Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 17

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 17
FRJÁLS PALESTÍNA 17 20% íbúanna eru ekki gyðingar. Gæti íslenska stjórnarskráin verið orðuð með líkum hætti og Ísland áfram talist til lýðræðisríkja? „Ísland er lýðræðisríki 80% Íslend- inga.“ Þetta væri yfirlýsing um að 60,000 Íslendingar væru utangarðs þegar sjálfur grundvöllur þjóðskipulagsins væri ákveðinn. Kæmi hljóð úr horni? Yrði kvartað undan skorti á jafnræði? Myndu íslenskir stjórnmálamenn veifa þessu plaggi kotrosknir og fá almenna viðurkenningu fyrir? Ég veit það ekki, þetta hefur ekki verið reynt. Ísrael er reyndar eina ríkið á jarðarkringlunni sem hefur lýst því hreinlega yfir að það sé ekki ríki þeirra sem þar búa, heldur hluta íbúanna. Það getur tæpast verið þægileg tilfinning að búa í slíku landi – fyrir þá sem ekki eru gyðingar. Zíoniskur sjóður fyrir gyðinga Í grunnlögum landsins er staðfest að 93% alls landrýmis í Ísrael er í eigu 3 aðila, þ.e. ríkisins, Yfirvalda þróunar og Þjóðarsjóðs Gyðinga (Jewish Natio- nal Fund). Þjóðarsjóðurinn „er hluti Heimshreyfingar zíonista“ eins og segir í kynningarplöggum og var stofnaður af Theodor Herzl, upphafsmanni zíon- ismans. Það segir sig sjálft að aðrir en gyðingar geta ekki átt hlut í hinum zíoníska Þjóðarsjóði, og því er eignarhald á landi ekki hluti þeirra réttinda sem þau 20% landsmanna, sem eru ekki gyðingar, njóta. Á Íslandi væri varla friður um það að 60 þúsundin sem ekki eru með í grundvelli stjórnarskrárinnar væru einnig sett til hliðar með þessum hætti. Þjóðlendustríð ríkisstjórnarinnar sem nú geysar hérlendis sýnir okkur að það yrði ekki átakalaust ef slíkt væri reynt. 60.000 Íslendingar eru kraftmikill kór og það dyggði ekkert annað en margelfd Víkingasveit til að halda þeim í skefjum ef til alvarlegra átaka kæmi. Þau 20% landsmanna í Ísrael sem eru ekki gyðingar telja nú 1,2 milljónir (arabar og drúsar). Og til þess að tryggja það að eignarhald á landi breytist ekki þá er það skráð í Grunnlögin að „land í eigu þessa þriggja aðila megi aldrei selja né láta af hendi með öðrum hætti.“ Til þess að stjórna landnotkun þá er skipað í Landaráð Ísraels (Israel Lands Council). Helmingur ráðsmanna eru skv. lögum frá Þjóðarsjóði gyðinga og restin frá ríkinu. Fulltrúar ríkisins eru einnig gyðingar, enda erum við að tala um hið „lýðræðislega gyðingaríki.“ Eignarhald Þjóðarsjóðs gyðinga og ríkisins gerir það að verkum að hvorki arabar, né aðrir sem ekki eru gyðingar, geta eignast land í Ísrael þótt þeir séu löglegir íbúar landsins, þeir eru ekki gyðingar og þar við situr. Jafnvel þótt stór hluti Ísraelsríkis standi á stolnu landi (gyðingar áttu aðeins 7% landsins 1947) og engar bætur hafa komið fyrir. Við stofnun Ísraelsríkis áttu arabar töluvert land en með ýmsum hætti hafa þeir misst það í hendur gyðinga og nú eru aðeins um 3% eftir í eigu þeirra. Allir nema Hafnfirðingar, Kópavogsbúar, Garðbæingar og Álftnesingar Til þess að átta okkur betur á raunstærð- um í þessum dæmum sem hér eru sett fram þá verður spyrða saman alla íbúa Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar og Álftaness til þess að setja saman hóp 60,000 Íslendinga. 65. grein íslensku stjórnarskrárinna yrði þá orðuð svona: „Allir, nema Hafnfirðingar, Kópavogs- búar, Garðbæingar og Álftnesingar, skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Til þess að átta okkur á aðstæðum í Ísrael verðum enn að setja Hafnfirðinga og nágranna í spor þeirra íbúa Ísrael sem ekki eru gyðingar. „Engan, nema Hafnfirðinga o.s.frv. má skylda til að láta af hendi eign sína…“ Lögbundið kynþáttamisrétti Ísraelar búa í raun við tvennskonar lög, annarsvegar veraldlegu lögin eins og þau eru í Grunnlögunum og hinsvegar trúarleg lög (Halakha) sem ná til m.a. fjölskyldumála, s.s. hjúskapar. Þrátt fyr- ir að því sé haldið fram víða að Ísrael sé lýðræðisríki, þá hlýtur það að sá efa í brjóst lýðræðissinna að uppgötva að í hluta grundvallarlaganna er lands- mönnum mismunað augljóslega eftir því hvort þeir eru gyðingar eður ei. Þ.e. aðgreining eftir kynþáttum og trú er staðfest þegar lög um landareignir, frjálsan flutning til landsins, giftingu, sameiningu fjölskyldna ofl. eru skoðuð. Þegar þau 20% landsmanna sem lög- in beinast gegn reyna að verjast eigna- upptöku getur það orðið þeim dýrkeypt. Árið 1976 mótmæltu íbúar í bænum Sakhnin (skammt frá Accra) því að Landvarnaráðuneyti Ísraels ákvað að taka land þeirra undir búsetu annarra. Mótmælendurnir voru að sjálfsögðu ar- abar sem höfðu búið í bænum kynslóð fram af kynslóð og hinir nýju ætluðu íbúar gyðingar. Sex mótmælendur voru drepnir og mótmælendur náðu ekki markmiðum sínum (árið 2001 voru 12 arabískir mótmælendur drepnir á sama stað). Þetta dæmi sýnir í hnotskurn hlutskipti þeirra sem ekki eru gyðingar en eru ofurseldir lögum hins „lýðræðislega gyðingaríkis.“ Í dag er Sakhnin umkringt gyðinga- byggðum og árið 2002 taldi ísraelski herinn nauðsynlegt að útbúa svæði til hergagnaframleiðslu – og viti menn, svæðið varð að vera nákvæmlega þar sem helstu ræktunarlönd Sakhninbúa eru (voru). Og fyrirhugað íþróttahús þeirra varð að víkja vegna stækkunar gyðingabyggðarinnar sem kostuðu 6 mannslíf 1976. Sakhnin er aðeins eitt dæmi af mjög mörgum um „löglega“ kynþáttastefnu Ísraelsríkis. Stóra landránið Þann 22. júní árið 2005 birti ísraelska dagblaðið Ha’aretz greinar undir fyrir- sögninni „Stóra landránið í Ísrael“. Það sem gekk fram af ísraelsku blaðamönnunum var beiting lagaákvæða sem sett voru árið 1950, skömmu eftir stofnun Ísraelsríkis. Lögin fjalla um Þarf alþjóðasamfélagið sterkari gleraugu?

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.