Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 3

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 3
FRJÁLS PALESTÍNA 3 taka þátt í friðarferli, þá veikja Ísraelar þá og styrkja um leið stöðu Meshaal og félaga innan Hamas, og stuðla þannig að klofningi í röðum Hamas-manna sjálfra, milli róttækari, trúarlegri og herskárri armsins og sveigjanlegri, þjóðernislegri stjórnmálaarmsins. Hamas unnu afgerandi sigur í kosn- ingunum hér um árið vegna þess að þá var staða þeirra nokkurn veginn á hreinu og allir vissu fyrir hvað samtökin stóðu. Í sigrinum fólst sú áskorun að samtökin þyrftu að axla formleg völd og taka þátt í „venjulegum“ stjórnmálum án þess að gefa eftir og án þess að glata trausti almennings. Það er auðvitað kúnst að gera slíkt, og þótt þeim hafi að mörgu leyti tekist vel upp með það, er staða þeirra ekki eins skýr eftir sem áður, og innri togstreitan meiri. Síðasta sumar kom þessi innri sund- urleitni meðal annars fram í því þegar al-Qassam-herdeildir Hamas gerðu áhlaup á ísraelska herstöð og tóku hermann sem gísl. Það var rétt eftir að Haniyeh og félagar komust að sögulegri málamiðlun með því að undirrita „fanga- frumkvæðið“, sem felur meðal annars í sér að stefnt skuli að ríki innan 1967- landamæranna – það er að segja, að Ísrael skuli óbeint viðurkennt. Árásin kom Haniyeh og félögum á óvart, og eru böndin talin berast að Meshaal – og þá varpar atvikið ljósi á innri togstreituna og hvernig hann reynir að styrkja sig í sessi innan hreyfingarinnar, og um leið treysta tengsl Hamas við m.a. Hizbollah- samtökin og önnur öfl utan Palestínu á meðan Haniyeh-armurinn hefur frekar nálgast þjóðlegri öfl, á borð við Fatah. Annar klofningur sem blasir við öllum er auðvitað sá sem er milli Hamas og Fatah. Stríðsherrann Dahlan á Gaza, sem áður er getið, var mikil ógn við stöðu Hamas. Þegar þeir sáu sig tilneydda til að láta til skarar skríða gegn honum, og öðrum vafasömum Fatah-mönnum, var það aðeins tímaspursmál hvenær Dahlan, samverkamaður Ísraela og Bandaríkjastjórnar, gengi milli bols og höfuðs á þeim. Því er ekki að neita, að menn eins og Mohammed Dahlan rýra trúverðugleika Fatah-hreyfingarinnar. En um leið er nauðsynlegt að athuga að það er hæpið að dæma Fatah-hreyfinguna út frá einum leiðtoga. Þar er nefnilega líka innri togstreita. Það má kannski segja að þar sé annars vegar armur sem vill eftirgjöf við Ísraela, menn sem sjá leik á borði að skara eld að eigin köku. Það væri líka í meira lagi einkennilegt ef það væru engir palestínskir samverkamenn. Besta dæmið um slíkan er líklega umræddur Mohammed Dahlan. Hinn armurinn heldur fastar í þjóðfrelsisprinsipp, og þekktasta andlit hans er líklega Marwan Barghouti, sem situr í fangelsi í Ísrael, og kann að vera efnilegri en nokkur annar til þess að sameina alla Palestínumenn að baki sér. Hvað gerir forsetinn? Mahmoud Abbas er í erfiðri stöðu. Hann þarf bæði að að reyna að stilla saman mismunandi hreyfingar Palestínumanna og mismunandi arma innan PLO og Fatah, auk þess sem hann þarf að halda sjó gagnvart Ísrael eftir því sem hægt er. Kjörfylgi Fatah í síðustu kosningum var að vísu mun minna en á árum áður, en samt nægilega mikið til að sýna að hreyfingin nýtur