Morgunblaðið - 21.07.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.07.2015, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  169. tölublað  103. árgangur  SMÁSKÍFA TÓNN AÐ BREIÐSKÍFU OG EVRÓPUTÚR SÖNGFÖR UM LANDIÐ TÖFFARABÍLL, TRYLLITÆKI OG REYNSLUAKSTUR SÖNGHÓPURINN OLGA 33 BÍLARJÚNÍUS MEYVANT 30 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, segir að breytingar sem gerðar hafa verið á virðisaukaskattsskyldu ferðaþjónustufyrirtækja muni í ákveðnum tilvikum skila því að við- komandi fyrirtæki muni fá meira úr ríkissjóði en þau inna af hendi í formi virðisaukaskatts. „Þeir aðilar sem selja út þjónustu sem ber 11% virðisaukaskatt en greiða 24% virð- isauka af aðföngum sínum eru í raun og veru að fá dálítinn ríkis- styrk,“ segir hún. Með breytingum á virðisauka- skattslögum munu nú ýmis fyrir- tæki í ferðaþjónustu á borð við þau sem bjóða upp á skemmtisiglingar, hvalaskoðun og aðra afþreyingu af því tagi, rétt eins og heilsulindir á borð við Jarðböðin á Mývatni og Bláa lónið, þurfa að innheimta út- skatt af þjónustu sinni en á sama tíma munu þau, ólíkt því sem áður var, hafa möguleika til frádráttar gagnvart þeim innskatti sem þau hafa greitt af aðföngum sínum. Hin ólíku skattþrep sem gilda um þessa vöru og þjónustu valda ákveðnu misgengi við innheimtu og skil á skattinum. „Þetta er einfaldlega hættan sem skapast þegar tvö þrep eru í skattheimtunni,“ segir Vala en hún bendir á að þetta eigi ekki að koma á óvart enda hafi þessi staða lengi verið uppi, m.a. í tengslum við hótelrekstur hér á landi. Hagnast á ólíkum skattþrepum  Skattheimtan mun í ákveðnum tilvikum skila sér í ríkisstyrk, að mati sérfræðings Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skattur Hvalaskoðun verður skatt- skyld frá og með næstu áramótum. MVirðisaukaskattur leiðir … »16 Það er þolinmæðisverk að ná mynd, eins og þessari sem hér sést af hafern- inum, eins og Gyða Henningsdóttir ljósmyndari fékk að reyna í fyrradag. Hún og eiginmaður hennar, Einar Guðmann, sitja um hreiðrin dag eftir dag, allt upp í fjórtán tíma samfleytt, saman á óþægilegum kollum í litlu felulituðu einmenningstjaldi. Biðin er til þess að fá stuttan glugga, kannski þriggja sek- úndna langan, þegar hægt er að mynda örninn að færa ungunum mat. Hann veiðir ekki á hverjum degi og þegar hann fiskar ekki gildir hið sama um þau. Aðspurð um hvað fái fólk til þess að gera þetta segir Gyða það fyrst og fremst áhugann á ljósmyndun sem laði þau að. „Það hjálpar líka til, sér- staklega í þessari löngu yfirlegu yfir haferninum, að við erum í þessu saman. Það munar miklu um það. Maður gæti þetta, held ég, ekki aleinn.“ Blaða- maður spyr hvort það taki ekki á sambandið að sitja svona lengi yfir þessu og Gyða neitar því ekki. „Það tekur vel á. Það er þröngt um okkur svo það er eins gott að það sé gott samkomulag í tjaldinu. Sem betur fer er ég ekki há í loftinu svo það fer ekki mikið fyrir mér, a.m.k. stærðarlega séð,“ segir Gyða og hlær. „En þetta tekur vel á.“ Náttúruljósmyndun er ekki eina viðfangsefni Gyðu, en dags daglega vinn- ur hún sem rekstrarstjóri Levi’s- og Benetton-verslana á Akureyri. „Sumum finnst maður stórfurðulegur að standa í þessu.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að ljósmyndunin sé eins ekta og mögu- legt er. Hún tæki það ekki í mál t.d. að mynda handfóðraða erni eins og gert er sums staðar. „Þetta þarf að vera alvöru, annars telur það ekki.“ bso@mbl.is Ekki fiskað á hverjum degi Lífsbarátta hafarnarins ljósmynduð Ljósmynd/Gyða Henningsdóttir  Heildarsala á kjöti dróst saman um 1,3% síðast- liðið ár. Setti verkfall dýra- lækna strik í reikninginn þeg- ar kom að kjöt- sölu. Þannig varð samdráttur upp á 8,3% á síðasta ársfjórðungi. Sala á lambakjöti jókst um 5,8% síðastliðið ár og nutu lambakjötsframleiðendur aukinnar eftirspurnar m.a. vegna skorts á öðrum kjötvörum í verkfallinu. Mestur samdráttur hefur orðið í sölu á hrossa- og nautakjöti undanfarið ár. Helgast það m.a. af því að óvenju miklu var slátrað af hrossakjöti í fyrra og af því að margir naut- griparæktendur kjósa að nýta kýr sínar fremur til mjólkurframleiðslu. „Svínaræktin fékk mesta höggið í þessu verkfalli. Framleiðsluaukn- ingin var 34,5% í júní því svínin voru svo mörg inni í stíunum og það var komin uppsöfnuð þörf á mark- aðinn,“ segir Erna Bjarnadóttir að- stoðarframkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands. »4 Verkfallið hafði áhrif á kjötsöluna Erna Bjarnadóttir  Lögreglan á Blönduósi segir áfengissölu á matsölustöðum N1 í Staðarskála og á Blönduósi ekki hafa leitt til aukinna vand- ræða eða ölvunaraksturs. Þó hefur fyrir- komulagið mætt gagnrýni hjá ýmsum félagasam- tökum en Árni Guðmundsson hjá Foreldrasamtökum gegn áfengis- auglýsingum segir áfengissölu Olís um verslunarmannahelgina vera fyrir neðan allar hellur. »18 Ýmsir gagnrýna bjór á bensínstöðvum Umdeilt Vín og bensín til sölu.  Tímasetning og staðsetning eldgossins í Holuhrauni komu í veg fyrir að áhrif eldgoss- ins yrðu enn meiri en raunin varð. Þetta er mat Sigurðar Reynis Gísla- sonar, vísinda- manns við Háskóla Íslands. Ný vísindagrein eftir Sigurð Reyni og samstarfsfólk hans um umhverfisáhrif gossins í Holu- hrauni var birt í gær. „Við vorum heppin með Holu- hraun í sambandi við tímasetningu og staðsetningu. Að sama skapi voru menn eins óheppnir og hægt var með Skaftárelda,“ sagði Sig- urður Reynir. »12 Heppni með stað- setningu og tíma- setningu gossins Holuhraun Mikið hraun og gas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.