Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 4

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 4
4 FRJÁLS PALESTÍNA að aðlaga sig að þessum aðstæðum og veruleika og hvað þýðingu það gæti haft fyrir framtíð þeirra sem þjóð. Fram að þessu höfum við kannski verið dáleidd af tveggja ríkja lausninni. En tveggja ríkja lausnin er tálsýn. Ef marka má sögu Ísraels eru Ísraelar ekki í þann mund að fara að hætta við hernámið eða gefa eftir landsvæði. Umráðasvæði þeirra stækkar dag frá degi og þeir réttlæta þessa útrás með skírskotun til sögunnar og munu því halda uppteknum hætti. Í þessari söguskoðun er ekki ljóst hvar er pláss fyrir sjálfstætt ríki Palestínumanna. Ísraelar kalla all- ar aðgerðir sínar nauðsynlegar og réttmætar, óumflýjanlegarvarnaraðgerðir og því siðferðislega réttar. Á sama tíma eru komnir brestir í samstöðu Palestínumanna, svo ekki sé meira sagt. Meðal þeirra hefur komið fram mikil gagnrýni á aðferðir eldri kynslóðanna til að berjast fyrir réttlæti. Ætla má að yngri kynslóð Palestínumanna sé að verða afhuga tveggja ríkja lausninni og hyggist leita á önnur mið. Stóra spurningin fyrir ýmsa Palestínumenn er hvort á að reikna með því að í framtíðinni verði tvö sjálfstæð ríki hlið við hlið, Palestína og Ísrael, eða kannski bara eitt ríki – Ísrael. Ef stefnir í hið síðarnefnda, kann þá að vera hyggilegt að fórna sumum prinsippmálum til þess að styrkja stöðuna fyrir glímu framtíðarinnar? Hvaða afleiðingar mundi það hafa á málstað Palestínumanna, svo ekki sé talað um framtíð þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar? Eins og áður var sagt, varpa ég þessu fram til umhugsunar og spyr um leið að hversu miklu leyti tveggja ríkja lausnin hafi villt okkur sýn. Við vorum dáleidd af henni og hugfangin af orðræðunni um frið. Hver getur sett sig á móti friði? En tveggja ríkja lausnin snerist aldrei um að ná fram friði heldur var þetta ferli til þess hannað að viðhalda og festa núverandi ástand í sessi. Þetta ástand er Ísraelum fyrst og fremst í hag. Því hefur staða Ísraela styrkst undanfarin sautján ár, og nánast gert vonir Palestínumanna um sjálfstætt ríki að engu.1 Hér á eftir ætla ég að skoða nokkrar nýlegar sagnfræðirannsóknir, einkum í tengslum við stríðið 1948, til að sýna hvaðan ég dreg þessar ályktanir. -o- Fyrir um 10 árum síðan ríkti mikil bjart- sýni um að Ísraelar og Palestínumenn væru að vinna sameiginlega að friði. Andrúmsloftið á tíunda áratug tuttugustu aldar var með allt öðrum blæ en á þeim níunda eða áttunda. Þessi bjartsýni kom meðal annars fram í því að í Ísrael komu fram mörg ný og spennandi sagnfræðirit, sem á þeim tíma virtust umbylta skilningi Ísraela á eigin sögu. Það voru fyrst og fremst svokallaðir „nýir sagnfræðingar“ (e. new historians) sem stóðu að þessari Eftir Magnús Þorkel Bernhards- son Vígvellir Palestínumanna og Ísraela liggja víða. Einn slíkur völlur er hinn akademíski. Þar missa menn ekki endilega blóð, heldur beita þeir fyrir sig bleki. Orrustan tengist orðræðunni um deiluna milli Ísraela og Palestínumanna og er háð á milli ólíkra hugmynda, túlkana, og mismunandi hugmyndafræði. Baráttan snýst meðal annars um hvernig ber að skilja og skrásetja deil- una milli Palestínumanna og Ísraela sem sögu. Tekist er á um hverjar grund- vallarspurningar söguritunarinnar eigi að vera, hvernig eigi að setja hana fram, hvaða hugtök og skilgreiningar eigi að nota, og hver sé hin eiginlega orsök og afleiðing hvers atburðar. Hlutleysiskrafan er miðlæg í aðferða- fræði hug- og félagsvísinda. Vísindaleg vinnubrögð gera ráð fyrir því að fræði- maður sýni heilindi þegar hann nálgast viðfangsefnið og fjalli um það sem lýsir raunveruleikanum best, eða sem næst því sem raunverulega gerðist. Þetta á ekki síst við um hugtakanotkun og hvaða raddir eða viðhorf eru tekin með í reikninginn. En er deilan á milli Palestínumanna og Ísraela svo sérstæð, flókin, og um- fangsmikil að ómögulegt er að fjalla um hana með hefðbundnum aðferðum vísindagreinanna? Er hægt að vera hlutlaus í þessari deilu? Hver eru þá mörk hlutleysisins? Hentar hlut- leysiskrafan öðrum aðilanum betur, kannski frekar þeim sem er valdameiri? Er það siðferðislega réttlætanlegt fyr- ir fræðimanninn að reyna að halda hlutleysi frammi fyrir hrópandi óréttlæti? Eða er það skylda hans að sýna fram á misbeitingu valds og hörmulegar aðstæður einstaklinganna sem eru fórnarlömb þessarar deilu? Þegar litið er yfir nýlegar bækur og rannsóknir á þessu sviði, verður ljóst að fræðilegar rannsóknir og nið- urstöður þeirra eru nátengdar hinu pólitíska andrúmslofti sem ríkir bæði í Ísrael og í hinum ólíku samfélögum Palestínumanna. Þótt fræðimenn beiti vísindalegum vinnubrögðum gætir oft ósamræmis milli aðferðafræðinnar og þeirra ályktana sem þeir vilja að aðrir dragi af rannsóknum þeirra og niðurstöðum. Starfsumhverfið er svo pólitískt, svo rafmagnað, að ekkert verð- ur í eðli sínu ópólitískt. Einhvers konar alkemía – hamskipti – hefur átt sér stað, því að allt, öll fyrirbæri, öll hugtök og allir einstaklingar verða pólítísk. Þekkingarleit á þessu sviði er því ekki endilega til þess eins að afla sér þekkingar, þekkingarinnar vegna. Þvert á móti tengist hún ákveðinni pólitískri stefnu eða hugmyndafræði. Þetta er ef til vill mjög augljós og ófrumleg niðurstaða og engin ný sannindi hér á ferð. Ég vil þó vekja athygli á afleiðingunum af þessu, sem eru að taka á sig æ skýrari mynd og eru mikilvægt umhugsunarefni. (Tekið skal fram að þetta er frekar ætlað sem hugleiðing en formleg kenning.) Þetta má ráða af því að forsendur allra friðarumleitana, sem hafa farið fram síðan í Madrid 1991, eru fyrir löngu brostnar. Það er ljóst að tveggja ríkja lausnin er ekki lengur hin ráðandi hugmyndafræði og hefur alls ekki áhrif á hvert raunverulega stefnir í þessum málum. Frekar stefnir í eins ríkis lausn þar sem eitt þjóðríki mun ráða yfir átakasvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Eins og staðan er í dag er augljóst að þetta þjóðríki yrði Ísrael. Spurningin er hvernig eða hvort Palestínumenn eigi Söguleg átök

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.