Málfríður - 15.03.2015, Page 5

Málfríður - 15.03.2015, Page 5
notar ensku mikið utan skóla við að sinna áhugamál- um sínum. Má þar nefna sjónvarp, kvikmyndir, tölvu- leiki, samskiptasíður og Internetið. Á þessum sviðum er enska nánast alls ráðandi hér á landi og hefur áhrif á færni í daglegu ensku máli Íslendinga á öllum aldri. Enska hefur verið skilgreind sem ein af lykilnáms- greinum í skólakerfinu, ásamt íslensku og stærðfræði. Kennsla í ensku hefur færst neðar í grunnskóla, skyldu- áföngum hefur fækkað á framhaldsskólastigi og nem- endur geta lokið enskunámi sínu yngri en áður með því að taka framhaldsskólaáfanga í grunnskóla. Þannig getur liðið nokkur tími frá því nemendur ljúka ensku- námi í framhaldsskóla og þar til þeir þurfa að takast á við akademíska ensku í háskólanámi. Athygli vekur að ungt fólk áttar sig hvorki á þeirri staðreynd að lesefni í háskóla er nánast allt á ensku né hversu erfitt það er (Birna Arnbjörnsdóttir, 2011. Anna Jeeves, 2013). Heilmikill munur er á því tungutaki sem er notað í daglegum samskiptum, þ.e. talmálsfærni, og því tungutaki sem hafa þarf tök á til þess að skilja akadem- íska texta. Akademísk enska er annars eðlis heldur en sú enska sem er notuð dagsdaglega. Góð færni í dag- legri ensku leiðir ekki sjálfkrafa til færni í akademískri ensku. Í ljósi þess hve mikilvæg enska er fyrir nám á háskólastigi (og reyndar fyrir flest störf) má spyrja hvort eðlilegt væri að setja annars konar markmið fyrir ensku heldur en fyrir önnur erlend tungumál sem kennd eru. Einnig má velta fyrir sér hvort akademísk enska eigi frekar heima á fjórða hæfniþrepi heldur en því þriðja sem er efsta þrep fyrir framhaldsskóla sam- kvæmt Aðalnámskrá 2011. Breytt staða ensku í heiminum Áður en lengra er haldið er e.t.v. rétt að fara nokkrum orðum um breytta stöðu ensku í heiminum og þar með talið á Íslandi. Enska gegnir í vaxandi mæli hlut- verki Lingua Franca samskiptamáls, í námi og starfi. Í N-Evrópu er útbreiðsla og notkun ensku svipuð og hér á landi. Háskóli Íslands hefur sett fram þá stefnu að enska skuli notuð til að skólinn verði samkeppnis- hæfur í alþjóðlegu fræðasamfélagi og 90% námsefnis er á ensku. Nemendur þurfa því að geta lesið efni á ensku og skilið það á íslensku (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2010). Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir fjalla um stöðu ensku hér á landi í grein sem birtist í Málfríði Nýlega birtist í Netlu grein sem lýsir rannsókn á nám- skrám sem í gildi hafa verið fyrir framhaldsskóla, þ.e. Aðalnámskrám frá 1999 og 2011 og fjórum nýlegum skólanámskrám. Einkum var skoðað hversu ítarlega nám- skrárnar lýsa kröfum um undirbúning til að geta lesið aka- demíska texta á ensku. Niðurstöður eru í stuttu máli þær að í aðalnámskrám eru ekki mjög greinargóðar lýsingar á hvað felst í að undirbúa nemendur fyrir lestur akadem- ískra texta. Til þess eru hæfniþrepin og markmiðin sem núverandi aðalnámskrá byggir á of opin. Greinarbetri lýsingar má hins vegar finna í skólanámskránum. Rannsóknin var gerð í framhaldi af niðurstöðum úr tveimur rannsóknarverkefnum. Annað verkefnið var doktorsverkefni Önnu Jeeves þar sem hún rannsakaði viðhorf ungmenna til reynslu af enskunámi í framhalds- skóla. Fram kom að mörgum fannst sem enskunámið hefði hvorki reynt mikið á né bætt miklu við þá ensku sem þau lærðu utan skólans, aðrir sögðust hafa fengið góðan grunn til að byggja á. Hitt verkefnið var rann- sókn Birnu Arnbjörnsdóttur og Hafdísar Ingvarsdóttur sem lýsti erfiðleikum margra nemenda við Háskóla Íslands við að nota ensku í námi. Niðurstöður leiða í ljós að nemendur ofmeta almennt færni sína í ensku, að um 30% nemenda við HÍ á í erfiðleikum með skilning á námsefni á ensku og að tveir þriðju áttu erfitt með að vinna með tvö tungumál í einu. Báðar rannsóknirnar voru hluti af stærri rannsókn á stöðu ensku á Íslandi. Enskukunnátta Íslendinga Enskukunnátta Íslendinga telst almennt góð. Við höfum aðgang að miklu efni á ensku og ungt fólk heyrir og MÁLFRÍÐUR 5 Birna ArnbjörnsdóttirGerður Guðmunds dóttir Gerður Guðmundsdóttir, enskukennari við Mennta- skólann við Hamrahlíð og Birna Arnbjörnsdóttir, pró- fessor í annars máls fræðum við Háskóla Íslands. Enska á krossgötum: Daglegt enskt mál – akademísk enska

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.