offramieiðslu sé að ræða á því svæði, a.m.k. ekki hvað snertir mjólkurvörur, því þurft hefur að flytja umtalsvert magn af mjólkurvörum inn á svæðið til daglegrar neyslu fyrir íbúa þéttbýlisstaðanna, auk allra vinnsluvara, svo sem smjör, osta, og oft og tíðum rjóma og skyr, ásamt öðru. Þetta á sérstaklega við um norðanverða Vestfirði og Strandasýslu. Alvaran í þessu máli er sú að framkvæmdaþörfin I landbúnaði á Vestfjörðum er mjög mikil, sér- staklega að því er snýr að mjólkur- framleiðslu. Þannig hefur verið bent á með tölum og vottorðum, að mikill þorri fjósa I Vestur- fsafjarðarsýslu, þar sem nú er framleidd mjólk fyrir nærliggjandi þéttbýlisstaði og byggðina við ut- anvert ísafjarðardjúp, eru í því standi, að heilbrigðisyfirvöld hafa í hendi sér að stoppa mjólkur- framleiðsluna þar fyrirvaralaust. Það er varla hægt að segja, að búskapur geti hangið á öllu veikari þræði en þetta. Þó hefur ekki fengist sú áheyrn hjá hæstvirtu landbúnaðarráðuneyti varðandi stuðning við skipulegt átak til lausnar þessu máli, að bændur hafi almennt séð sér fært að hefj- ast handa af fjárhagslegum ástæð- um. Þetta er ekki eingöngu mál bænda. Það er ekkert síður mál fólksins á þéttbýlisstöðunum, sem þarf að fá mjólkina til daglegrar neyslu, undanbragðalaust. Ályktun Fjórðungsþings um landbúnaðarmál: Verulegt átak þarf, til að treysta búskap Fjórðungsþing Vestfirðinga 1978 þakkar þann opinbera stuðning, sem veittur var til uppbyggingar í landbúnaði í (safjarðardjúpi og f Árnes- hreppi, en sú uppbygging styrkti mjög byggð á þessum svæðum. Þingið bendir á, að athugan- ir, sem gerðar hafa verið, m.a. af Fjórðungssambandinu og Framkvæmdastofnun ríkisins, sýna ótvírætt, að mjög verulegt átak þarf að gera í uppbyggingu á bújörðum í mörgum öðrum byggðarlögum á Vestfjörðum til að treysta þar búskap. Til að ná nauðsynlegum ár- angri í þessu máli samþykkir þingið, að Fjórðungssamband- ið beiti sér fyrir þvf að hafin verði nú þegar gerð heildará- ætlunar um uppbyggingu og skipulag, er taki til þessa at- vinnuvegar í sveitum Vest- fjarða. Framkvæmdir sam- kvæmt þessari áætlun verði fyrst hafnar frá því sjónarmiði að byggð eyðist. Áætlun þessi skal unnin í fullu samráði við stjórnvöld landsins hverju sinni og fullt samráð sé haft við Bún- aðarsambönd, sveitarfélög og jarðanefndir. Þingið minnir á, hvert bjarg- ræði það var íslenskum land- búnaði, þegar hægt var að flytja heilbrigðan sauðfjárstofn frá Vestfjörðum til þeirra lands- hluta. þar sem reynst hafði nauðsynlegt að farga öllu sauð- fé vegna mæðiveiki, og leggur áherslu á, að fyrirbyggt verði eftir föngum, að búfjársjúkdóm- ar berist til og um Vestfirði. Þingið væntir þvf þess, að skilningur ríki á þvf hjá stjórn- völdum og forustumönnum landbúnaðarins, að það hafi mikla þýðingu fyrir íslenskan landbúnað f heild að viðhaldið verði og treystur landbúnaður á Vestfjörðum, og um leið tryggð þar eðlileg framleiðsla búvara. Til að ná nauðsynlegum ár- angri í þessu máli samþykkir þingið, að Fjórðungssamband- ið beiti sér fyrir því að hafin verði nú þegar Úr skýrslu framkvæmdastjóra: Hætt við að með auðlindaskatti yrðu höfuðatvinnuvegir Vestfirðinga blóðmjólkaðir eða horsveltir af skammsýnum stjórn- málamönnum eða hagspekingum Bjartsýni manna á árangur af aðgerðum I fiskveiðimálum lýsir sér með ýmsu móti. Svo virðist sem nokkur hópur manna, sem telja verður að hafi lítinn áhuga, a.m.k. ekki sýnilegan eða áþreifi- legan, fyrir að stunda fiskveiðar, sé farinn að hyggja að því, hvernig þeir geti notið árangurs, sem verð- ur af útfærslu fiskveiðilögösgunn- ar, án þess svo mikið sem dýfa hendi