Málfríður - 15.03.2015, Síða 11
sumum bekkjum eru töluð hátt í 20 tungumál og sum
börn kunna að spreyta sig á þremur til fjórum tungu-
málum.
Það er mikilvægt að halda áfram að rækta tungu-
mál sem maður hefur lært að tala reiprennandi sem
barn og getur það nýst samnemendum og kennurum
vel að fá innsýn í mál og menningu lítilla sem stórra
heimsborgara. Þannig er hægt að nýta tungumál nem-
endanna sem virkt tæki til að gera tungumálakennsl-
una lifandi, forvitnilega og hagnýta og á sama tíma
þróa fjölmenningarfærni í öllu menntunarkerfinu. Við
þurfum ekki að kunna móðurmál nemenda okkar til
þess að stuðla að því að þeir alist upp í nánd við þau
heldur viðurkenna að raddir skólabarna búa yfir meiri
fjölbreytni en áður og að góð tengsl við móðurmálið er
leiðin inn í íslenskuna eða hvert annað nýtt tungumál
sem lært er.
Málin skapa heild og samhljóm milli manna, eitthvað
sem við þurfum á að halda bæði heima og heiman.
Tilvísanir
www.menningarmot.is
Fjölmenningarstarf Borgarbókasafns: www.borgarbokasafn.is
European Centre of Modern Languages: www.ecml.at
Ég bendi einnig á „Heimurinn er hér“ sem er fjölmenningarstefna
skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur þar sem áhersla er lögð á fjöl-
breytt tungumál og á B.Ed ritgerð Oddnýjar Sturludóttur „Gagnrýni og
von“, þar sem Menningarmót er tengt við hugmyndafræði Cummins
og Nieto.
í mánuði víða um borgina þar sem markmiðið er að
varpa ljósi á hversu mikið þessi hafsjór auðgar mann-
lífið og menningu okkar. Stundum er eitt tungumál í
öndvegi og á öðrum tímum setjum við upp svokallað
„stefnumót tungumála“ þar sem hægt er að fara á milli
fólks sem tala hin ýmsu heimsmál, spreyta sig á máli
sem maður þekkir eða kynnst nýju. Það er von okkar
að áhuginn á tungumálakunnáttu aukist og að verk-
efnið rati smám saman inn á fleiri stig skólakerfisins.
Það er nefnilega úr mörgum málum að velja en á
Íslandi eru töluð fleiri en 100 tungumál. Sú staðreynd
kom berlega í ljós í febrúar 2014 þegar Borgarbókasafn,
í samstarfi við ýmsa aðila á sviði menningar og mennt-
unar, tók þátt í viðamiklu móðurmálsframtaki á vegum
íslensku UNESCO-nefndarinnar og Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í tilefni af
alþjóðlega móðurmálsdeginum, sem haldinn er 27.
febrúar ár hvert, var sett upp heimasíða á www.tungu-
malatorg.is en þar geta skólar meðal annars skráð
fjölda þeirra móðurmála sem þar eru töluð. Á síðunni
er þar að auki að finna fróðlegan hugmyndabanka um
fjölbreytt móðurmál í kennslu.
Í starfi mínu sem umsjónarmaður Menningarmóta
í reykvískum skólum þar sem nemendur kynna sína
persónulega menningu hver fyrir öðrum, sé ég hversu
mikið stolt fylgir því hjá ungum Íslendingum þegar
þeir miðla heimsreynslu sinni og tungumálaforða. Í
GLIMT
Stuttir og skemmtilegir
bókmenntatextar úr dönskum
samtíma. Fallega myndskreytt
bók fyrir nemendur á
framhaldsskólastigi.
Brautarholt 8 / 105 Reykjavík
sími 517 7210 / fax 552 6793 / www.idnu.is
mán-fim
9–16
föstudaga
Opið
Ný
bók
MÁLFRÍÐUR 11