Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 22

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 22
vestfirska 22 FRETTABLADID Af millidekkinu á Dagrúnu. Færibandið til hægri á myndinni flytur slógið í safnkar. Ljósmyndir E.K.G. vinnsluna við verksmiðjuna hér. — Þess má geta að í Tæknitíðindum nr. 152 sem Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins gefur út er greint frá at- hugunum og niðurstöðum Elí- asar. Góðar aðstæður Aðstæður við ísafjarðardjúp eru á margan háít góðar til samneytingar á aukaafurðum úr fiski. Við utanvert Djúpið eru fimm stór frystihús og það- an eru gerðir út sjö togarar all margir línubátar og minni fiskiskip. Vegalengdir á milli staða eru ekki miklar. Varðandi meltuvinnsluna sérstaklega, er ljóst að í Bol- ungarvík er þegar fyrir hendi fullkomin fiskimjölsverksmiðja, búin helstu tækjum sem nota þarf til meltuvinnslu og lýsis- skilvindu, einnig er hún búin tækjum úr sýruþolnu stáli og þolir því lágt sýrustig. Þessar aðstæður auðvelduðu því mjög möguleikana á því að fara út í slógmeltunýtingu. Vinnslan í landi Þegar hefur verið lýst því hvernig slógið er hirt um borð í fiskiskipi. Þegar að landi er komið, er meltunni dælt um borð í tankbíl, sem ekur því í meltunartanka við verksmiðj- una. Þessi dæling hefur gengið mjög vel. í meltunartönkunum er hráefnið hitað í um 35 gráður og því haldið við þann hita í einn sólarhring. Eftir að meltun er lokið þarf að dæla meltunni inn á mjölskilvindu, síðan inn á lýsisskilvindu. Þaðan þarf að dæla lýsinu á tank og fitu- snauðu meltunni á annan. Fitusnauðri meltu er dælt á hit- unartanka þar sem hún er hituð í c.a. 80 gráður en þaðan er henni dælt inn á soðkjarnatæki þar sem uppgufun á vatni fer fram og vatnsinnihaldið í melt- unni breytist úr 80% í 45%. Þaðan er meltuþykkninu dælt á afurðatank. Sendum vestfirskum sjómönnum og fjöl skyldum þeirra kveðjur og árnaðaróskir á sjó mannadaginn. Miðfell hf. Sendum vestfirskum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra kveðjur og árnaðaróskir á sjó- mannadaginn. Mjölvinnslan hf. Sendum vestfirskum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra kveðjur og árnaðaróskir á sjó- mannadaginn. Landsbankinn Patreksfirði Landsbankinn Tálknafirði Landsbankinn Bíldudal Tvenns konar afurðir Afurðirnar eru því tvenns konar. I fyrsta lagi lýsi, sem nýta má á sama hátt og annað lýsi. I öðru lagi meltuþykkni, sem getur boðið upp á ýmsa nýting- armöguleika. Fyrst í stað verður þykknið úr verksmiðjunni í Bolungarvík selt í grasköggla- verksmiðjuna í Gunnarsholti. Aðrir möguleikar við nýtingu á meltu eru líka fyrir hendi. 1 fyrrnefndu erindi Sigurjóns Arasonar á fundi Atvinnu- málanefndar Bolungarvíkur kom fram að unnt er að nota meltu við loðdýrarækt og við fiskeldi. í ljósi þeirra vona sem menn binda við vaxtarmögu- leika þessara atvinnugreina, sýnist sem framtíðin kunni að leiða í ljós fleiri kosti á þessum sviðum. En hvað getur meltuvinnsla orðið umsvifamikil atvinnu- grein? Þetta er auðvitað sú stóra spurning sem framtíðin ein mun skera úr um. En til þess að reyna að átta sig frekar á hugs- anlegu umfangi, er rétt að reyna að glöggva sig nokkuð á tölum og staðreyndum. Próteinríkt efni Slóg er verulegur hluti ó- slægðs fisks. í Tæknitíðindum sem Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins gefur út, er um þessi mál fjallað, af þremur starfs- mönnum stofnunarinnar, þeim Lárusi Ásgeirssyni, Sigurjóni Arasyni og Tryggva Harðar- syni. Þess má geta að tveir þeir fyrrnefndu hafa verið til halds og trausts við undirbúning meltuvinnslunar í Bolungarvík. í skýrslu þremenninganna kemur fram að slógið er 15% af heildarþyngd fisksins að með- altali, en getur legið á bilinu 13—25%. Samkvæmt efna- greiningu sem starfsmaður Rannsóknarstofnunarinnar gerði kom í ljós að búast megi við að eftirfarandi efnasam- setning verði í meltu úr skut- togara. Prótein 12,5%. Fita 18,9%. Vatn 66,5%. í þessum útreikningum er ráð fyrir því gert að slóg með lif ur sé um 15 prósent en úrgangsfiskur um 10% og geta þessar tölur vitaskuld haft áhrif á fitu og próteinmagnið. Engum vafa sýnist undirorp- ið að mjög megi bæta verð- mætasköpun í landinu með vinnslu á slógmeltu. í Tækni- tíðindum er athygli vakin á því að árlega sé flutt inn í landið um 65 þúsund tonn af fóðri. Á sama tíma sé fleygt í hafið um 65—90 þúsund tonnum af slógi og úr- gangsfiski (þ.e. fiski sem ekki er nú nýttur af ýmsum ástæðum). Þetta hráefni, segja höfundar skýrslunnar, jafngildir 15 þús- und tonnum af fóðurlýsi og 15 þúsund tonnum af próteinríku mjöli. „Af þessu sést að þetta hráefni getur komið í stað stórs hluta af innflutta fóðrinu, þá sérstaklega próteinríka fóður- sins“, segja þeir. Gott samstarf Af þessu má ráða, að mikil- vægt er að kleift sé að nýta slógið. Til þess að vel megi tak- ast til þarf að komast á gott samstarf allra þeirra aðila er að málinu eiga að starfa, sjó- manna, útgerðarmanna og þeirra er vinna hráefnið í landi og nýta síðan afurðirnar. Ánægjulegt hefur verið til þess að vita að sú tilraun sem gerð hefur verið í Bolungarvík, hefur einkennst af góðri samvinnu aðilanna allra. Án hennar væri allt frumherja starf dæmt til að mistakast. Bolungarvík 27. 05. 1984. Einar K. Guðfinnsson. Heimildir: Elías Jónatansson (júní 1983). Meltuvinnsla í Síldar og fiski- mjölsverksmiðju Einars Guðfinns- sonar hf. í Bolungarvík. (Verkfræði og raunvísindadeild Háskóla ts- lands). Sigurjón Arason, Lárus Ásgeirsson og Tryggva Harðarson (15. mars 1984) Meltuvinnsla. Birt í Tækni- tíðindum nr. 152, útg. Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins. Sigurjón Arason: Nokkrar nýjung- ar í úrvinnslu sjávarafla. Erindi flutt á síðdegisfundi Atvinnumála- nefndar Bolungarvíkur 28.03. 1984. Þessi mynd, sem tekin er í verksmiðjunni, sýnir okkur hvar verið var að hakka slóg, sem fallið hefur til við slægingu í landi. Sendum vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur og árnaðar- óskir á sjómannadaginn. Vélsmiðja ísafjarðar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.