í kalt vatn, hvað þá að pissa í saltan sjó, svo sem sjómenn gjarnan orða það, þegar þeir tala um „landkrabbana“. Þessum hópi manna hefur hug- kvæmst, að skattleggja megi þá, sem fást til að reka útgerð og stunda sjósókn, sem endurgjald fyrir fiskinn í sjónum; - að þjóðfé- lagið selji nánast þeim, sem vilja stunda þennan atvinnuveg, fiskinn í sjónum. Þetta vilja þeir kalla auðlindaskatt, og honum eigi að miðla til þeirra, sem vilja fást við annan atvinnurekstur, svo sem iðnað eða annað slíkt, sem ekki er grundvöllur fyrir að reka með öðr- um hætti. Þessu á svo að fylgja skipulagning á því, hvað fólkið á þessum eða hinum staðnum, eða þessum og hinum landshlutanum eigi að hafa að atvinnu. Ekki er fyllilega ljóst, hvort í því efni eigi að gera greinarmun á æðri og óæðri, grófari eða fínni atvinnu- greinum. Hvort það grófara megi gjarnan veraútiá landi, meðan hin fínlegri atvinna henti betur fólki við Faxaflóa. Vestfirðingar hljóta að fara nærri um, hvar slíkur auðlinda- skattur mundi koma harðast niður. Þeirvita hvarslíkskattlagning yrði ákveðin. Þeir þekkja af reynslunni, að fáir skattar, sem byrjað er að leggja á, eru lagðir niður aftur, nema annað komi í þeirra stað. Um álagningu auðlindaskattsins mundu ekki gilda hinar almennu reglur um skattlagningu; að allir þjóðfélagsþegnarnir sitji við sama borð gagnvart álagningarreglun- um. Auðlindaskatturinn yrði lagð- ur á tiltölulega fámennan hóp þjóðfélagsþegnanna, í þágu tiltek- inna hagsmunahópa eða atvinnu- stétta. til að byrja með, án þess að þeir, sem fyrir skattlagningunni yrðu, eða fulltrúar þeirra á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar, gætu haft þar nokkur teljandi úrslitaá- hrif á. Þannig mundi það a.m.k. verða eftir breytingu þá á kosn- ingalögum og kjördæmaskipan, sem nú er krafist af fulltrúum Faxaflóasvæðisins. Vestfirðingar og aðrir, sem í svipaðri aðstöðu eru, yrðu þá að eiga allt sitt undir því að eingöngu sætu á þingi víð- sýnir og réttsýnir þingmenn, sem ekki væru beinir fulltrúar þeirra hagsmunahópa, sem gætu haft beinan ávinning af álagningu auð- lindaskattsins. Vestfirðingar hafa enga tryggingu fyrir því, að álagningu auðlinda- skattsins yrði stillt í hóf. Það þarf enga illgirni til að láta sér detta í hug, að þessi skattheimta yrði þyngd, og e.t.v. notuð sem ein aðal skattheimtu- eða millifærsluleið í þjóðfélaginu. Það er ekki víst, að einungis ráðþrota stjórnmála- mönnum dytti slikt í hug. Hættan fyrir Vestfirðinga, og aðra þá, sem við hliðstæðar að- stæður búa, er sú, að höfuðat- vinnuvegir þeirra, fiskveiðar og, fiskvinnsla, yrðu með slíkri skatt- lagningu blóðmjólkaðir eða hor- sveltir af skammsýnum stjórnmál- amönnum eða hagspekingum. Að Fjórðungsþing Vestfirðinga 1978 lætur í Ijós ánægju með og þakkar þá mikilsverðu þjón- ustu, sem Flugfélagið Ernir h.f. hefur veitt Vestfirðingum um margra ára skeið. Sú þjónusta hefur verið ómetanleg. Fjórðungsþingiö þakkar sér- staklega Herði Guðmundssyni, flugstjóra, fyrir hið fórnfúsa og Vestfirðingar þyrftu að vera í sí- felldri varnarbaráttu gagnvart þeim, sem vilja fleyta til sín rjóm- ann af þessum undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar. giftudrjúga starf, sem hann hef- ur lagt að mörkum með þessari þjónustu. Þá þakkar þingið einnig þann skilning, sem fram hefur komið af hálfu stjórnvalda, á mikilvægi þess að völ sé á nálægri flug- þjónustu, þegar flytja þarf í skyndingu sjúka eða slasaða. Ályktun Fjórðungsþings um Flugfélagið Ernir hf.: Þakkar Herði Guðmunds- syni fórnfúst og giftudrjúgt starf

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.