umtalsverðs trausts meðal almennings. Það segir sitt. Ætla má að sá lifandi stuðningur sé að verulegu leyti Marwan Barghouti að þakka. Abbas forseti hefur notið ákveðins stuðnings Ísraels og Vesturveldanna, sem hefur verið honum beggja handa járn. Hann hefur stundum fengið eitthvað af skattfé Palestínumanna í sínar hendur eða fengið einhverja fanga látna lausa, og þannig styrkt stöðu sína að vissu leyti með samstarfi við Ísraela á sumum sviðum. En sá armur Fatah, sem heldur fastar í prinsippin, setur honum skorður, og fyrir vikið treysta Ísraelar honum ekki betur en svo að stuðningur þeirra er takmarkaður. Nógu lítill til að halda honum veikum en nógu stór til að vera freisting sem erfitt er að standast, of lítill til að gera Abbas að auðsveipum lepp Ísraels en of stór til þess að skjöldur hans sé fyllilega hreinn. Hvort sem litið er til innri málefna stóru hreyfinganna tveggja eða sam- skiptanna á milli þeirra, þá sést hvar- vetna hvernig Ísraelar hugsa stöðuna. Þeir beita eldgamalli aðferð sem ekki þarf að útskýra fyrir neinum: Þeir deila og drottna. Á sama hátt og þeir deila Palestínu upp í óteljandi smáskika land- fræðilega séð, eru þeir að reyna að splundra andstöðunni við hernámið upp í óteljandi litlar flísar sem bítast innbyrðis og auðvelt er að ráða við, hverja fyrir sig. Ísraelar tefla hverjum gegn öðrum, veita einum stuðning en öðrum ekki og setja meiri ytri þrýsting á suma en aðra – allt á úthugsaðan hátt til þess að grafa undan samstöðu og getu hinnar pólitísku forystu Palestínumanna. Atburðarásin og umræðan hafa verið mjög á forsendum Ísraela. Stígi maður skref til baka, blasir við að hvað sem öllum innbyrðist deilum líður, þá er ein átakalína miklu skýrari en nokkur önnur, og það er auðvitað línan sem Ísraelar hafa dregið milli sín og Palestínumanna. Sú lína er skýrust og ræður á endanum úrslitum og það er auðvitað hún sem athyglin ætti helst að beinast að. Palestínumenn hafa ekki efni á meiri innbyrðis misklíð. En hvernig eiga menn að snúa sér þegar forystan er klofin í herðar niður og eitrurörvar tortryggninnar fljúga milli manna? Sameinaðir stöndum vér… Aðalatriðið er hernámið og baráttan gegn því. Það vita allir Palestínumenn, og Ísraelar vita það líka. Það er Palestínumönnum til ómælds tjóns ef þeir geta ekki staðið saman. Á meðan stóru hreyfingarnar tvær sverfa hvor aðra niður halda Ísraelar áfram að sundurlima landið. Þjóðin hefur þá og því aðeins möguleika á friði og réttlæti, að hún standi saman. Ábyrgð pólitísku forystunnar er augljós. Ef stóru hreyfingarnar tvær koma sér ekki saman um nýja þjóðstjórn undir forystu Ismails Haniyeh og Mahmouds Abbas hlýtur vegur þeirra að minnka og nýir forystumenn að ryðja sér til rúms. Þar ber Marwan Barghouti höfuð og herðar yfir aðra, en einnig má nefna Mustafa Barghouti og Þjóðarfrumkvæðið, einnig PFLP og DFLP, og fleiri hreyfingar sem nú eru tiltölulega smáar. Því meira sem Ísraelsstjórn færist í aukana, þess nær dregur því að Palestínumenn hljóti að þétta raðir sínar aftur á einn eða annan hátt. Er einhver möguleiki á friði milli Ísraels og Palestínu? Strategía Ísraela og flokka- drættir meðal Palestínumanna

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.