Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 18

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS PALESTÍNA réttindi og eignir fjarstaddra araba, en kjarni þeirra er sá að öll verðmæti, föst og laus, fé og fasteignir (m.a.s. viðskiptavild) þeirra sem hafa yfirgefið eigur sínar þ. 29. nóv. 1947 falli í hendur Ísraelsríkis. Nú er það staðreynt af mörgum Ísraelskum sagnfræðingum, að 1948 ráku gyðingar palestínska íbúa burt með vopnavaldi, af stórum hluta þess lands sem þeir höfðu búið á í margar kynslóðir. Þeir framkvæmdu það sem í nútímanum kallast þjóðernishreinsun, þ.e. þeir ráku íbúana á brott úr heimahögum sínum m.a. með morðum og árásum. Síðan hafa þessir flóttamenn ekki átt afturkvæmt og því varanlega fjarstaddir frá þeim eigum sem þeir gátu ekki gripið með sér á flóttanum. Þar með hóf hið nýja ríki gyðinga tilveru sína með stórfelldu ráni sem hefur haldið áfram í ýmsum myndum fram á þennan dag. Það var beiting þessara laga gegn Palestínumönnum sem áttu eignir í Austur-Jerúsalem sem gekk svona fram af blaðamönnum Ha’aretz árið 2005. Skolpræsi í stað ávaxtatrjáa Samtímis því að Olmert forsætisráðherra Ísrael ræðir við ráðamenn heimsins um friðarferli og óskir Ísraela um að lifa í friði þá framfylgir hann allt annari stefnu í raun. Þann 19. maí 2007 tóku ísraelsk yfirvöld þá ákvörðun að ólöglega landtökubyggðin Efrata þyrfti nýja fráveitu fyrir skolp. Efrata er á landi Palestínumanna eins og allar ólöglegar landtökubyggðir gyðinga. Lega skolplagnarinnar er merkileg þar sem í ljós kom að rörið skyldi leggja í miðjum frjósömum dal þar sem ávaxtatré í eigu Palestínumanna stóðu. Skammt frá Betlehem er þorpið Ertas með sína 400 íbúa og ávaxtatrén í dalnum eru mikilvægasta framfærsluleið þorpsbúa. Í margar vikur reyndu þorpsbúar að telja skipulagsyfirvöldum í Ísrael hughvarf en allt kom fyrir ekki. Herinn mætti á staðinn og hélt grátandi þorpsbúum í skefjum meðan gröfur rifu upp og brutu trén. Þessi dalur hefur verið byggður Palestínumönnum í mörg hundruð ár en landræningjaþorpið er nýlegt. Eini tilgangur skolplagnarinnar er að hrekja Palestínumennina burt, gera svæðið óbyggilegt fyrir þá og með þessum hætti getur þjófaþorpið Efrata vaxið áfram. Öll raunveruleg lög, bæði alþjóðleg og lög lýðræðislanda, eru gerð til þess að vernda réttindi og eignir. En kynþáttalög Ísraelsríkis og kynþáttastefna zíonismans eru öðruvísi, kristaltær stefna á fasískum grunni. Olmert heldur áfram að kvaka um frið, en á Internetinu er hægt að sjá aðgerðir Ísraela í Ertas á kvikmynd. Rétturinn til búsetu Rétturinn til búsetu í Ísrael er eitt skýrasta dæmið um mismunum íbúa eftir uppruna og trú. Lög frá árinu 1950, þegar ríkið er aðeins tveggja ára gamalt, kveða á um að allir gyðingar, hvar sem þeir eru búsettir í heiminum, eiga fullan rétt til þess að flytja til Ísrael og setjast þar að. Af 14 milljónum gyðinga sem fyrirfinnast í heiminum hafa tæplega 6 milljónir kosið að búa í Ísrael en rúmlega 6 milljónir búa í Bandaríkjunum. Miklu fé hefur verið varið til þess að laða gyðinga til landsins og þeim veitt margvísleg fyrirgreiðsla. Aftur á móti er fyrri eigendum landsins sem hertekið var 1948, meinað að snúa aftur og þeir hafa engar bætur fengið fyrir eignaupptöku eða annað tjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerða Ísraelsríkis. Þetta eru að sjálfsögðu arabar, Palestínumenn sem bjuggu á þessum svæðum, kynslóð fram af kynslóð. Hér blasir við kjarninn í eðli og ætlan zíonismans, gyðingar hafa öll réttindi og fullt leyfi til að framfylgja þeim með öllum ráðum. En þeir sem eru í veginum skulu hraktir á brott með kynþáttabundinni lagasetningu eða morðum, dugi hið fyrra ekki til. Engin tilraun zíonista til þess að reyna að fela þennan kjarna hrekkur til, öll