Málfríður - 15.03.2015, Qupperneq 2

Málfríður - 15.03.2015, Qupperneq 2
Um Málfríði Málfríður, tímarit Samtaka tungumálakennara, er sameiginlegt blað allra tungumálakennara á Íslandi. Það hefur það hlutverk að miðla fróðleik um starf tungumálakennara á öllum skólastigum og hvetja til umræðu um tungumálakennslu í skólum lands- ins. Framar öllu fjalla greinar í blaðinu um það sem kennarar eru að gera í starfi sínu, um kennsluað- ferðir og hugmyndir og auk þess eru viðtöl við kennara. Allir félagsmenn í aðildarfélögum STÍL fá Málfríði í áskrift. Blaðið er sent á það heimilisfang sem skráð er hjá aðildarfélaginu. Áskrifendur geta tilkynnt um breytt póstfang með því að senda tölvupóst til Kennarasambands Íslands, Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, fjola@ki.is. Í ritstjórn Málfríðar sitja hverju sinni fulltrúar fjögurra aðildafélaga STÍL auk fulltrúa stjórnar. Vilji menn birta grein í blaðinu, eru þeir beðnir um að senda hana í tölvupósti til einhvers fulltrúa í rit- stjórn. • Meginreglan er sú að greinar séu ein opna eða um 1.000 orð. Hverri grein fylgir mynd af höf- undi, minnst 500 x 800 pt. • Ákjósanlegt er að hafa millifyrirsagnir og inn- gangsklausu. • Allar greinar skulu vera á íslensku. • Ritstjórn reynir af fremsta megni að hafa ákveðin þemu í hverju blaði en þau fylla ekki endilega upp allt blaðið. • Allar greinar í Málfríði birtast líka rafrænt. HJÁLPARKOKKUR Borgartúni 37 - 105 Reykjavík - 569 7700 | Kaupangi Akureyri - 569 7645 | nyherji.is FULLKOMIN YOGA SPJALDTÖLVA SÖLUHÆSTI PC TÖL- VU-FRAMLEIÐANDI HEIMS Skv. Gartner

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.