Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 25

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 25
I vestlirsKa rRETTAELADID Kristján Jónasson, bæjarfulltrúi: Ekkert já eða nei mál t starfshóp þann sem kanna skal og gera tillögur um fram- kvæmd golfvallarmálsins í Tungudal voru skipaðir þrír menn: Kristján Jónasson, Guð- mundur Ingólfsson og Bjarni Jensson. Á mánudaginn hafði Vf samband við Kristján og spurði hvemig störfum hópsins yrði háttað. „Fyrsta verkið er að kynna sér hvort golfvöllurinn kemst fyrir í Tungudal og þá hvemig. Kristján Jónasson. Og þó hann komist fyrir þá er hann háður því að allt annað komist þar fyrir sem hugmyndir eru um að hafa þar líka. í þessu felst skipulagsbreyting sem þarf að fara til skipulagsstjóra til umsagnar, síðan þarf að aug- lýsa hana og óska eftir athuga- semdum og fjalla um þær ef einhverjar verða. Þetta er því ekkert mál þar sem einhver bæjarstjóm getur bara sagt já eða nei. Þá þarf einnig að gera úttekt á því hverjir eiga landið og at- huga hvort það er þá falt bæj- arsjóði, því bæjarsjóður af- hendir ekki land sem hann hef- ur ekki umráðarétt yfir. Þá finnst mér eðlilegt að svæðið verði mælt upp, svo menn viti hvað þeir eru að fjalla um, eignar- og óskipt land verði allt sett inná kort og athugað hvernig eignarhlutur er í ó- skiptu landi.“ — En er ekki bæjarstjóm bú- in að ákveða að golfvöllur verði í Tungudal? „Þó svo fari að bæjarstjórn vildu hafa golfvöll í Tungudai, ætti allt landið og allt kæmist fyrir, þá strandaði málið ef ekki næðist samkomulag við Golf- klúbbinn sem bæjarstjórn gæti sætt sig við. Ég tel bæjarstjóm því ekki vera búna að afsala sér síðasta orði í þessu máli.“ — Hvenær búist þið við að ljúka störfum? „Ef við fáum allar tækniupp- lýsingar, þ.e.a.s. mælingar á svæðinu og alla samninga um þetta land, í júnímánuði, væri hægt að hraða hinni vinnunni“. Starfshópurinn var ekki bú- inn að koma saman þegar Vf ræddi við Kristján, en fyrsti fundurinn var fyrirhugaður á miðvikudag. 25 LANDSBANKIISLANDS Útibúið á ísafirði Sendurn vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur og úrnaðaróskir ú sjómannadaginn. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna Frá Héraðsskólanum í Reykjanesi Héraðsskólinn í Reykjanesi starfrækir skólaárið 1984 — 1985: 1. Menntadeild: Almenna bóknámsbraut — Grunnnám. Þar er nemend- um engin nauðsyn að sinni að velja sér endanlega námsbraut til frambúðar. 2. Fornám: Þar gefst nemendum sem eigi náðu tilskildu lágmarki í einstökum greinum á grunnskólaprófi kostur á að ávinna sér framhaldsréttindi samhliða framhaldsnámi í öðrum greinum innan menntadeildar. 3. 7. — 9. bekk grunnskóla. Heimavist: Upplýsingar gefur skólastjóri. Sími um ísafjörð. Umsóknir sendist skólanum (401 ísafjörður) fyrir 30. júní n.k. & K.í. byggingavörur Byggingavörur — Heimilistæki — Hrein- iætistæki — Gólfdúkar — Gólfteppi Gólfdúkur frákr. 110 pr. ferm. Gólfteppi frá kr. 297 pr. ferm. Dreglar frá kr. 298 pr. ferm. Parket frá kr. 964 pr. ferm. Korkur frá kr. 460 pr. ferm. Veggdúkur frákr. 171 pr. ferm. Þiljur frá kr. 228 pr. ferm. Panell frá kr. 390 pr. ferm. Heimilistæki Hreinlætistæki Damixa Gustavsberg Flísar(Buchtal) Garðáhöld Verkfæri Fyrir gluggana Ömmustangir Z brautir Þrýstistangir Rúllugluggatjöld mm ■ E EURCCARO VÍSA K.Í. byggingavörur, Grænagarði, sími 3972 Iðnskólinn ísafirði Áætluð starfsemi veturinn 1984 —1985 1. Nám fyrir samningsbundna iðnnema. a) 1. áfangi á haustönn. b) 3. áfangi á haustönn. c) 2. áfangi á vorönn. 2. Nám í grunndeild rafiðna. a) 1. áfangi á vorönn. b) 2. áfangi á haustönn. 3. Nám í tækniteiknun á haustönn. 4. Vélskóli. a) 1. áfangi 1. stig á haustönn. b) 1. áfangi 2. stig á vorönn. c) lokaáfangi 1. stig á haustönn. 5. Stýrimannaskóli. a) 1. áfangi 1. stig á haustönn. b) 2. áfangi 1. stig á vorönn. 6. Meistaraskóli fyrir byggingamenn á vorönn. 7. Nám í frumgreinadeild Tækniskóla íslands, á haustönn. 8. Fornám fyrir nemendur, sem ekki hafa fram haldseinkunn frá grunnskóla, á vorönn. Innritun fer fram virka daga milli kl. 10:00 og 12:00. Upplýsingar eru veittar í síma 94-4215 á sama tíma. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 10. júní 1984. Skólastjóri

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.