saga zíonismans og Ísraelsríkis sýnir þetta og sannar. Afstaða Bandaríkja- manna gagnvart Ísrael Bandaríkin eru stoð og stytta Ísraelsríkis. Sama hversu langt Ísrael hefur gengið í árásum sínum þá hafa stjórnir Banda- ríkjanna ávallt stutt aðgerðirnar. Í bandarískum stjórnmálum nær sá frambjóðandi sem vogar sér að gagnrýna Ísrael ekki langt á framabrautinni. Dæmi- gerða afstöðu stjórnmálamanns gagn- vart Ísrael má finna hjá Hillary Clint- on sem nú freistar þess að ná kjöri sem frambjóðandi Demókrata til for- setaembættisins. Nái hún því markmiði sínu þyrftu Ísraelar ekki að örvænta. Í heimsókn til Ísraels 2005 sagði hún að Ariel Sharon „væri hugrakkur maður“ sem „hefði tekið hið erfiða skref að draga her Ísraela burt frá Gaza“. Hillary hefur greinilega ekki miklar áhyggjur af því að hér er Sharon að yfirgefa hernumin svæði, hún hrósar landaræningjanum fyrir hugrekki! Hillary notaði einnig tækifærið og stillti sér upp við múr Ísraela, múrinn sem Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt ólöglegan. Og hún stóð við múrinn þar sem hann er byggður inni á herteknu landi og hyllti smíði hans þar sem hann „stöðvaði hryðjuverkamenn“. Ekki orð um hlutskipti Pal- estínumanna, engar efa- semdir um réttmæti múrsins og þær hörmungar sem honum fylgja. Og Hillary er í Bandaríkjunum talin frjálslynd! Þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að vita Eins og bent er á fyrr í þessari grein þá hafa ísraelskir sagnfræðingar byrjað að vinna úr skjölum sem lýsa stofnun ríkisins og átökunum 1948. Þessi skjöl hafa lengi verið óaðgengileg fræðimönnum en leyndinni hefur nú verið aflétt. Skjölin sanna að það var vísvituð stefna zíonista að hrekja eins marga araba burt frá Palestínu og mögulegt var. Foringi Ísraela, Ben Gurion ( sem síðar varð fyrsti forsætisráðherra Ísraelsríkis), laug blákalt framan í heiminn þegar hann sagði að kynþáttahreinsun væri ekki markmið zíonista. Hið sanna kemur fram í skjölunum: stefnan var sú að hrekja réttmæta eigendur landsins burt með ógn og morðum, og stofna ríkið á stærra landi en Sameinuðu þjóðirnar höfðu samþykkt að úthluta gyðingum. Þessi stefna er enn í fullu gildi og allt tal forystumanna Ísraela um friðarvilja er innantómt skrum og eingöngu gert til þess að reyna að blekkja umheiminn. Íslenskir stjórnmálamenn sem vilja láta til sín taka á þessum vettvangi verða að ganga til leiks með opin augu og grundvallarþekkingu á ástandinu. Þekkinguna er ekki að finna hjá forráðamönnum í Ísrael, Bretlandi eða Bandaríkjunum. Lokaorð þessarar greinar eru úr bók- inni Hin hliðin á Ísrael eftir gyðinginn Sus- an Nathan. Susan er einn þeirra Ísraela sem hafa stigið það skref að kynna sér aðstæður og málstað Palestínuaraba: „Ísraelar verða að svara þeim erfiðu grundvallarspurningum sem aðferðirnar við stofnun Ísraelsríkis vöktu. Þeir verða að horfast í augu við fortíðina og biðja um fyrirgefningu á gerðum sín- um. Það er ekki fyrr en að þeir hafa viðurkennt hið sögulega óréttlæti í garð Palestínuþjóðarinnar árið1948, sem þeir geta hafist handa við að bæta fyrir það.“ „Kynþáttabundið misrétti Ísraels er hið daglega líf flestra Palestínumanna. Þar sem Ísrael er gyðingaríki þá öðlast gyðingar sérstök réttindi sem annað fólk fær ekki að njóta. Palestínuarabar eiga engan samastað í „gyðingaríki“. Kyn- þáttaaðskilnaður er glæpur gegn mannkyni. Ísraelar hafa rænt margar milljónir Palestínumanna frelsi sínu og eignum. Ísrael hefur fest í sessi óhugnanlegt kerfi kynþáttakúgunar og óréttlætis. Þeir hafa skipulega fanglesað og pyntað þúsundir Palestínumanna og brotið alþjóðalög. Hernaður þeirra hefur fyrst og fremst beinst gegn almennum borgurum, og þá sérstaklega gegn börnum.“ Nelson Mandela

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.