Málfríður - 15.03.2015, Page 24

Málfríður - 15.03.2015, Page 24
Frönskukeppni framhaldsskólanema snýst fyrst og fremst um að hvetja nemendur til að flytja efni á franskri tungu. Meiri áhersla er lögð á framsögn, framburð, hljómfall og innihald en það að allt sé mál- fræðilega kórrétt. Fyrstu árin fluttu nemendur efni eftir frönskumælandi skáld en undanfarin sjö ár hafa nem- endur samið eigið efni til flutnings. Nútímatækni hefur einnig haft áhrif á fyrirkomulag keppninnar. Keppnin 2015 Þann 21. mars síðastliðinn fór fram frönskukeppni framhaldsskólanema (fr. concours des lycéens) og mun það hafa verið í 19. sinn sem hún var haldin. Keppnin er skipulögð af Félagi frönskukennara á Íslandi í sam- vinnu við sendiráð Frakklands á Íslandi. Dagsetning keppninnar var ekki valin af handahófi því 21. mars var lokadagur viku franskrar tungu (fr. semaine de la francophonie) sem haldin er hátíðleg á hverju ári. Keppendur komu frá fimm framhaldsskólum í þetta sinn og sendu þeir inn myndband sem þeir unnu út frá þemanu „La France de la diversité“ eða Frakkland fjöl- breytileikans. Í myndbandinu fluttu keppendur ýmist eigið ljóð eða texta. Þeir skiluðu einnig stuttri greinar- 24 MÁLFRÍÐUR Frönskukeppni framhaldsskólanema Jóhanna Björk Guðjónsdóttir, for- maður Félags frönskukennara á Íslandi. Keppendur ásamt dómnefnd.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.