Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 5

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 5
FRJÁLS PALESTÍNA 5 Samkvæmt hinni sígildu sögulegu skoð- un Ísraela er hins vegar sagt að hersveitir þeirra hafi alls ekki hrakið Palestínumenn frá heimilum sínum með skipulögðum hætti. Þvert á móti hafi Palestínumenn flúið af fúsum og frjálsum vilja, ekki síst fyrir hvatningu arabalandanna. Ísraelar halda því fram að engin heildarstefna um brotthrakningu Palestínumanna hafi verið til. Ekki sé hægt að finna nein gögn sem sýni fram á það, ekkert „smoking gun“-skjal sýni með eindregnum hætti að ísraelskum hermönnum hafi verið skipað að beita ofbeldi og vekja þannig óhug og skapa ófremdarástand meðal Palestínumanna. Þar af leiðandi, telja Ísraelar, ber Ísraelsríki ekki ábyrgð á flóttamannavandamálinu og er því ekki skaðabótaskylt. Þeir draga í efa munnleg- ar heimildir Palestínumanna um nakba, og halda því fram að slíkur vitnisburður sé óáreiðanlegur og hápólitískur og standist hvorki lagalega né vísindalega skoðun. Í þessum málaumbúnaði er yfirleitt ekki tekið fram að mörg bókasöfn og skjalasöfn Palestínumanna voru brennd eða eyðilögð í stríðinu, og því mjög erfitt fyrir Palestínumenn að koma fram með hefðbundin sönnunargögn.7 Auk þess er yfirleitt litið framhjá því að sögulegar rannsóknir Ísraela eru einnig hápólitískar, og nátengdar hinu pólitísku andrúmslofti þar. En Ísraelar stilla þessu þannig upp að þeirra „sannleikur“ sé vísindalegur, byggist á rökhyggju og uppfylli kröf- ur pósitívismans, en „sannleikur“ Pal- estínumanna sé tilfinningalegs eðlis og þar af leiðandi óáreiðanlegur. Í bók sinni um flóttamannavandann, sem er byggð á mjög umfangsmiklum rannsóknum í skjalasöfnum Ísraels- ríkis, kemst Benny Morris að þeirri niðurstöðu að hinar hefðbundnu túlkanir Palestínumanna og Ísraela séu báðar rangar, því ekki sé hægt að finna nein gögn er styðji þær. Þess í stað leggur Benny Morris fram skýringu sem virðist vera hinn gullni meðalvegur: Flóttamannavandamálið var afleiðing stríðsins, en ekki tiltekinnar stefnu Araba eða gyðinga.8 Við fyrstu sýn virðist þetta vera mjög rökrétt, eins konar Salómonsdómur: Hér eru tvær stríðandi fylkingar og „sjaldan veldur einn þá tveir deila.“ Þar af leiðandi er ekki hægt kenna neinum einum aðila um hið gríðarlega umfangsmikla flóttamannavandamál. En er sannfærandi að nokkurs konar „ósýnileg hönd stríðsins“ (sbr. „hina ósýnilegu hönd markaðarins“ hjá Adam söguendurskoðun, sem varð strax mjög umdeild. Þetta voru sagnfræðingar á borð við Benny Morris, Avi Shlaim og Ilan Pappe. Til að mynda heldur Morr- is því fram, að í Ísrael hafi orðið þekk- ingarleg „bylting“, þar sem ísraelskir sagnfræðingar hafi orðið mjög gagnrýnir á aðgerðir Ísraela á liðnum árum, svo sem í stríðinu 1948. Þessi gagnrýna afstaða myndi væntanlega leiða til sáttagjörðar gagnvart Palestínumönnum.2 En eins og Joel Beinin bendir á, hefur þessi nýja sagnfræði varla verið byltingarkennd þótt gagnrýnin sé.3 Frægasta bók Morris, um upphaf flóttamannavandamálsins, er gott dæmi um bók sem virðist vera mjög róttæk á yfirborðinu, en þegar gætt er að kemur í ljós að hún útilokar raddir Palestínu- manna, og gerir lítið úr sögulegri reynslu þeirra og pólítískri og siðferðislegri afstöðu.4 Niðurstaða Morris er fræðileg staðfesting á stefnu ísraelska stjórnvalda, ekki afhjúpun á óréttmæti hennar. Fyrir Palestínumenn var stríðið 1948 „Áfallið mikla“ (a. nakba), og upphafið af lífi þeirra sem flóttamenn. Palestínumenn hafa statt og stöðugt haldið því fram að þeir hafi verið hraktir úr eigin landi á kerfisbundinn og ofbeldisfullan hátt.5 Hersveitir zíonista frömdu fjöldamorð í nokkrum palestínskum þorpum, eins og Dayr Yassin, til að hræða Palestínumenn og ýta þannig undir flótta þeirra. Pal- estínumenn telja að þegar aðgerðir Ís- raela eru skoðaðar, sjáist að tilfærsla á þeim hafi beinlínis verið stefna zíonista. Þar sem hersveitir gyðinga stóðu fyr- ir þessum aðgerðum, ber Ísraelsríki ábyrgð á flóttamannavandamálinu. Ísra- elar hafa því ákveðnar skaðabóta- og siðferðisskyldur gagnvart Palestínu- mönnum þar sem þeir eru fórnarlömb þessarar stefnu.6

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.