Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 22

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS PALESTÍNA Eftir þriggja daga þjálfunarprógram í höfuðstöðvum ISM í Ramallah lá leiðin til Hebron. Ég settist að í íbúð alþjóðaliða í Tel Rumeida-hverfinu, sem er undir stjórn Ísraels. Þar búa 35 þúsund Palestínumenn, og innan um þá 500 ísraelskir landtökumenn sem hafa sest þar að í trássi við alþjóðalög. Hlutverk sjálfboðaliðanna á staðnum er að fylgj- ast með vegatálmum sem umkringja byggðir Palestínumannanna, og vernda þá gegn yfirgangi landtökumanna og hermanna. Einnig studdum við mótmæli Palestínumanna gegn hernáminu. Hebron er sú borg í Palestínu þar sem ísraelskir landtökumenn hafa lagt hvað mest svæði undir sig. Því fylgir mikil spenna og ofbeldi. Það sló mig mjög í Hebron, hvað árásir landtökumanna á hina innfæddu voru orðnar daglegt brauð. Í Tel Rumeida, þar sem ástandið er einna verst, er eins og Palestínumennirnir svipbrigði en Íslendingur gerir þegar hann borgar fargjald í strætó. Svona er bara lífið hjá henni; dag eftir dag. Ísraelski herinn hefur lokað 1800 versl- unum í Hebron með þeim fyrirslætti að þær séu „of nálægt“ landtökubyggðunum. Eitt af verkefnum okkar var að standa vörð um verslanir í elsta hluta Hebron. Þegar hermennirnir komu, tilbúnir að loka verslununum, kröfðum við þá um skrifleg fyrirmæli. Slíka pappíra höfðu þeir sjaldnast og gripu því ekki til aðgerða, sérstaklega vegna þess að myndavélalinsurnar okkar fylgdust með öllu fór fram. Nokkrum vikum seinna komu þeir svo aftur og voru þá með fyrirmælin með sér. Við gátum þá lítið gert, og þeir komu vilja sínum fram. Þá gat kaupmaðurinn ekkert gert annað en að leita réttar síns fyrir dómstólum. Aðra daga fylgdumst við sjálfboða- liðarnir með gangi mála á vegatálmunum, og hjálpuðum líka til í félagsmiðstöð. Stundum komu landtökumenn og grýttu sjálfboðaliða og Palestínumenn. Oft lauk þeirri viðureign með því að við komum með myndavélar í höndunum og spurningar á vörunum og hermennirnir létu sig þá hverfa. Það var ólýsanleg tilfinning að finna með svona beinum hætti að maður gæti haft einhver áhrif til góðs í þessum heimi. Ég get hiklaust mælt með því að fólk fari til Palestínu og vinni með ISM. Þegar ég lagði af stað var ég efins um að ég mundi gera raunverulegt gagn, og hélt að ISM-fólkið væri kannski einum of róttækt fyrir minn smekk – en annað kom svo sannarlega á daginn. Ef einhver vill vita meira er velkomið að skrifa mér: magnus.stephensen@gmail.com. Eftir Magnús Stephen- sen Saga sjálfboðaliða Magnús Stephensen, 24 ára Reykvíkingur, fór á vegum félagsins til Palestínu í júní síðastliðnum og dvaldi þar í fjórar vikur. Þar starfaði hann með ISM-hjálparsamtökunum og varði mestum sínum tíma í Hebron á Vesturbakkanum. séu orðnir vanir því að vera svívirtir. Við aðalgötuna í Tel Rumeida blakta ísraelskir fánar, án þess að neinn þori að fjarlægja þá, af ótta við hefndir. Meira að segja börn verða vör við kúgunina og þurfa að forðast að vera úti, eins og fullorðnir. Þeir Palestínumenn sem eru svo heppnir að hafa vinnu eru vanir því að þurfa framvísa persónuskilríkjum og gangast undir líkamsleit að minnsta kosti tvisvar á leið til vinnu. Það er furðuleg sjón að horfa upp á palestínska konu sýna hermanni allt sem hún er með í töskunni sinni, og sýna ekki frekar Haturshverfið í Hebron

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.