Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 28

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 28
Mikiö úrval af veiðivörum frá ABU — MITCHELL og HERCON SPORTHIAÐAN h.f SILFURTORG11 400 ÍSAFIRÐI SÍMI4123 ERNIR P Símar 3698 og 3898 ISAFIROI J BÍLALEIGA Póllinn hf. hlýtur alþjóðleg verðlaun: Fyrst og fremst hvatning — segir Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmdastjóri f hófi í Madrid á Spáni 25. maí $.1. veitti Kristinn R. Ólafs- son, fréttaritari útvarpsins með- al Spánverja, viðtöku alþjóðleg- um verðlaunum fyrir hönd raf- eindafyrirtækisins Pólsins á ísafirði. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi fram- leiðslu, í þessu tilviki vogir og annan búnað þeim tilheyrandi. Það er útgáfufélagið Edi- torial Office sem gengst fyrir verðlaunaveitingunni, en félagið gefur út allmörg fagtfmarit. Fyrir 12 árum var sett á laggim- ar nefnd á vegum fyrirtækisins sem hefur það hlutverk að leita uppi fyrirtæki sem skara frammúr á sínu sviði. Nefnd þessi leitar tilnefninga hjá verslunarráðum eða sendiráðum hvers lands og velur síðan þá bestu úr. Þetta verður því að teljast töluverður heiður fyrir Pólinn. Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmdastjóri Pólsins, sagði í samtali við Vf að þessi verðlaun hefðu komið þeim al- gjörlega á óvart, þeir hefðu ekki haft hugmynd um hvað til stóð fyrr en þeir fengu bréf þess efnis. Hann var spurður hvaða þýðingu þessi verðlaun hefðu fyrir Pólinn. Pólsvoglrnar. Framúrskarandl framlelðsla. „Þetta er fyrst og fremst hvatning fyrir starfsfólkið, svona klapp á öxlina þess fyrir unnin störf, klapp frá utanað- komandi, hlutlausum aðila sem hefur engra hagsmuna að gæta hvað okkar fyrirtæki viðvíkur.“ — Er það rétt að borga hafi þurft fyrir verðlaunin? „Það þarf ekki að borga neitt fyrir verðlaunin sem slík, en hins vegar deilist þátttöku- kostnaður niður á þau fyrirtæki sem eru tilnefnd til þeirra. Stærsti kostnaðarliðurinn er líklega verðlaunaafhendingin sjálf. Allur útlagður kostnaður okkar vegna verðlaunanna var um 60 þús. kr.“ — Hafa verðlaunin eitthvert auglýsingagildi fyrir ykkur? „Sjálfsagt hafa þau það, en þó held ég að þau séu fremur hvatning fyrir fólkið sem vinnur að þessu. Áuglýsingagildi svona hluta fer algjörlega eftir því hve mikið þeim er haldið á lofti.“ Ásgeir Erling sagði að áfram væri unnið að markaðsöflun erlendis. Þannig væru þeir komnir með tvo umboðsmenn í Noregi og kvaðst Ásgeir eiga von á samvinnu þeirra við Komdata í Færeyjum um sam- eiginlega markaðssetningu í Noregi og jafnvel á Grænlandi og í Danmörku. Komdata er fyrst og fremst tölvufyrirtæki og sagði Ásgeir að frá þeim kæmi hluti af hugmyndum þeirra og nokkuð af forritum. Nú standa yfir viðræður milli fyrirtækj- anna um þróunarprógramm til að aðlaga kerfi þeirra að nor- rænum mörkuðum. Fyrr á þessu ári var enn- fremur samið við amerískt fyr- irtæki um framleiðslu á borð- vogum fyrir Ameríkumarkað og er sú framleiðsla að hefjast. r Afli I Búlð er að ganga frð samn- I ingum um lelguna á togaran- ■ um með rlthðfundarnafnlnu, ■ Snorra Sturlusynl. Hann hefur I verlð teklnn á lelgu frá 1. júnf tll 115. október. Ekkl er þó relknað J með að sklpið verðl teklð fyrr I en 10. júnf þar sem troll og I fleira vantar. Upplstaðan í á- L-..