Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Page 5

Vestfirska fréttablaðið - 20.12.1978, Page 5
I veitfírsíti 1 mmtmn Séra Gunnar Björnsson: KIRKJAN Hún gnæfir þarna á hólnum svo björt um dimma nótt, er bærinn sefur rótt, og vakir yfir byggðinni með blessun sína þótt menn sinni henni lítt og svíki líka títt, en svelgi allt það nýtt, sem veröld býður mönnunum og varla gefst þó frítt. Þótt hún sé, gamla kirkjan, spölkorn út úr bæ, þá sést hún vel af sæ, og minnir á það hljóðlát, sem rnuna þarftu æ: að hún á með sér orð, sem hindrar andans morð og hafa þarf um borð, eigi vel að fara æviferð um storð. Tignum herra kirkjunnar af allri vorri sál, hann í oss tendri bál, sem logi glatt í hjartanu, því lífsbrautin er hál. Vér sinuum honum lítt. Hann samt oss gefur frítt allt það dýrsta og besta: eilíft lífið nýtt. ÓNEFNT Nærgöngult gnæfir fjallið með gnéypu bragði, glittir í hvíta trafið mistri orpið, stórskorið, úfið, líkast stríðlyndu flagði, stikar það niður í byggð að kæfa þorpið. Þungfara ský aka dökkleit á svip yfir sæinn, sáldra í leið sína gegnblautum úrhellishryðjum. Rigningarnóttin fer rennvotum sporum um bæinn, ræskja sig fúslegir vindar á strætunum miðjum. Götuljósin titra í glamrandi kerum, glampar á malbik í einkennilegum drunga, draugslegri birtu stafar frá daufum perurn, dugir þó skammt til að lýsa nóttina þunga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.