Morgunblaðið - 21.07.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 2015
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Sala á nauta, svína- og hrossakjöti
dróst saman undanfarið ár sam-
kvæmt tölum frá Bændasamtökum
Íslands. Hins vegar ber að hafa í
huga að verkfall dýralækna sem stóð
í tæpar tíu vikur og lauk í júní setti
strik í reikninginn og skekkir út-
reikningana þar sem nær engum
dýrum var slátrað á þeim tíma. Sala
á lamba- og alifuglakjöti jókst á
sama tímabili, þrátt fyrir að verk-
fallið hafi haft talsverð áhrif á slátr-
un alifugla. Verkfallið hafði ekki
áhrif á lambaslátrun og jókst salan
um 5,8% síðastliðið ár, m.a. fyrir til-
stilli minna framboðs af öðrum kjöt-
vörum á meðan á verkfallinu stóð.
Hörður Harðarson, framkvæmda-
stjóri Svínaræktendafélags Íslands,
segir að þegar tekið sé mið af fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs hafi sala
á svínakjöti aukist lítillega. „Fram-
leiðslan jókst lítillega. Hins vegar
eru tölur um árlega sölu ekki alveg
marktækar vegna verkfallsins. Að
auki tekur nokkurn tíma að koma
því út sem safnaðist fyrir í verkfall-
inu,“ segir Hörður, en svínum var
slátrað og kjötið fryst á undanþágu
vegna velferðarsjónarmiða í verk-
fallinu.
8,3% samdráttur í kjötsölu
Af tölunum í meðfylgjandi töflu
má sjá að heildarsamdráttur í sölu
kjötafurða var upp á 8,3% á síðasta
ársfjórðungi en þá gætti áhrifa verk-
fallsins. Þegar horft er yfir árs-
tímabil má sjá að sala á hrossa- og
nautakjöti hefur dregist mest sam-
an, eða um 13,8% og 12,4%. Þó verk-
fallið skekki tölurnar nokkuð er ljóst
að samdráttur hefur orðið, óháð
verkfallinu. „Það var minni slátrun á
hrossum nú því bændur áttu meira
hey en í fyrra. Eins var miklu slátr-
að árið á undan auk þess sem verk-
fallið hafði áhrif,“ segir Andrés.
Mjólk í stað nautakjöts
Þá bendir hann á að sala á hrossa-
kjöti á Rússlandsmarkað hafi fallið
niður í kjölfar þess að athugasemdir
voru gerðar við slátrunina af eftir-
litsmönnum. Að sögn hans hafði
verkfallið minni áhrif á nautakjöts-
slátrun þar sem alla jafna sé minna
framboð af kjöti til slátrunar á þeim
tíma sem verkfallið stóð yfir. Minni
sala nautakjöts stafi ekki síst af því
að tekjur af mjólkurframleiðslu hafa
aukist. Því fara nautgripir síður til
slátrunar.
Minni nauta- og hrossakjötsala
Verkfall skekkir tölur um kjötsölu
Meira selt af lambi og alifuglum Sala á kjötafurðumfrá 1. júlí 2014 til 1. júlí 2015
Heimild: Bændasamtök Íslands
Afurð Ár Mánuður Ársfjórð. Ár Hlutdeild
Alifuglakjöt 7.985.052 10,3% -2,9% 1,9% 33,0%
Hrossakjöt 541.417 -22,8% -6,4% -13,8% 2,2%
Nautakjöt 3.198.939 12,8% -37,8% -12,4% 13,2%
Sauðfé * 6.774.317 12,7% -1,5% 5,8% 28,0%
Svínakjöt 5.687.933 40,7% -5,7% -4,8% 23,5%
Samtals kjöt 24.187.658 18,4% -8,3% -1,3%
* Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana.
24,2
tonna heildarkjötsala frá 1. júlí
2014 til 1. júlí á þessu ári.
8,3%
samdráttur í kjötsölu
á síðasta ársfjórðungi.
5,8%
aukning í sölu á lambakjöti
frá 1. júlí 2014 til 1. júlí 2015.
‹ KJÖTSALA ›
»
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hans Herbertsson, framhaldsskóla-
kennari við viðskipta- og hag-
fræðideild Borgarholtsskóla og
vinningshafi í áskrifendahapp-
drætti Morgunblaðsins, sótti vinn-
ing sinn, Mercedes Benz B-Class
bifreið, í bílaumboðið Öskju á
Krókhálsi 11, síðdegis í gær. Með í
för voru eiginkona hans, Aldís
Daníelsdóttir og barnabarn, Katla
Sigurþórsdóttir.
Áskrifendahappdrættið var sam-
starfsverkefni Morgunblaðsins og
Öskju í þetta skiptið og þeir Har-
aldur Johannessen, ritstjóri Morg-
unblaðsins, og Jón Trausti Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Öskju,
afhentu bifreiðina með viðhöfn í
bílaumboðinu.
Hans hefur verið áskrifandi
Morgunblaðsins í meira en 40 ár og
var hæstánægður með útkomu
happdrættisins, en útdrátturinn
kom honum algjörlega í opna
skjöldu.