-............ hðfnlnnl verður ísfirðlngar, en sklpstjórl verður Flosl Jakobs- son úr Bolungarvík. Það gætl elnhvern tíma orðlð þrðngt í hðfnlnnl í sumar. Vlð höfum þennan inngang ekkl lengri að þessu slnnl, en vonum að sjómannadagurlnn verðl gæskufullur. BESSI landaðl 135 tonnum á þrlðjudag, mest þorskur. PÁLL PÁLSSON landaði sama dag 139 tonnum af þorski. GUÐBJARTUR stoppaðl í 5 daga í síðustu vlku vegna vlð- gerðar. GUÐBJÖRG landaðl 147 tonn- um á þriðjudag upplstaðan þorskur. DAGRÚN landaðl á laugardag 147 tonnum af blönduðu. HEIÐRÚN kom með 75 tonn á mánudag, mest þorskur. ELfN ÞORBJARNARDÓTTIR er væntanleg til hafnar á föstu- dag. GYLLIR landaðl 150 tonnum á mánudag, mest þorskur. FRAMNES I. landaði á mlð- vikudag í síðustu viku 117 tonnum upplstaðan grálúða. SLÉTTANES kom daginn eftir með 108 tonn, bróðurparturlnn þorskur. SIGUREY landaðl 120 tonnum á þrlðjudag í síðustu viku, karfl og grálúða. BJARNI BENEDIKTSSON skil- aði 12 tonnum af rækju á land f síðustu viku, á föstudag nánar tiltekið. HAFÞÓR kom með 18 tonn af rækju á mánudag og eltthvað af „fiski". Og þar með lýkur upptaln- ingu þessarl. PÓLLINN HF Isafirói Sími3792 Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur og árnaðaróskir á sjómannadaginn. Þökkum gott samstarf undanfarin ár. Póllinn hf. ísafirði r1 i I Tveir leikir—Tvö töp — Betur má ef duga skal! ísfirskir knattspyrnumenn hafa verið óbeppnir í tveimur síðustu leikjum sinum. Eftir leik Stuttgart og Hamburg á laugardaginn léku þeir við FH og þrátt fyrir jafnan leik lágu Isfirðingar í valnum að leikslokum, tvö—núll. Staðan var 1—0 í hálfleik. Á þriðjudagskvöld sóttu ísfirð- ingar síðan Njarðvíkinga heim. Sá leikur tapaðist 2— 1, þannig að ljóst er að betur má ef duga skal. Barnfóstrur í athugun er að halda stutt námskeið fyrir barnfóstrur 10 ára og eldri. Kennsla í skyndihjálp, meðferð ungbarna og fleiru. Upplýsingar veitir félagsmálafulltrúinn í síma 3722 milli kl. 10:00 og 12:00. Félagsmálafulltrúinn Gæsluvöllurinn við Túngötu verður opinn 15. maí til 1. október kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 og 1. okt. — 15. maí kl. 13:00 — 16:00. Á leikvellinum er séð fyrir gæslu barna á aldr- inum 2 — 6 ára, en 6 ára börnum er heimilt að sækja völlinn í samráði við gæslukonur. Hámarksdvalartími 2ja og 3ja ára barna á leikskóla og í daggæslu er 2 tímar í senn. Skylt er að tilkynna gæslukonu ef enginn er heima, meðan barn er í gæslu á leikvelli, skal þá bent á annan aðila, sem hafa má samband við ef með þarf. Reglur varðandi dvöl barna á gæsluvellinum eru hjá starfsmönnum gæsluvallarins og á bæjarskrifstofunum, í afgreiðslu. Félagsmálafulltrúinn. Viðtalstímar Föstudaginn 1. júní verða bæjarfulltrúarnir Anna Helgadóttir og Geirþrúður Charlesdóttir til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrifstofunum að Austurvegi 2, frá kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórinn á ísafirði Sundhöllin ísafirði Hið árlega sundnámskeið fyrir börn verður frá 1. — 15. júní n.k. Upplýsingar og skráning í Sundhöll, sími 3200 og á bæjarskrifstofunni, sími 3722. íþróttafulltrúi BILALEIGA Ncsvogi 5 — Siiöavík — *)4-6972-6932 (.rensásvqji 77 — Reykjavík — 91476«« Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.