Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 9
vesttlraka r rRETIABLADlD VORIBÆ „Það væri nær að mynda mann léttklæddan í góðu veðri....“ — Hvað finnst þér um Sjó- mannadaginn Hjörtur? — Um Sjómannadaginn? Hann er ágætur. Annars hefur hann breyst mikið frá því sem áður var. Nú er fólk orðið svo kröfuhart, gerir sig ekki ánægt með annað en dýra skemmti- krafta að sunnan. Já, hann hef- ur breyst. Hér áður fyrr var maður alltaf á sjó á Sjómanna- daginn. — En nú ertu alltaf í landi? — Já, nú er ég alltaf í landi. Nú er Hjörtur búinn að mála lunninguna hvíta allan hringinn og hann prílar niður úr bátnum. Best að fá sér í nefið hjá honum Begga, segir hann, en Beggi á næsta bát fyrir framan, hann Ver Engin tima- vinna Ef maður getur ekki verið á rækju, þá getur maður ekki neitt — Hjörtur Stapi tekinn tali niðrí slipp Blaðamaður kom á hjólhesti, sem sumir kalla trjóuhest, niðri slipp seinnipart síðustu viku. Tveir litlir bátar trónuðu í slippnum, hálf vandræðalegir, líkast því sem þeir blygðuðust sín fyrir nektina. Yfir skut ann- ars bátsins, Húna, lá Hjörtur Stapi Bjarnason og var að mála lunninguna. — Nú er upplagt að smella af þér mynd, sagði blm. og mund- aði apparatið. — Já, nú er um að gera, taka mynd af manni við að mála. Það væri nær að mynda mann léttklæddan í góðu veðri í stað- inn fyrir að mynda mann hérna með sultardropa og munn- herkju, sagði skipstjórinn. — Er nokkurn tíma hægt að vera léttklæddur á íslandi nú- orðið? — Nei, það er ekki nema fara austur á land, fara í slipp þar. Maður á að haga seglum eftir vindi. — Ertu að mála til að bátur- inn taki sig betur út í höfninni í sumar? — Jájá. Svo hann seljist bet- ur. — Ætlarðu að fara að selja? — Neei, ætli maður sé nokk- uð að því. Maður er of vitlaus. — Færðu nokkuð að veiða? — 15 tonn, segir hann og réttir úr bakinu. 15 tonn. Bætir síðan við: Annars get ég verið á hvorum kvótanum sem er. Bát- urinn er það lítill. Hann er ekki nema níu og hálft tonn,þó hann sé skráður 10 tonn hjá Fiskifé- laginu. — Ætlarðu að vera einn á bát? — Ég veit það ekki. — Ertu nokkuð að fara á hausinn með útgerðina? — Eru ekki allir á hausnum og búnir að vera lengi? Manni skilst það. Nei, maður er ekkert að fara á hausinn. Þeir kvarta ekki sem eiga litlu bátana. — Varstu ekki á rækju í vet- ur? — Jújú. — Hvemig gekk það? — Maður hafði skammtinn, segir hann. Dýfir síðan penslin- um oní hvíta málninguna og prjónar við: Jújú, það gekk svosem ágætlega. Þetta er nú ósköp létt að vera á rækju, ekki mikil vinna. Ef maður getur ekki verið á rækju, þá getur maður ekki neitt. — En það er svolítið kulsamt, er það ekki? segir landkrabb- inn. — Maður er vanur því. Þá klæðir maður sig bara betur. Vél frá Herði lendir í þessum svifum og það eru einhver tor- kennileg hljóð í henni þar sem hún rennir sér eftir brautinni. — Voðalegir smellir eru þetta Salómon um borð í Álftinni Nei, það sama og í fyrra, hefur ekkert hækkað. Ég held það séu um 40 kr. með uppbót og öllu. — Hver tekur við hrognun- um af ykkur? Það er hann Guðmundur Sveinsson í Netagerðinni. — Em þetta svolítið sjarmer- andi veiðar? Ja, maður er að minnsta kosti ekki í helvítis tímavinnunni. Lengur var ekki verjandi að halda samtalinu áfram, því þeir þurftu að fara að landa. Álftin var að koma úr grá- sleppuróðri. Nei, það var lélegt fiskirí, kallaði Salómon Sigurðsson uppá bryggjuna. — Er það lélegra núna en í fyrra? Já, lélegra en í fyrra. Annars er ekki alveg að marka þetta, við vorum að draga núna eftir brælu og netin voru full af þara. Svo misstum við nú af besta tímanum, það er best fyrst á vorin. Við vorum að beita og gátum því ekki byrjað strax. Já, ég held það megi byrja 18. apríl. Svo er það oft gott í júlí líka. — Fáiði gott verð fyrir hrognin? í henni núna, segir Hjörtur og hvessir augun á relluna. Svo hætta þessi óhljóð og Hjörtur heldur áfram að pensla. Blaða- maðurinn tekur mynd. Spyr svo hvað þetta sé gamall bátur hjá honum. — Hann er orðinn 22 ára greyið. — Ekki hefur þú átt hann allan þann tíma? — Nei, ég er búinn að eiga hann í 12 ár. — Gott skip? — Jájá, hann er ágætur, nokkuð lítill, en góður í sjó. Eiginlega er hann of lítill til að vera að veiða rækju á honum. Maður verður að fara voðalega varlega. — Talið berst að vorverkun- um, hvað þetta sé mikil vinna. — Þetta er það versta, segir Hjörtur. Að mála og þrífa þetta. Þá er betra að vera útá sjó bara.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.