Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 8

Frjáls Palestína - 01.11.2007, Blaðsíða 8
8 FRJÁLS PALESTÍNA Fyrir 12 árum var hleypt af byssu í Jerúsalem. Það var skotið til að drepa. Ekki óvenjulegt í þeirri borg. Það sem var óvenjulegra var að sá sem varð fyrir skotinu, og átti að verða fyrir því, var valdamesti maður Ísraelsríkis. Forsætisráðherrann, Yitzhak Rabin, var skotinn í bakið af öfgafullum gyð- ingi og drepinn. Morðinginn skaut úr byssu sinni, ákveðinn í því að drepa forsætisráðherrann, vegna þess að hann var dauðasekur að hans mati. Yitzhak Rabin hafði unnið sér það til óhelgi að hafa staðið að friðarsamkomulagi við Yassir Arafat. Ætlunin var að stofna sjálfstætt ríki Palestínumanna, á Vest- urbakkanum svokallaða og á Gasa- svæðinu, með samningum milli Ísraels og Palestínumanna. Sú fyrirætlun var dauðasök í huga morðingjans Yigal Amir, sem hefur aldrei iðrast morðsins, enda telur hann að með Oslóarsamningunum hafiRabinætlaðaðlátaPalestínumönnum eftir landið sem Guð gaf gyðingum. Í Sex daga stríðinu árið 1967 var Rabin hershöfðingi, leiddi Ísraela til sigurs og hernam bæði Gasa og Vesturbakkann. Þeir hermenn sem hafa kynnst ógnum stríðs verða iðulega friðarsinnar og þannig var það líklega með Rabin. Hann vildi stuðla að friði og varð að gjalda fyrir það með lífi sínu. Á þeim tíma sem Rabin var drepinn, var mikil óeining meðal Ísraela um hvaða leið skyldi fara í samskiptum við Palestínumenn. Öfl kyrrstöðunnar og harðneskjunnar náðu yfirhöndinni í framhaldi af morðinu, en Rabin var merkisberi Oslóarsamninganna milli Ísraela og Palestínumanna. Þrátt fyrir að milljónir gyðinga harmi fráfall Rabins og syrgi hann, þá eru þeir þó margir sem sýna opinberlega fulla samúð með morðingja hans. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun vill um fjórðungur ísraelskra gyðinga láta náða morðingjann, og á fótboltaleik í Jerúsalem fyrir skömmu var beðið um að minnast morðsins á Rabin. Þó ekki til að sýna Rabin virðingu heldur til að hylla morðingjann. Af hverju er ég að rekja þessa sögu hér? Hvaða máli skiptir hún? Hvaða máli skiptir það þó að fólk á fótboltavelli í Jerúsalem samsami sig með öfgamönnunum sem krefjast þess að Palestínumönnum verði vísað burt af landi sínu? Skiptir þetta einhverju máli í núinu? svæða. Það gildir ekki fyrir Ísraela. Jafnvel þó að Sameinuðu þjóðirnar álykti og víti Ísraela fyrir brot á samþykktum þeirra, og fyrir brot á mannréttindum og alþjóðasamningum, þá skiptir það ekki máli vegna þess að vinaþjóð þeirra, Bandaríkin, sér til þess að sérlög og - reglur gildi fyrir þá. Frelsi og mannréttindi skipta þá ekki máli, vegna þess að það er vinaþjóð sem brýtur gegn öllum þeim gildum sem Bandaríkjamenn telja sig standa svo dyggan vörð um í heiminum. Landtökubyggðir gyðinga eru reist- ar á Vesturbakkanum, og hvers konar fyrirbrigði eru það? Ég hélt að land- nemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum væru sveitabæir og þorp. Byggð land- nema, þar sem fólk lifði af landinu og ynni sér inn lifibrauð í sveita síns andlitis. Svo er ekki. Í flestum tilvikum eru landtökubyggðirnar svokölluðu sam- ansafn af bráðabirgðahúsum sem við Eftir Jón Magnús- son Það er svo bágt að standa í stað Á þeim 12 árum sem liðin eru síðan Rabin var myrtur hafa Ísraelar stöðugt hert tökin á Palestínumönnum. Palestínumenn eru réttlitlir, jafnvel algjör- lega réttlausir í eigin landi vegna þess að hernámsríkið Ísrael meinar þeim um eðlileg mannréttindi. Hernámsríkið meinar íbúum landsins um að njóta mannréttinda í samræmi við alþjóðasamþykktir um réttindi íbúa hernuminna landa og

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.