Málfríður - 15.03.2015, Page 22
Alþjóðlegt þing tungumálakennara var haldið 26.–
29. apríl sl. af Alþjóðasamtökum tungumálakenn-
ara, Fédération Internationale des Professeurs de Langues
Vivantes (FIPLV), í samvinnu við samtök tungumála-
kennara í Ontariohéraði í Kanada, Ontario Modern
Language Teachers’ Association (OMLTA) og Samtök
annarsmálskennara í Kanada, The Canadian Association
of Second Language Teachers (CASLT).
STÍL er meðlimur í FIPLV og er Sigurborg Jónsdóttir,
þýsku- og frönskukennari í Borgarholtsskóla og
fyrrum formaður STÍL, núverandi formaður deildar
Norðurlanda og Eystrasaltslanda FIPLV. STÍL sendi
tvo fulltrúa á þingið, nýjan formann STÍL, Petrínu
Rós Karlsdóttur og Svanlaugu Pálsdóttur en einnig
var Sigurborg Jónsdóttir á þinginu á vegum deildar
Norðurlanda og Eystrasaltslanda FIPLV.
Þingið sóttu rúmlega 1000 tungumálakennarar víðs-
vegar að úr heiminum. Boðið var upp á fyrirlestra,
örnámskeið og málstofur um það nýjasta á sviði tungu-
málakennslu í dag.
Talsverð áhersla var lögð á nýjungar í kennslu s.s.
hvernig nýta megi tækninýjungar, netið, ýmis kennslu-
forrit og öpp. Einnig var nokkuð mikið um að umföll-
unarefnið væri tónlist, bæði hefðbundin og svo rapp,
t.d. málfræðirapp, en þar að auki var fjallað um flest
allt sem til umræðu hefur verið í tengslum við kennslu
erlendra tungumála síðustu ár. Margir helstu fræði-
menn heims í kennslufræðum tungumála héldu fyrir-
lestra og stjórnuðu örnámskeiðum og vinnustofum.
Fyrir okkur sem ekki höfðum farið á svona þing
áður kom það á óvart hversu margt var í boði, því á
hverjum tíma voru 6-10 valmöguleikar. Það var þraut-
inni þyngra að velja hvert skyldi haldið og hverju yrði
sleppt. Hægt er að fletta upp á þinginu á Twitter á
merkinu #WCML2015. Margir fyrirlestrar voru teknir
upp og má sjá þá á þessari slóð: https://www.caslt.
org/what-we-do/what-we-do-wcml-cmlv-2015_
en.php
Eftirminnilegar kynningar
Margar eftirminnilegar kynningar voru fluttar á
þinginu og verður hér fjallað um nokkrar þeirra.
Sylvia Duckworth: „Social Media and Web 2.00 tools
in the FSL (French Second Language) in the classroom.
Technologies in the classroom.“ Duckworth sagði frá
reynslu sinni af notkun tækninýjunga í kennslu-
stofunni. Henni fannst mesta og besta breytingin á
nemendum eftir að hún gafst upp á ljósritunum og fór
að nota tæknina að nemendur væru ánægðari og virk-
ari í tímum. Eftir að hafa setið kynningu hjá Sylvia
Duckworth höfum við fylgt henni á Twitter. Þar er
hægt að fá hugmyndir að verkefnum fyrir nemendur.
Steven Langlois (sviðsnafn: Etienne dj delf): „Getting
REAL and AUTHENTIC in the French Classroom.“
Langlois semur lög í stíl við vinsæl lög til að hjálpa
nemendum að læra ensku, frönsku og spænsku.
Tónlist hans er til sölu í flestum tónlistarverslunum í
Kanada en nýtist alls staðar þar sem þessi tungumál
eru kennd.
Michelle Metcalfe: „Introduction to Teaching Spanish
through Reading and Storytelling.“Metcalfe var með
sýnikennslu á hvernig hún notar sögustund, storytell-
ing, til að kenna nemendum spænsku. Hún er með öll
helstu spurnarfornöfn í spænsku þýdd uppi á vegg og
glærur með þýðingum á setningum sem hún ætlar að
nota. Hún heldur á laserbendli og notar leikmuni svo
sögustundin verði skemmtilegri. Hún segir að eftir að
hún hætti að kenna málfræði og hafi farið að kenna á
þennan hátt hafi nemendur hennar náð betri árangri.
Málfræðina læri þau að sjálfu sér þ.e. að nota hana þó
þau komi ekki til með að læra hugtökin.
Jim Murphy: Reynslan af fjarkennslu tungumála
á Nýfundnalandi og Labrador (kynning án titils í
tengslum við pallborðsumræður). Murphy talaði um
jákvæða reynslu sína af fjarkennslu tungumála á svæði
22 MÁLFRÍÐUR
Petrína Rós KarlsdóttirSvanlaug Pálsdóttir
Alþjóðlegt þing tungumálakennara
við Niagarafossa
Svanlaug Pálsdóttir, spænskukennari við Verzlunar-
skóla Íslands og Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL
og frönskukennari við Menntaskólann við Sund.