Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 15

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 15
I vesttirska rRETTABLAOIfl og því fáklæddur. Konan var búin að tala við mig um að sig vantaði kjöt í matinn uppá sunnudaginn. Og þegar ég fer onaf þakinu rétt fyrir tólf, dettur mér í hug að ég skuli bara hlaupa oní íshús að sækja þetta. Þegar ég kem niðureftir eru allir farnir nema 3—4 menn sem voru að klára að láta á bíl. Ég fer inní húsið og uppá loft og þar inn. Og meðan ég er að ná í þetta úr kassa sem ég átti þarna heyri ég að það kemur einhver við hurðina. Ég lít ekkert við, en tel uppá að það sé maður að koma inn fyrir aftan mig. En þegar ég er búinn að binda aftur kassann minn og lít við, ja þá er búið að loka dyrunum. Þá hafði maður sem var í næsta her- bergi komið og talið sig hafa skilið eftir opnar dymar. Hann lokar og fer svo niður. Svo ég er þama mjög fá- klæddur í frystinum og kveið því að frjósa í hel. Það var hroðalegt áfall Svo næ ég mér í sviðahaus til að berja í hurðina og er búinn að berja og berja lengi hurðina, en enginn heyrði neitt. Svo hafði verið ljós yfir dyrunum þar sem ég fór inn. Einn verkstjóranna sá ljósið og hleypur til að slökkva það. Þá heyrir hann bara högg uppi og skilur ekki þetta, allir eiga að vera komnir heim í mat. Hann kemur uppí miðjan stiga og heyrir að barið er í hurðina, opnar og kallar inn hvort það sé nokkur inni. Jú, það var maður inni. Ætli ég hafi ekki verið nálægt klukkutíma þarna inni var orðinn ískaldur uppað mitti. Þetta var hroðalegt áfall.“ Átti eftir tvo faðma í klettinn Talið berst að trillunni hans Gústa og það er greinilegt að hann ber hlýjar tilfinningar til hennar. Gústi segir sögu af því hvernig konan með bláa klútinn bjargaði honum einu sinni: „Okkur vantaði beitu svo ég fer inneftir að sækja beitu fyrir Jón Magnússon og fleiri. Sæki fullan bátinn af kúfiski. En ég var ákaflega syfjaður, búinn að vaka mikið. Maður að nafni Benedikt var með mér og hann var sofandi frammí lúkamum. Þegar ég kem útundir Ritinn þá fer ég að dotta. Svo hverf- ur veröldin svolítið og ég sé þig ekki frekar núna en ég sá hana ömmu mína fyrir framan augun á mér með bláa klútinn á höfðinu. Hún líður svona frá mér útí eitt. Ég átti eftir tvo faðma í klettinn.“ Gústi hefur sett Jóhönnu niður á hverju sumri, þangað til í fyrra. Hann segist vera farinn að sjá svo illa. Skepnurnar trylltust Gústi er spurður útí umsvif hers- ins í Aðalvík á stríðsárunum. „Þeir komu fyrst að Sæbóli, byggðu þar 4 eða 5 hús fyrir framan túnið hjá okkur. Svo fóru þeir að byggja uppá Ritnum, settu þar upp radarstöð. Fyrst settu þeir niður pínulitla radarstöð við Sæból. Þarna voru þeir í 3—4 þar, en þá tók kan- inn við. Þá breytti hann þessu öllu og flutti útá Straumnes.“ — Fengu menn þarna vinnu? 15 Ágúst um borð í Jóhönnu, með bláa klútinn. „...ég sá hana ömmu mína fyrir fram■ an augun á mér með bláa klútinn á höfðinu. “ „Alveg ótakmarkaða vinnu, eins og þeir vildu.“ — Þú hefur ekki farið í það? „Jú, ég fór nú um tíma, var uppá Ritnum og á Sæbóli.“ — Hvernig var að vinna fyrir Bretann? „Það var ágætt að vinna hjá þeim.“ — Var margt hermanna þarna þá? „Ég hugsa að þeir hafi verið upp- undir 30 þarna. Þeir voru lengi 4 eða 5 fyrst sem byggðu fyrstu tvo eða þrjú húsin þama. Svo var alltaf að smáfjölga.“ — Kynntistu þessum mönnum eitthvað? „Já, ég kynntist nú þarna nokkr- um, sérstaklega einum, sá hét Ronnie, og við skrifuðumst lengi á. Svo hætti ég að heyra frá honum. Svo var skal ég segja þér svo gaman að því að bréfin til mín voru opnuð og kannski klipptar úr þeim ein eða tvær línur.“ — Hvað fannst mönnum um þetta brambolt í hernum þarna fyrir norðan? „Það var nú ágætt fyrst, en það var afleitt eftir að þeir settu þarna upp byssur og fóru að skjóta uppí fjallið og útá víkina. Það söng og skalf öll víkin bara. Skepnurnar fóru ýmist alveg útá Rit eða frammí vík, eins og þær komust bara. Þær trylltust alveg hreint. Það voru margir hræddir við þetta.“ Á við Vestmannaeyjagosið — Hvernig var að þurfa síðan að flytja? „Það var alveg hroðalegt. Þetta var alveg stórkostleg eyðilegging. Maður varð að hlaupa þarna frá öll- um sínum eignum. Ég og nokkrir kunningjar mínir höfum líkt þessu við eldgosið í Vestmannaeyjum. Ég fiskaði alveg prýðilega síðasta sum- arið sem ég var á Hesteyri.Þá vorum við ekki eftir nema fjórir eða fimm karlmenn og bara með konurnar, krakkamir allir komnir hér vestur á skóla. Svo fara þeir tveir. Þá sá ég að ég gat ekki verið lengur á Hesteyri, því ég gat ekki sett bátinn. Það var allt að smátínast svona í burtu.“ Ágúst á enn jörðina á Hesteyri og segist vera þar svona tvo mánuði á hverju sumri. Áður en blaðastrákurinn heldur útí stinningskaldann á ný dregur Gústi fram gamalt segulband og spilar fyrir hann viðtal sem Jökull heitinn Jakobsson átti við hann fyrir u.þ.b. 10 árum. Þar ræddu þeir m.a. um togarasjómennsku Gústa. Þess vegna forsíðumynd af ísborginni „...þeir settu þarna uþþ byssur og fóru að skjóta uppí fjallið og útá víkina. Það söng og skalf öll hlíðin bara.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.