Málfríður - 15.03.2015, Side 13

Málfríður - 15.03.2015, Side 13
efni þar sem við áttum að velja senu út Rómeó og Júlíu og búa til hreyfimynd um hana í forritinu Stopmotion. Við áttum að ræða hvaða senu við vildum taka, hvaða klípu og tilfinningar við legðum áherslu á og koma stemningunni á framfæri. Til að vinna svona verkefni þurfa nemendur að þekkja söguna vel og við umræð- urnar nýta þau þann skilning og þá færni sem þau hafa á annan hátt en t.d. við ritunarverkefni. Spjaldtölvuvæðing í grunnskóla Kyrre Grevstad, kennir við framhaldsskóla í Bergen. Skólinn hans fékk í fyrra, ásamt grunnskóla bæjarins, norsku menntamálaverðlauninn fyrir það hvernig þau nýta netið og netmiðla í kennslu og það hvernig þau halda utan um námið á netinu. Hann sagði: „Við viljum að nemendur okkar vilji læra.“ Viðhorfið er að vinna með tækninni en ekki á móti henni. Við spjald- tölvuvæðingu fengu allir starfsmenn og nemendur spjaldtölvur þannig að öll samskipti og skilaboð fara fram í Facebook hópum. Mikil vinna fer fram í Google Docs sem fellir veggi. Ef nemendur vilja vinna á göng- um skólans, eða jafnvel heima, er kennarinn samt með aðgang að skjalinu þeirra og getur komið með leið- beiningar og leiðréttingar jafnóðum eða eftir því sem hentar. Nemendur hafa verið mjög ánægðir með þetta. Við yfirferð á verkefnum mælti hann einnig með for- ritið Annotate. Við skólann starfa tveir kennarar sem sérhæfa sig í að finna leiki sem nýtast við kennslu. Forritið Socrative er mikið notað en það er mjög einfalt í notkun og afar hagnýtt. Þau nota speglaða kennslu þar sem nemendur hafa tækifæri til að skoða stutta fyrirlestra heima eða við vinnu sína í tímum. Í ritun og við lestur sýndi hann okkur hvernig þau nota Inklewriter sem er afar hvetjandi til að fá nem- endur til að skrifa og eins höfðu kennarar sett lestexta þar inn sem voru mis ýtarlegir. Grevstad tók dæmi af fornsögu þar sem nemendum gafst kostur á að lesa t.d. ættartölu ef leið A var valin eða sleppa henni og halda lestri áfram með því að velja leið B. Þetta er góð blómstra þar sem hvatinn að vinnu nemandans kemur að innan. Það er erfitt að skipuleggja kennslu sem þessa. Það krefst mikils tíma áður en haldið er af stað með nemendum. Á heimasíðu Jeppe er að finna spurningar sem gott er að spyrja sig áður en lagt er af stað og hluti sem gott er að hafa í huga við skipulagið, á meðan á vinnu stendur og við námsmat. Ýmis forrit eru til sem auðvelda utanumhald og verklag. Í glærusafninu frá fyrirlestrinum má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar. http://www.jeppe.bundsgaard.net/foredrag/index. php Minecraft Börn og unglingar elska leiki og Santeri Koivisto stofnandi Minecraft og fyrrum kennari sýndi okkur hvernig Minecraft er notað í kennslu víða um heim. Við prófuðum sjálf og það var sérlega skemmtilegt að sjá hvernig tilfinningin fyrir fjarstýringunni kom sér vel hjá yngsta fólkinu á námskeiðinu við að byggja og flytja hluti. Núvitund Lone Koefoed Hansen sem er lektor við háskólann í Árósum hélt fyrirlestur um skynjun okkar á umheim- inum í gegnum snjalltæki og um það hversu vön við erum orðin því að allt snúist í kringum okkur sjálf í netmenningu samtímans. Hún benti m.a. á að þegar fólk tekur myndir af öllu mögulegu í kringum sig, eins og af matnum sínum, er það að skynja hlutinn á annan hátt en áður. Það gefi, andstætt því sem oft hefur verið rætt um, núvitund og tilfinningu fyrir hlutum og sjónarhorn sem það fær ekki annars. Hreyfimynd í Stopmotion Myndlistarkonan Ditte Lundsgaard Nielsen er mennt- uð í uppeldisfræðum og hefur árum saman unnið með ungu fólki í faglegum skapandi verkefnum með notkun nettækja. Hún lét okkur m.a. vinna hópverk- MÁLFRÍÐUR 13 Allir þáttakendur á námskeiðinu. Ditte Lundsgaard Nielsen.

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.