Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 15

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 15
FRJÁLS PALESTÍNA 15 vantar og mér finnst ég endalaust þurfa að útskýra alvöru málsins, því fólk trúir því ekki að ástandið sé eins slæmt og það er. Ég þarf að réttlæta að ég sé Palestínumaður, á einhvern hátt þyki ég ekki eins trúverðug vegna þessa, sama hversu fagleg ég reyni að vera.“ Og þú hefur ákveðið að helga þig baráttu Palestínu? „Já. Ég er fædd og uppalin í Danmörku. En ég er líka Palestínumaður. Þetta er einskonar missjón fyrir mig, og reyndar okkar systkinanna allra, mjög áleitið efni, verkefni sem ég ætla að helga mig. Við systkinin förum diplómatískar leiðir, við höfum efni á því en pabbi er sennilega of brennimerktur. Einn bróðir minn er núna í starfsþjálfun, tengdu stjórnmálafræðinámi hans, í sendiráði Dana í Ramallah. Og ég valdi stjórnmálafræðina til að geta notað hana sem faglegan grunn fyrir þessari missjón minni. Þannig tel ég að ég verði hæf til að meta ástandið faglega – og miðla því faglega, því eins og ég sagði, mér finnst vanta faglega umfjöllun um það sem er að gerast, meiri blæbrigði og út frá öðrum og fleiri hliðum og sjónarhorni. Ég vil að heimurinn átti sig á hvernig hið raunverulega ástand í Palestínu er, hversu alvarlegt það er, og þar ætla ég að beita mér.“ Um leið og við Asta kveðjumst segir hún og brosir til mín: „Það hefur verið áskorun fyrir mig að koma tilfinningum mínum um Palestínu í orð!“ mikill munur á Al-Jazeera og dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. Það vantar meiri blæbrigði hjá fjölmiðlum á Vesturlöndum, eins og þegar fjallað er um Hamas sem hryðjuverkasamtök af því að Bandaríkin og Evrópusambandið eru með þau á einhverjum lista, en það vantar að segja frá félagslegu hreyfingunni Hamas, sem hefur hjálpað samfélagslega séð sem einskonar hjálparstofnun og stutt mikið við bakið á Palestínumönnum. Það vantar líka að gagnrýna lýðræðisvinkillinn – við biðjum Palestínumenn um að taka þátt í lýðræðisferli, að kjósa, en svo velja þeir „rangan“ aðila og þá er allt fjármagn til Palestínu fryst. Þarna finnst mér vera upplýsingaskortur, að fjalla um hlutina frá fleiri hliðum og setja spurningamerki við það sem er að gerast. Ég held að Vesturlandabúar átti sig ekki á hversu alvarlega er verið að áreita Palestínumenn, konur þurfa að fæða við eftirlitshliðin afþví þær fá ekki að fara í gegn! Það er heldur ekki fjallað um hvað fær lítinn dreng til að sprengja sig í loft upp. Fjölmiðlar hafa brugðist hlutverki sínu og ég álasa þeim eiginlega mest. Venjulegt fólk veit ekki hvað er í gangi, og þegar ég segi þeim frá því þá heyri ég iðulega: „Ertu nú alveg viss um að þetta sé svona alvarlegt?“ Ég held að við þurfum að gera okkur betur grein fyrir því hvaða kostnað það hefur haft í för með sér, að fólki hafi verið hent út úr landinu sínu. Og það myndi hjálpa ef fjölmiðlar stæðu sig betur. Skilninginn Hvernig standa arabalöndin sig gagnvart Palestínu? „Tilfinningin er að þau hafi svikið líka. Það hefur eiginlega enginn áhuga á að hreyfa við þessu málefni, það er of eldfimt pólitískt séð. Þetta er jafnvægisspil, af því að þeir vilja líka gott samband við Vesturlönd, sem þýðir líka við Ísrael. Löndin í kring vilja hjálpa Palestínu og þau standa með þeim en þetta er svo pólitískt og þau leggja ekki í þá baráttu.“ Er þetta eins og „við og þau“ eða er þetta eins og fjölskylda? „Nei upplifunin er sú að maður stendur einn í baráttunni og að þetta sé ekki ein fjölskylda. Og maður er svikin frá öllum hliðum og það er erfiðara þegar það eru „manns eigin“. Þetta er svo mikið jafnvægisspil fyrir hina, eins og sýndi sig þegar Ísrael réðist á Líbanon, að ef maður færir sig upp á skaftið við Ísrael þá fær maður það margfalt aftur til baka. Það er kannski erfitt að álasa löndunum í kring fyrir að standa ekki nægilega með Palestínu þegar þeim er refsað fyrir það, en það er alla vega hægt að álasa þeim fyrir ómannúðlega meðhöndlun í flóttamannabúðunum.“ Finnurðu fyrir fordómum gagnvart Palestínu í fjölmiðlum eða hjá hinum venjulega Dana, eða einhverju sem þér finnst þú þurfa að réttlæta eða leiðrétta? „Mér finnstsamúðin liggjahjáPalestínu á Vesturlöndum en fjölmiðlar sýna mjög skerta mynd af ástandinu. Það er t.d.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.