Hefur aldrei unnið neitt áður
„Þetta er alveg gjörsamlega frá-
bært. Mig hefur aldrei dreymt um
annað eins,“ sagði hann. „Ég var
mjög hissa. Ég hef aldrei unnið
neitt, svo þetta kom verulega á
óvart. Ég bjóst ekki við þessu sím-
tali,“ bætti hann við, aðspurður um
viðbrögðin þegar honum var til-
kynnt um að hann hefði hlotið vinn-
inginn.
„Þetta er flottur bíll. Það getur
vel verið að ég skipti honum í dýr-
ari bíl frá Benz,“ sagði hann. Ekki
veitti af stærra skotti svo golfsett
og kerrur kæmust fyrir, en golfið
er helsta áhugamál þeirra Aldísar.
Þær Aldís og Katla voru ekki
síður ánægðar með gripinn og
hlökkuðu til að prufukeyra nýja bíl-
inn.
Aðspurður hvort til standi að
ferðast á nýja bílnum svaraði Hans
því játandi. „Ætli maður elti ekki
sólina, eins og allir Íslendingar
gera,“ sagði hann, áður en hann ók
glaðbeittur af stað á nýja bílnum.
Gott samstarf
Áskrifendahappdrættið hófst 29.
apríl en dregið var út 17. júlí. Jón
Trausti, framkvæmdastjóri Öskju,
ræsti þá forrit sem dró út nafn
vinningshafans þar sem nafn Hans
kom upp úr pottinum. „Við erum
mjög ánægð með hvernig sam-
starfið lukkaðist. Þessi tvö vöru-
merki eiga vel saman, Mercedes
Benz og Morgunblaðið. Morgun-
blaðið er elsta dagblað á Íslandi og
Mercedes Benz elsti bílaframleið-
andi í heimi og smellpassa því sam-
an í samstarfi, Mogginn rúmlega
100 ára og Mercedes að verða 130
ára, “ sagði Jón Trausti og bætti
því við að bíllinn hafi endað á góðu
heimili. Því fari allir ánægðir út úr
samstarfinu.
Gæðagripur í vinning
Jón Trausti sagði mikla grósku í
sölu Mercedes Benz-bifreiða á Ís-
landi. „Íslendingar eru hrifnir af
þessu merki. Það er komin mikil
breidd í línuna og breitt verðbil,“
sagði hann og bætti við að bílarnir
séu fjölbreyttir og af öllum stærð-
um og gerðum, þeir henti því ótal
mörgum.
Bifreiðin sem var til vinnings er
af gerðinni Mercedes Benz B-Class
og er 2015 árgerð. Hún er fimm
dyra og útbúin fjórhjóladrifi og
7Gtronic-sjálfskiptingu. Í bifreið-
inni eru einnig skynjarar sem
skynja svefnþörf ökumanns ásamt
árekstursskynjurum.
Að auki er bifreiðin útbúin nýj-
ustu tækni í umhverfisvænum
akstri, svonefndri Blue Efficiency,
sem sparar eldsneyti til góða fyrir
ökumann og umhverfi. Verðmæti
bílsins er um sjö milljónir króna.
Happdrætti í þriðja sinn
Allir áskrifendur Morgunblaðsins
komu til greina sem vinningshafar í
happdrættinu um Benz-bifreiðina.
Þetta var í þriðja skiptið í vetur
sem áskrifendum blaðsins gafst
kostur á að vinna glæsilega bifreið.
Hinn 20. febrúar unnu hjónin
Einar Guðmundsson og Ásdís
Svava Hrólfsdóttir bifreið af gerð-
inni Volkswagen e-Golf og 22. apríl
var Freyja Jónsdóttir svo dregin
úr pottinum, en hún fékk í vinning
bifreið af gerðinni Toyota Corolla.
Einhvern tímann er allt fyrst
Heppinn vinningshafi í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins vann Mercedes Benz-glæsibifreið
Hefur verið áskrifandi að Morgunblaðinu í meira en 40 ár „Þetta er alveg gjörsamlega frábært“
Morgunblaðið/Eggert
Vinningshafi F.v. Haraldur Johannessen, Aldís Daníelsdóttir, Katla Sigurþórsdóttir, vinningshafinn Hans Herbertsson og Jón Trausti Ólafsson.
„Með þessum glæsilega Mercedes Benz-bíl lauk þriðja bílahappdrætti
Morgunblaðsins á árinu. Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist
og finnum að ánægjan er einnig mikil meðal áskrifenda og þeirra fyrirtækja
sem við höfum unnið þetta með. Vegna þess hversu vel hefur tekist til höf-
um við ákveðið að halda leiknum áfram og munum eftir um það bil mánuð
kynna næsta vinning, sem dreginn verður út í haust. Þar verður einnig um
að ræða mjög spennandi bílavinning, en til að halda spennunni í leiknum
ætlum við að bíða aðeins með að segja frá því hvaða bíl um er að ræða,“
segir Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmda-
stjóri Árvakurs, um framhaldið á áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins.
Leikurinn heldur áfram
MIKIL ÁNÆGJA ÁSKRIFENDA OG FYRIRTÆKJA